Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig get ég búið til sólarrafhlöðu og hvað þarf í hana?
Ljósspennurafhlöð sem gerð voru úr hreinum kísli voru aflgjafar gerfitungla á sjötta áratug 20. aldar. Ljósspennurafhlað er í raun sólknúin rafhlaða þar sem eina eldsneytið er ljósið sem drífur hana. Ljósspennurafhlað er gert úr hálfleiðandi efni sem í hefur verið myndað pn-skeyti, sem hefur mikið flatarmál. Þetta...
Af hverju er mínus sinnum mínus sama og plús?
Eins og í svo mörgum öðrum reglum stærðfræðinnar er þetta gert þannig að allt gangi upp að lokum á sem eðlilegastan og einfaldastan hátt. Við leiðum rök að þessu hér á eftir. Talan -1 er skilgreind þannig að1 + (-1) = 0Við margföldum vinstri hlið þessarar jöfnu með sjálfri sér og fáum þá auðvitað aftur 0:0 = (1...
Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?
Eins og fram kemur í öðru svari hér á Vísindavefnum byggir Rastafaritrú á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Rastafaritrú kveður ekki á um kannabisnotkun til skemmtunar en margir rastafarar reykja marijúana í trúarlegum tilgangi. Ekki er litið ...
Getum við lifað á hundasúrum, grasi og öðru slíku eins og hestarnir og kýrnar?
Við fáum orku úr jurtum fyrst og fremst í formi sterkju sem er forðasykra plöntunnar, samsett úr glúkósasameindum. Aðalbyggingarefni og uppistaða í frumuveggjum plantna er svokallað beðmi eða sellulósi. Það er einnig úr glúkósasameindum en þær tengjast öðruvísi en glúkósasameindir sterkjunnar og meltingarensím man...
Af hverju má ekki skíra barnið sitt Jesús?
Ekkert stendur í lögum um mannanöfn sem bannar það að nafnið Jesús sé notað sem eiginnafn. Þau ákvæði sem nafn þarf að uppfylla til þess að fara á mannanafnaskrá eru að það fái endingu í eignarfalli og falli að öðru leyti að íslensku hljóðkerfi og stafsetningu. Menn hafa hins vegar skirrst við að gefa nafn sem...
Get ég sjálf látið gera mig gjaldþrota, við hvern á ég að tala og hvað kostar það?
Um gjaldþrot gilda lög um gjaldþrotaskipti og fleiri nr. 21/1991 og er þar að finna helstu reglur um greiðslustöðvun, nauðarsamninga og gjaldþrotaskipti. Lögin skiptast í fimm þætti og fjallar hver þáttur um ákveðið, afmarkað efni. Í fyrsta þætti laganna er að finna reglur sem fjalla almennt um lögsögu þeirra....
Ef allir bílar í heiminum gengju fyrir vetni myndi þá rigna endalaust um allan heim?
Í stuttu máli: Nei það myndi ekki gerast. Vert er að líta á nokkur atriði í þessu sambandi. Þegar bílar eru í gangi gefa þeir frá sér bæði vatnsgufu og koltvísýring (CO2). Nú þegar berst því mikil vatnsgufa út í andrúmsloftið frá allri umferð. Umferðin ásamt hitun frá húsum og ljósum í borginni veldur því einn...
Hvað merkir textinn lorem ipsum?
Lorem ipsum merkir alls ekki neitt. Þetta er hins vegar brot úr latneskri málsgrein eftir rómverska stjórnmálamanninn og rithöfundinn Marcus Tullius Cicero. Í heild sinni er málsgreinin svona: nemo enim ipsam voluptatem, quia voluptas sit, aspernatur aut odit aut fugit, sed quia consequuntur magni dolores eos, ...
Hvernig getur trukkurinn í Star Wars farið hraðar en ljósið?
Þegar við segjum eða skrifum eitthvað "upp úr okkur" þarf það ekki að hafa neitt með veruleikann að gera. Okkur er sem betur fer frjálst að láta okkur detta í hug hvað sem er, segja frá því og skrifa um það með penna eða myndavél og svo framvegis. Þegar ég sit hérna við skjáinn get ég til dæmis auðveldlega hugsað ...
Hvaðan koma nafnorðin þórðargleði og þórðarverk?
Þórbergur Þórðarson skráði ævisögu Árna Þórarinssonar prófasts og kom hún út í sex bindum. Í þriðja bindi, sem kom út 1947, segir Árni frá karli einum sem Þórður hét:Þórður hét maður og bjó á bæ nokkrum í prestakalla mínu. Einn dag á slætti kom hann út á engjar til fólks síns og fékk þá engu orði upp komið fyrir h...
Hvar liggur hundurinn grafinn?
Til þess að svara þessari brýnu spurningu réð Vísindavefurinn í snarhasti nokkra velþekkta fornleifafræðinga. Þeir unnu áður við bílastæðgerð á Alþingi en þóttu með eindæmum seinvirkir og fóru alveg í hundana. Fornleifafræðingarnir hófu leitina með ýtarlegri heimildarannsókn. Með ógurlegum hundakúnstum lásu þei...
Af hverju tala ekki allir sama tungumál?
Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum? segir: Margt bendir til að forfeður nútímamannsins hafi lifað í einangruðum flokkum og er því líklegt að mismunandi hljóðtákn og síðar orð hafi tekið að mótast innan flokkanna. Þegar mennirnir náðu smám saman hærra vitsmun...
Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?
Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...
Hvernig byrjaði alnæmi?
Enginn veit með vissu hvernig alnæmi byrjaði. Enginn ágreiningur er þó um það að HIV-veirurnar eru afkomendur skyldra retróveira, SIV (simian immunodeficiency virus), sem finnast í mörgum apategundum. Reyndar er nafnið óheppilegt því þessar veirur valda ekki ónæmisbælingu hjá öpum. Skyldust HIV er SIVcpz sem finns...
Getur þriggja ára dóttir mín verið með kvíða? Og þá frá fæðingu?
Allir finna fyrir kvíða einhvern tíma, bæði fullorðnir og börn. Kvíði er meira að segja talinn nauðsynlegur fyrir þroska barna og aðlögun þeirra að umhverfi sínu þar sem hann á þátt í að börn greini að hættulegar og hættulausar aðstæður og læri að forðast þær hættulegu. Þar að auki virðast ákveðin kvíðamynstur ver...