Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 433 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19?

Afbrigði veira eru skilgreind út frá mismun í erfðaefni þeirra.[1] Veirur fjölga sér kynlaust og stökkbreytingar sem verða í erfðaefni þeirra geta haft áhrif á hæfni þeirra í lífsbaráttunni. Þrátt fyrir dramatískt nafn eru stökkbreytingar aðeins frávik í erfðaefni sem geta haft jákvæð, neikvæð eða engin áhrif á hæ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er sérstakt við ómíkron-afbrigðið?

Veiran sem veldur COVID-19 hefur dreift sér um alla heimsbyggðina og þróast í ólík afbrigði. Afbrigði veirunnar er skilgreint ef eitt eða fleiri atriði eiga við, til dæmis meiri smithæfni, alvarlegri einkenni, mikil dreifing á vissum svæðum eða sérstökum stökkbreytingum á erfðaefninu. Afbrigðin eru skilgreind a...

category-iconFöstudagssvar

Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?

Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru freknur?

Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar get ég lesið um einstök lönd heims?

Til Vísindavefsins berast reglulega spurningar um ýmis lönd en fáum þeirra hefur verið svarað hingað til. Ástæðan fyrir því er sú að oftar en ekki eru spurningarnar mjög opnar og svar við þeim væri efni í heila bók eða jafnvel bókaröð. Dæmi um slíkar spurningar eru: Hvað getur þú sagt mér um Panama?Getið þið sagt ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað gerist við kynþroska?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:Hvenær verður venjulegur karlmaður kynþroska?Hversu ungur kemst maður á kynþroskaskeið? Getur maður flýtt kynþroska? Er eitthvað sem hægt er að borða eða gera til að flýta kynþroska? Er hægt að hafa áhrif ...

category-iconLæknisfræði

Geta bólgueyðandi lyf brotið niður vöðva eða hindrað uppbyggingu þeirra?

Nei, bólgueyðandi lyf brjóta hvorki niður vöðva né hindra uppbyggingu þeirra. Þau eru aftur á móti oft notuð við verkjum í vöðvum og við eymslum vegna meiðsla. Spenna getur myndast í vöðvum vegna álags, slysa eða bólgu og vöðvaslakandi lyf geta dregið úr henni. Svonefnt bólgusvar er eitt af varnarviðbrögðum lík...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er lóðarstokkur?

Upphaflega fékk Vísindavefurinn þessa spurningu um lóðarstokk senda með skemmtilegu bréfi sem hljóðar svona:Faðir minn er nýorðinn vistmaður á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Þar er herbergi sem er kallað spjallherbergið. Í þessu herbergi er samsafn af allskonar gömlum hlutum og verkfærum. Eitt af þes...

category-iconJarðvísindi

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það rétt að sálin hafi massa og við léttumst um 21 g eftir dauðann?

Ekki er með öllu ljóst hvaðan hugmyndin um að sálin hafi massa er upprunnin. Því er hins vegar fljótsvarað að sálin, hvernig sem við skilgreinum hana og hvort hún er til í raun og veru, hefur ekki massa í eiginlegum skilningi. Þaðan af síður er hægt að segja að hún hafi ákveðna mælanlega þyngd, eins og 21 g. Mý...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munur á mjólkurfernu og mjólkurhyrnu?

Orðið hyrna er skylt orðinu horn og hefur verið notað í margs konar merkingu, meðal annars um hvassa fjallstinda eins og ýmis örnefni bera vitni um (Skarðshyrna og Lýsuhyrna) og um klúta eða sjöl, einkum þau sem eru þríhyrnd (samanber samsetta orðið þríhyrna) eða brotin í horn. Þegar fyrst var farið að selja mj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?

Uppruni maraþonshlaupsins nær allt aftur til ársins 490 f.Kr. Grikkir áttu þá í stríði við Persa í orrustunni um Maraþon. Þegar sigur Grikkja var í höfn var maður að nafni Þersippos sendur til Aþenu til að segja frá sigrinum. Þegar hann kom á leiðarenda hné hann niður örendur. Meira má lesa um þetta í svari Geirs ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?

Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með. Á egginu til...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar á Íslandi er best að vera til að sjá almyrkva á sólu sem verður 12. ágúst 2026?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að spyrja ykkur að því hvar á Íslandi er best að vera þegar almyrkvinn gengur yfir Ísland 12. ágúst 2026. Mér sýnist hann vera mestur einhverstaðar á Vestfjörðum en sé það ekki nógu vel. Var að vona þið gætuð vitað það og sagt mér það. Gráðurnar sem eru gefnar upp fyrir...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?

Háskólalestin stoppaði á Þórshöfn á Langanesi fjórðu helgina í maí 2015. Í vísindaveislu laugardaginn 23. maí spreyttu Þórshafnarbúar og aðrir gestir sig á ýmsum þrautum og gátum sem Vísindavefurinn lagði fyrir þá. Feðgarnir Mansi og Jarek voru sannkallaðir þrautakóngar vísindaveislunnar á Þórshöfn. Þeir leystu...

Fleiri niðurstöður