Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 632 svör fundust
Hvaða hefti er í orðinu heftiplástur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Af hverju heitir heftiplástur heftiplástur? Við hvaða hefti er átt? Orðið heftiplástur ‘plástur til að líma umbúðir á sár’ er líklega fengið að láni úr dönsku hæfteplaster seint á 19. öld. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1881 en á timarit.is frá 1901. ...
Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?
Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað. Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám. Breytingar urðu á vir...
Hver er uppruni orðsins mannbroddar og hvaðan kemur það?
Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu (2002:957) eru mannbroddar ‘broddajárn (oft með fjórum broddum) fest neðan á skó til að ganga á þegar hált er’. Orðið broddajárn er ekki fletta í orðabókinni. Elst dæmi um mannbrodda í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr Tímariti Máls og menningar frá 1990 en mun eldri dæmi e...
Hvað þýðir skor í orðinu skordýr?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað þýðir skorið í skordýr? Tengist það herdeildum Rómverja, eins og skor í háskólum (t.d. íslenskuskor)? Ég sá þá útskýringu á vefnum ykkar. Elsta dæmið um orðið skordýr í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Sá gudlega þenkjandi Náttúru-skodari ... Asamt annari Hugl...
Hvað merkir slótt í orðinu slóttugur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Við höfum 'voldugur' af orðinu vald og 'saurugur' af orðinu saur - en hvað er þetta slótt í orðinu slóttugur? Lýsingarorðið slóttugur þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‘slægur, kænn’ en dæmin virðast ekki mörg. Fornmálsorðabækur nefna orðið, bæði Johan Fritzner og E...
Hvað er átt við þegar menn sjanghæja einhvern og hvaðan kemur orðið?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur orðatiltækið „að sjanghæja einhvern“? Orðið sjanghæja er tökuorð úr ensku sem kom fram í ensku um miðja 19. öld og var fljótlega tekið upp í Norðurlandamálum og þýsku. Að sjanghæja einhvern merkti að ræna einhverjum eða tæla einhvern um borð í skip oft með...
Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...
Hvaðan kemur orðið skrípó?
Orðið skrípó er stytting á lýsingarorðinu skrípalegur. Það er myndað með viðskeytinu –ó sem oftast er notað til að stytta lýsingarorð sem enda á –legur, einkum í talmáli, til dæmis púkó af púkalegur, huggó af huggulegur, sveitó af sveitalegur, en einnig önnur lýsingarorð eins og spennó af spennandi og rómó af róma...
Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...
Eru öll dýr með hjarta?
Lífverur sem tilheyra dýraríkinu (Animalia) eru mjög ólíkar, allt frá einfruma frumdýrum (Protozoa) til stærstu hvala. Mörg dýr hafa eitt hjarta sem dælir blóði um æðakerfi. Þannig flytja þau súrefnis um líkamann. Þetta er þó ekki einhlítt. Í dýraríkinu tíðkast ýmsar leiðir til þess að koma súrefni til frumna. Stu...
Hvað hefur vísindamaðurinn Hilmar Malmquist rannsakað?
Hilmar J. Malmquist er líffræðingur og forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Megináherslur í rannsóknum Hilmars lágu framan af á sviði vistfræði fiska þar sem rannsóknaspurningar snerust um samsvæða þróun bleikjuafbrigða, fæðu- og búsvæðanotkun þeirra og stofn- og sníkjudýrafræði. Vettvangur þessara rannsókna h...
Hvað getið þið sagt mér um Ibn Khaldun?
Ibn Khaldun hét fullu nafni Abū Zayd 'Abd ar-Raḥmān ibn Muḥammad ibn Khaldūn al-Ḥaḍramī og fæddist árið 1332 í Túnis. Hann var mikill hugsuður og er þekktastur fyrir ritin Muqaddimah (inngangur) og Kitāb al-'Ibar (bók um kennslustundir). Muqaddimah er talið vera fyr...
Hvernig fara vísindamenn að því að aldursgreina hafsbotninn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig vitum við hvaða hafsbotn er yngstur og hvaða hafsbotn er elstur? Aldur hafsbotnsins hefur verið ákvarðaður út frá bergsegulmælingum, einnig aldursgreiningum á bergi og setlagagreiningum þar sem borað hefur verið í hafsbotninn. Þrátt fyrir að elsta berg á yfirborði...
Hver eru tíu dýpstu vötn í heimi?
Tíu dýpstu vötn í heimi eru: Baykalvatn í Síberíu sem er 1741 metra djúpt Tanganyikavatn í Afríku sem er 1435 metra djúpt Kaspíhaf í Asíu og Evrópu sem er 946 metra djúpt Malawi (eða Nyasa) í Afríku sem er 706 metra djúpt Issyk – Kul í Kirgizstan sem er 700 metra djúpt Great Slave lake í Kanada sem er 614 ...
Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?
Fullt nafn Múhameðs spámanns er Abu al-Qasim Muhammad ibn ‘Abd Allah ibn ‘Abd al-Mut talib ibn Hashim. Samkvæmt arabískri nafnvenju eru börn yfirleitt kennd við föður eins og á Íslandi. Ibn 'Umar merkir sonur 'Umars (Ómars) og bint 'Abbas er dóttir 'Abbasar. Ein af fáum undantekningum frá þessari venju er þega...