Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er MÓSA-smit?

MÓSA er skammstöfun á Meticillin ónæmur Staphylococcus aureus. Staphylococcus aureus er algeng bakteríutegund, sem lifir að staðaldri á húð og einkum í nefi um það bil 20-40% manna, án þess að valda nokkrum einkennum eða skaða. Komist hún hins vegar í sár, blóðbraut eða aðra vefi getur hún valdið misalvarleg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?

Þegar Grettir var hjá Þorfinni Kárssyni í Háramarsey við Noreg banaði hann tíu berserkjum. Í 19. kafla Grettis sögu segir af berserkjunum Þóri þömb og Ögmundi illa: „Þeir gengu berserksgang og eirðu öngu þegar þeir reiddust.“ Þeir koma við tíunda mann að búi Þorfinns Kárssonar þegar hann er í Slysfirði. Heima...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað laðar þorsk að æti?

Þorskur lifir á mjög fjölbreytilegri fæðu. Fyrsta sumarið lifir hann á smágerðum sviflægum krabbadýrum, næstu árin á margvíslegum botnlægum hryggleysingjum en með aukinni stærð verða ýmsar fisktegundir sífellt algengari bráð. Þorskurinn notar sjón, hreyfiskyn, heyrn, lykt og bragð til að finna bráðina. Sjón...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Úr hverju er blóð?

Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðvökvinn er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins. Þetta er gulleitur vökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg mikilvæg efni svo sem sölt, fæðuefni, úrgangsefni og blóðvökvaprótín sem koma mikið við sögu við storkun blóðs. Blóðfrum...

category-iconFöstudagssvar

Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?

Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju fljúga fuglar svo gjarnan í V?

Líffræðingar hafa lengi leitað skýringa á oddaflugi fugla. Nýlegar rannsóknir, þar sem örsmáum mælitækjum var komið fyrir á gæsum, sýndi fram á að hjartsláttartíðni þeirra í oddaflugi var lægri en þegar fuglarnir flugu einir. Oddaflug dregur umtalsvert úr loftmótsstöðu og þar af leiðandi eyða fuglarnir minni o...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju missir lerki ekki barrið á veturna?

Lerki missir yfirleitt barrið á veturna og er meðal örfárra tegunda barrtrjáa sem það gerir. Einstök lerkitré missa þó ekki nálarnar eðlilega á haustin og tolla brúnar og visnaðar nálar á þeim yfir veturinn og jafn vel fram á næsta vor. Meðal trjáa hafa þróast tvær mismunandi leiðir til að forðast skaða yfir v...

category-iconLífvísindi: almennt

Er barrnál laufblað?

Barrnál og laufblað eru tvö orð yfir sama fyrirbærið. Orðin vísa til mismunandi lögunar en á innri byggingu, starfsemi og hlutverki er lítill sem enginn munur á barrnálum og laufblöðum. Í svörum Kesara Anamthawat-Jónsson við spurningunum Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? og Hvern...

category-iconLögfræði

Hver er lagalegur réttur fyrirtækis til að leita í fórum starfsmanns við brottför hans úr vinnu?

Í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar segir að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þetta ákvæði veitir einstaklingum vernd jafnt fyrir ágangi hins opinbera og einkaaðila, til dæmis atvinnuveitanda. Þá segir í 2. mgr. að ekki megi gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum han...

category-iconBókmenntir og listir

Er Hagrid í Harry Potter-bókunum til í grískri eða rómverskri goðafræði?

Robbie Coltrane sem Hagrid Mörg nöfn og hugmyndir í Harry Potter-bókunum eftir J.K. Rowling eru upprunnar í grískri og rómverskri goðafræði. Þar má nefna Hermione, ugluna Hermes, húsvörðinn Argus Filch, Alastor Moody og Sibyll Trelawney sem bera nöfn úr grískri goðafræði auk þess sem hinn þríhöfða hundur Fluff...

category-iconHeimspeki

Er þessi setning ósönn?

Svarið við spurningunni er einfalt: nei. Setningin er ekki ósönn en þar með er ekki rétt að hún sé sönn. Setningin sem um ræðir er spurning og spurningar geta hvorki verið sannar né ósannar. Hugtökin “satt” og “ósatt” eiga aðeins við um staðhæfingar en alls ekki um allt sem sagt er eða skrifað. Setningar geta ...

category-iconLögfræði

Hver er lagaleg skilgreining á orðinu hjúskapur?

Í lögum er ekki að finna neina hnitmiðaða skilgreiningu á hjúskaparhugtakinu. Hins vegar má komast þannig að orði að hjúskapur sé samningur með stöðluðum samningsskilmálum. Nú geta borgararnir gert margvíslega samninga sín í milli. Oft koma einstaklingar sér saman um samningsskilmála, ýmist skriflega eða munnl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?

Undirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans. Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfar...

category-iconSálfræði

Hvað er tákn með tali?

Tákn með tali er tjáskiptaaðferð sem notuð er til málörvunar og tjáskipta fyrir heyrandi fólk (aðallega börn) með málþroskaröskun. Tákn með tali byggir á líkamstjáningu og notkun tákna sem eru bæði náttúruleg og tilbúin. Táknin eru ávallt notuð samhliða tali og líkjast sum þeirra táknum úr táknmáli heyrnarlausr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvert er mikilvægi þörunga fyrir lífríki jarðar?

Þörungar gegna afar mikilvægu hlutverki fyrir vistkerfi sjávar. Vistfræðileg staða þeirra er sambærileg við gróður á þurrlendi. Frumframleiðsla sjávar fer að mestu leyti fram meðal þörunga. Á þessu fyrsta fæðuþrepi er orka sólarinnar beisluð og þaðan berst hún upp eftir fæðukeðjunni. Dæmi um fæðuþrep í hafinu ...

Fleiri niðurstöður