Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9410 svör fundust
Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?
Húðin á okkur er tvískipt. Yst er yfirhúð (epidermis) og undir henni liggur leðurhúðin (dermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni, í svokölluðu hornlagi, eru dauðar og flagna stöðugt af en dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun. ...
Eru til einhver séríslensk mannanöfn?
Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum...
Gætu snæhérar lifað á Íslandi?
Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á...
Hafa fjölmiðlar góð eða vond áhrif á viðhorf okkar til kynlífs?
Á undanförnum átta árum hefur orðið helmingsaukning á kynlífstengdri hegðun í bandarísku sjónvarpsefni. Frá árinu 1999 hefur Kaiser Family Foundation látið vinna fyrir sig skýrslur um kynlíf í bandarísku sjónvarpi og kom síðasta skýrsla út árið 2005. Niðurstöðurnar sýndu að kynlíf kemur nú fyrir á einn eða annan h...
Af hverju fer Plútó aðra leið, er hún í öðru sólkerfi?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hversu skyldir eru hundar og kettir?
Það má segja réttilega að hundar og kettir séu fjarskyldir ættingar, enda báðar tegundir innan ættbálks rándýra (Carnivora). Til að átta okkur á skyldleika þeirra þurfum við að fara aftur í jarðsögunni um 60 milljón ár, það er til tíma áður en eiginleg rándýr komu til sögunnar. Eftir að risaeðlur dóu út varð mi...
Hvort er auðveldara, esperantó eða ídó? Hvað eiga málin sameiginlegt og hvað er ólíkt?
Esperantó er eins og margir vita tilbúið tungumál og hið útbreiddasta af slíkum málum. Höfundur þess var Ludvic Lazarus Zamenhof (1859–1917), pólskur læknir og málamaður. Nafnið er dregið af dulnefni Zamenhofs en hann skrifaði fyrstu bók sína undir heitinu „D-ro Esperanto“. Esperantó þýðir í raun ‘sá sem vonar’. ...
Því fer svo lítið fyrir drengjum í ævintýrum?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Öskubuska, Þyrnirós, Mjallhvít, Rauðhetta, Gullbrá - og Litla-Ljót. Því fer svo lítið fyrir drengjunum í ævintýrunum? Ævintýri má skilgreina sem afbrigði af þjóðsögum. Í svari Rakelar Pálsdóttur við spurningunni Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum? segir að:[æ]vintýri s...
Hverjir sömdu allar málfræðireglur í íslensku og hvers vegna eru þær enn í gildi?
Elstu skrif sem finna má um íslenskt mál eru fjórar ritgerðir sem varðveittar eru í svonefndri Ormsbók Snorra-Eddu, handriti frá því um miðja 14. öld. Í elstu ritgerðinni, sem oft er kölluð „Fyrsta málfræðiritgerðin“ og samin var á 12. öld, er reynt að fella latneska stafrófið að íslensku hljóðkerfi. Í annarri rit...
Af hverju tengist hjartað ástinni og hvers vegna er hjartað teiknað eins og það er?
Fleiri spyrjendur um svipað efni eru: Sigríður Ólafsdóttir, f. 1989, Ingi Haraldsson, f. 1988, Guðjóna Þorbjarnardóttir, Jón Daði, f. 1992, Björn Áki Jóhannsson, f. 1989, Katrín Stefanía Pálsdóttir, f. 1988, og Egill Sigurður, f. 1994. Það er gömul trú að í hjartanu búi hugsun og tilfinningar. Forn-Egyptar lýstu...
Tók gríska gyðjan Aþena þátt í einhverjum bardögum?
Já, Aþena tók þátt í bardögum meðal annars í Trójustríðinu þar sem hún veitti Akkeum, það er Grikkjum, lið. Í fimmtu bók Ilíonskviðu segir til dæmis frá því þegar Ares veitti Trójumönnum liðveislu í bardaga. Þá fengu þær Hera og Aþena leyfi hjá Seifi til þess að skerast í leikinn og veita Akkeum aðstoð. Með hjálp ...
Hvað heitir Bitis arietans á íslensku og hvað getið þið sagt mér um hana?
Hér er spurt um einn þekktasta snák Afríku. Á ensku kallast hann puff adder en á íslensku hefur hann verið nefndur hvæsir eða blísturnaðra (Bitis arietans eins og spyrjandi nefnir). Blísturnaðran finnst víða í Afríku, en það er aðeins á regnskógarsvæðum eða þurrustu eyðimörkum álfunnar sem hana er ekki að finn...
Er til galdrafólk?
Í svari sínu við spurningunni; Eru galdrar til?, hefur Ólína Þorvarðardóttir eftirfarandi að segja um galdra:Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér viðleitni mannsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður eftir þeim leiðum sem hann telur færar hverju sinni. Í því ljósi má...
Hvað er framvirkt gengi og hvernig tengist það vörðu og óvörðu vaxtajafngildi?
Munur er á annars vegar stundargengi (e. spot rate) og hins vegar framvirku gengi (e. forward rate) gjaldmiðla. Stundargengi er það gengi, sem fæst í viðskiptum ef gjaldmiðlarnir eru afhentir strax (í framkvæmd er oft miðað við afhendingu innan eins eða tveggja daga). Framvirka gengið er það gengi, sem fæst ef sam...
Hver fann reikistjörnuna Mars?
Fimm reikistjörnur sólkerfisins eru sýnilegar berum augum. Þær eru Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þær sjást yfirleitt á hverri nóttu þegar myrkur er og heiðskírt. Þó sjást þær ekki þegar þær eru svo nálægt sól, frá jörð að sjá, að þær eru aðeins fyrir ofan sjóndeildarhring meðan dagur er á lofti. Sum...