Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5293 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef ég færi til tunglsins á meira en ljóshraða, lenti þar og nyti útsýnisins, sæi ég þá ekki sjálfa mig koma?

Eins og fram kemur í nokkrum svörum hér á Vísindavefnum er alger ógerningur samkvæmt eðlisfræði nútímans að ferðast hraðar en ljósið fer í tómarúmi. Tunglferð eins og spyrjandi hugsar sér er því óhugsandi. Eins og spurningin hljóðar geta vísindi nútímans ekkert sagt um hana annað en það. Hitt er annað mál að vi...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju spyr ég þessarar spurningar?

Ýmis svör koma til greina en öll eru þau stutt. Við látum hér fylgja nokkra möguleika:Af því að þig langar að leggja fram spurningu en þér dettur ekkert annað betra í hug. Af því að þig langar til að leggja fram spurningu sem ómögulegt virðist að svara. Af því að himinninn er blár. Af því að þú heldur að okkur ...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur nafnið „Innréttingarnar” á fyrirtækinu sem starfaði hér á 18. öld?

Átjándu aldar-fyrirtækið sem kallað hefur verið Innréttingarnar rekur upphaf sitt til ársins 1751. Starfsemi þess gekk undir ýmsum nöfnum þegar í upphafi. Það var stofnað af íslensku hlutafélagi sem á íslensku hét Hið íslenska hlutafélag og var fyrsta sinnar tegundar sem stofnað var á landinu. Félagið var stofnað ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er mölur?

Mölur eða mölfluga er í raun fiðrildi sem einnig kallast guli fatamölurinn (lat. Tineola bisselliella). Hér áður fyrr var skordýrið hinn mesti skaðvaldur í híbýlum manna en lirfur þess leggjast á ullarvörur og skinn og naga hvort tveggja sér til lífsviðurværis. Fyrirbærið hefur oft verið nefnt fatamölur. Fatam...

category-iconFöstudagssvar

Hvar er mamma?

Þessi spurning barst okkur 2. mars 2002. Spurningunni fylgdu meðal annars þær upplýsingar að spyrjandi sé fæddur árið 2001. Ef það er rétt og við fengjum upplýsingar um fæðingardag gætum við gefið eitt einfalt svar við spurningunni. En ef þetta er innsláttarvilla þyrftum við í öllu falli að fá að vita rétt fæðinga...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða spendýr fer hægast í heiminum?

Letidýr er talið fara hægast af spendýrum í heiminum. Hraði þess er 0,24 km á klukkustund. Þessi hraði er svo lítill að þörungar vaxa á dýrinu. Letidýr er um það bil jafn stórt og lítill hundur, 50-75 cm á lengd og tæplega 10 kg að þyngd . Stórum hluta ævinnar eyðir letidýrið í að éta, sofa, fjölga sér og hanga á ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Brennur eldur í geimnum, það er að segja jafnvel í nokkrar sekúndur? Flýtur eldur í þyngdarleysi?

Það sem við köllum bruna er ákveðin tegund efnahvarfa þar sem eldsneytið eða efnið sem brennur tekur upp súrefni, öðru nafni ildi, og ný efnasambönd myndast. Við venjulegar aðstæður kemur súrefnið úr andrúmsloftinu enda er súrefni um fimmtungur í venjulegu lofti hér á jörðinni. Ef við erum stödd langt úti í geimnu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er elsta þekkta lag í heimi?

Fræðimenn geta aðeins giskað á það hvaða þjóðflokkar voru fyrstir til að spila tónlist. Elsta hljóðfæri í heimi sem vitað er um er flauta úr holu beini sem kallast Neanderdalsflautan. Hún er talin vera 45 þúsund ára gömul. Talið er að 3400 ára gamlar leirtöflur sem fundust á Sýrlandi (þar sem nú er Ras Sham...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvert er stærsta tungl í heimi?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

category-iconUnga fólkið svarar

Hve langt fara sniglar á klukkustund?

Sniglar eru í flokki lindýra. Þeir eru með vöðvamikinn fót og flestir þeirra með gormundinn kuðung. Flestir sniglar eru jurta- og hræætur en sumir eru sníklar. Þeir lifa á landi, í sjó og í ferskvötnum og þeir skiptast í fortálkna, baktálkna og lungnasnigla. Sniglar eru 0,1-20 cm á lengd. Á Íslandi hafa fundist um...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?

Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsta köngulóin í heiminum? En á Íslandi?

Stærsta könguló í heimi er að öllum líkindum tegund sem kallast fuglaætuköngulóin (Theraphosa leblondi). Hún finnst í norðanverðri Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Surinam, Frönsku-Guyana, NA-Venezuela og Norður-Brasilíu. Þessi dýr lifa í regnskógunum við kjörhitastigið 27-30°C. Köngulærnar lifa á skógarbotni skóga...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað éta hrossagaukar?

Hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) finnst víða um heim. Varpstöðvar hans eru á tempruðum svæðum Evrasíu og Norður-Ameríku en á veturna halda fuglarnir til suðurhluta Evrópu, Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Hrossagaukurinn vegur um 115-130 grömm og er um 27 sentímetrar á lengd með rúmlega 6 sentímetra langan...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna á að forðast að borða mat úr beygluðum niðursuðudósum?

Ekki er hættulegt að borða mat úr beygluðum dósum svo framarlega sem þær eru ennþá heilar. Ef gat er á dósinni á aftur á móti ekki að borða neitt sem kemur úr henni. Ástæðan fyrir því er sú að bakteríur hafa þá átt greiða leið að innihaldinu þar sem þær geta fjölgað sér og gert matinn óætan. Ekki er hættulegt ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?

Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar ...

Fleiri niðurstöður