Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5293 svör fundust
Hvað er hortittur í bragfræði?
Orðið hortittur merkir 'fleygur eða flís til að fylla í bil eða glufu á samskeytum', eins og segir í Íslenskri orðsifjabók og það er einnig notað um merkingarlítið eða smekklaust orð eða orðasamband sem notað er til uppfyllingar, sérstaklega í kveðskap. Hortittur er leitt af orðunum hor í merkingunni 'megurð', ...
Hvert er ferlið við faðernispróf?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Ég er að velta því fyrir mér hvernig faðernispróf fer fram, hvað það kostar og hvað það hefur í för með sér. Ferlið sem fylgir faðernisprófi hefst oft á meðgöngu þar sem hin verðandi móðir getur fyllt út umsókn þess efnis að hún vilji að tekið verði blóð úr naflastreng barnsi...
Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?
Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn. Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð. Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslend...
Hvað eru til mörg afbrigði af sauðkindinni?
Svarið við þessari spurningu fer eftir því hvort átt er við villifé eða tamið sauðfé. Ef verið er að spyrja um hversu margar gerðir af villifé séu til þá er svarið eftirfarandi: Í Asíu voru til fjórar gerðir af villifé í árdaga. Ein þeirra var Bighorn eða stórhyrningur (Ovis canadensis) sem líklega lifði í au...
Hvað eru hvalir með langa þarma?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað þarf marga hvalaþarma, ef þú bindur þá saman, til að ná umhverfis jörðina? Hvað er einn hvalaþarmur langur? Hvalir eru með hlutfallslega lengri meltingarveg en menn og aðrir prímatar. Smágirni í mönnum eru sennilega um þrisvar sinnum lengri en heildarlengd (hæð) okkar ...
Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?
Strangt til tekið er vart hægt að tala um heimsmarkaðsverð á bensíni eða dísilolíu því að heildsöluverð á slíkum vörum er nokkuð mismunandi eftir löndum og jafnvel innan sama landsins. Skýringin á þessu liggur væntanlega einkum í mismunandi flutningskostnaði. Þá flækir líka málið að til eru mismunandi gæðaflokkar ...
Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins?
Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er í hugum margra Íslendinga hinn eini sanni vorboði og telst það ætíð fréttnæmt þegar hún sést hér fyrst á vorin. Árið 2006, sáust fyrstu lóurnar þann 25. mars. Heiðlóa (Pluvialis apricaria). Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur safnað í gagnagrunn ýmsu sem snýr að fuglum, með...
Hvað þarf margar gasblöðrur til að lyfta fullorðnum manni?
Gasblöðrur, eins og þær sem seldar eru 17. júní, eru fylltar með helíni (He). Helín er létt gastegund, mun léttari en loftið í andrúmsloftinu. Í svari við spurningunni Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó? er fjallað um uppdrif:Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmá...
Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?
Skammstöfunin et al. er latína og er hún notuð á tvo vegu. Annar vegar er et al. stytting á 'et alibi' en það þýðir 'og annars staðar'. Þegar et al. kemur á eftir ákveðinni tilvísun getur því verið átt við að tilvísunina sé einnig að finna annars staðar, þótt ekki sé tilgreint nákvæmlega hvar. Hins vegar er ska...
Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um sverðfiska? Til hvers nota þeir skoltinn (sverðið)? Sverðfiskur (Xiphias gladius) er all sérstakur fiskur og auðþekktur á langri trjónu, sem gengur fram úr hausnum. Trjóna þessi er efri skolturinn sem teygist svona langt fram. Sverðfiskur er annars ...
Af hverju er fólk loðið undir höndunum?
Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt. Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa s...
Hvernig myndaðist alheimurinn og hvað er hann gamall?
Í dag telja vísindamenn að alheimurinn hafi myndast við svokallaðan Miklahvell fyrir um það bil 15 milljörðum ára. Það er þó erfitt að segja til um þá tölu nákvæmlega eins og lesa má um í svari Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvenær varð heimurinn til? Við upphaf alheimsins hefur efni hans verið óendan...
Hversu gamalt er orðið 'ófatlaður' sem heyrist nú æ oftar notað yfir heilbrigða einstaklinga?
Í dæmasafni Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið 'ófatlaður' úr Lagasafni handa alþýðu sem kom út á árunum 1890–1910. Þar vísar orðið reyndar ekki til manneskju heldur til kýr: „Kýr telst leigufær, sem er ófötluð“ (1898). Greinilega er átt við heilbrigða kú. Elsta dæmi þar sem 'ófatlaður' vísar til pe...
Hversu langt er síðan síðasta eldgos var á Íslandi?
Þegar þetta er skrifað í lok september 2006 eru tæp tvö ár liðin frá síðasta eldgosi á Íslandi. Það var eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli sem hófst 1. nóvember 2004. Aðdragandi gossins var alllangur þar sem sívaxandi skjálftavirkni mældist á svæðinu allt frá miðju ári 2003. Jökulhlaup hófst svo 30. október 2...
Af hverju er þvag gult?
Þvag er venjulega gult eða gulbrúnt að lit og má rekja lit þess til svokallaðra galllitarefna sem myndast í lifrinni. Gula galllitarefnið gallrauða er losað út í smáþarmana en þegar það berst í ristilinn eru bakteríur sem breyta því í annað efni sem kallast úróbílónógen. Hluti af úróbílónógeninu berst í þvag þa...