Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3376 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...

category-iconStærðfræði

Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?

Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesí...

category-iconJarðvísindi

Eru segulpóll og norðurpóll ekki sami póllinn?

Nei, segulpóll og norðurpóll eru ekki sama fyrirbærið. Norðurpóll og suðurpóll eru þeir pólar þar sem jarðmöndullinn eða snúningsásinn sker yfirborð jarðar í norðri og suðri og eru skilgreindir sem breiddargráðurnar 90°N og 90°S. Hreyfingar segulpólsins á norðurheimskautinu. Segulpólarnir sem finnast bæði í ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir nafnið á fossinum Glanna?

Örnefnið Glanni er að minnsta kosti á tveimur stöðum á Vesturlandi, annars vegar foss í Norðurá í Mýrasýslu, suður undan Hreðavatni. Hann hét áður Glennrar (máldagi 1306) eða Glennunarfoss (1397) (Íslenskt fornbréfasafn IV:122; Glunnrarfoss í nafnaskrá). Í sóknarlýsingu eftir sr. Jón Magnússon frá 1840 er talað um...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið dýflissa?

Upprunalega spurningin var:Hvaðan kemur orðið dýflissa og hver er réttur framburður þess? Orðið dýflissa 'fangelsi, svarthol' er tökuorð úr miðlágþýsku og var rithátturinn dyblissa, dyflissa, dybliza, dyfliza. Í miðlágþýsku er orðið fengið úr slavnesku, samanber fornslavnesku timinica, rússnesku temniza 'fangel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðrún Þórhallsdóttir rannsakað?

Guðrún Þórhallsdóttir er dósent í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Sérsvið hennar í námi var indóevrópsk samanburðarmálfræði, einkum samanburður germanskra mála, og fjallaði doktorsritgerð hennar um efni á sviði frumgermanskrar hljóðsögu. Þegar hún tók við starfi ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um mælieiningarnar pott og pela?

Pottur og peli eru gamlar mælieiningar, svonefndar lagareiningar sem voru notaðar til að mæla vökva. Annað orð yfir vökva er einmitt lögur, samanber til dæmis orðið sápulögur. Heiti mælieininganna var dregið af ílátunum sem menn notuðu til að mæla en aðrar lagareiningar voru til dæmis flaska og kútur, en einnig an...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðinu endemi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?

Einfaldasta skýringin á þessu er að Alþingi, og væntanlega einnig almenningi, hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins. Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum ...

category-iconStærðfræði

Eru náttúrlegar tölur huglægar eða hlutlægar?

Náttúrlegar tölur eru tölurnar sem notaðar eru til að telja með: 1, 2, 3, 4, 5, 6, … Þær eru því stundum nefndar talningartölur. Mengi náttúrlegra talna er huglægt hugtak þar sem náttúrlegu tölurnar eru óendanlega margar. Sé staðnæmst við afar stóra náttúrlega tölu má alltaf finna aðra tölu sem er einum hærri en h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er vitað um mannsnafnið Surtur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Orðið „surtur“ (sem jafnvel fyrirfinnst í goðafræði sem mannanafn) virðist á einhverjum tímapunkti hafa fengið heldur neikvæða merkingu en hvenær og hvers vegna er talið/líklegt að þetta hafi gerst? Eiginnafnið Surtur kemur fyrir í þremur Íslendingasögum, Njálu (Surtur ...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir aðventa?

Aðventa er annað heiti á jólaföstu. Hún hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag og stendur því í fjórar vikur. Orðið aðventa hefur verið notað í málinu að minnsta kosti frá því á 14. öld og er tökuorð úr latínu adventus í merkingunni 'tilkoma'. Að baki liggur latneska sögnin advenio 'ég kem til' sem leidd er af latnes...

category-iconTölvunarfræði

Hvað er fjórða iðnbyltingin?

Fjórða iðnbyltingin er hugtak sem vísar til tækniframfara undanfarinn ára og þeirra sem eru í vændum. Þar er aðallega átt við gervigreind, róbótatækni, sjálfkeyrandi bíla, Internet hlutanna (Internet of Things, IoT), sjálfvirknivæðingu og fleira sem mun líklega valda víðtækum samfélagsbreytingum á næstu árum og ár...

category-iconLögfræði

Hvað er átt við með auga fyrir auga og tönn fyrir tönn og hvaðan kemur það?

„Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ hefur orðið að föstu orðatiltæki í vestrænum heimi, sem vísar til grundvallarlögmáls í lögum og rétti fornra samfélaga, svokallað lex talionis, „lög jafns endurgjalds“ eða „endurgjaldsrefsingu“. Merking latneska orðsins talio felur í sér að einhverjum sé endurgoldið í sömu mynt...

category-iconHugvísindi

Hvernig er hægt að rökstyðja þá fullyrðingu að allir Íslendingar séu komnir af Jóni Arasyni?

Nógu langur tími er liðinn frá því að Jón Arason var uppi til þess að engin ástæða er til að draga þessa fullyrðingu í efa. Ef hver afkomandi Jóns á að meðaltali 3 börn sem eignast aftur börn, og tvítalningar eru undanskildar, þá gengur dæmið þokkalega upp. Hér verður að sinni fjallað um þessa spurningu...

Fleiri niðurstöður