Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9410 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað veldur þrumum?

Þrumur koma þegar rafstraumur fer á milli staða í skýjum eða á milli skýja og yfirborðs jarðar, en það nefnist elding. Rafstraumurinn hitar loftið snöggt upp og við það verður sprenging og hljóðbylgja berst í allar áttir. Við köllum hljóðbylgjuna þrumu. Við sjáum eldingarnar eiginlega um leið og þær verða. ...

category-iconHugvísindi

Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann?

Loðvík 14. fæddist 5. september 1638. Hann varð konungur Frakka aðeins fjögurra ára gamall, eða árið 1643, eftir fráfall föður síns Loðvíks 13. Sökum aldurs hafði hann þó sama og engin völd en Mazarin kardínáli stýrði ríkinu fyrir hann allt þar til hann lést árið 1661. Í tíð Loðvíks 14. var Frakkland með öflug...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju eru strútar með svona lítinn heila?

Strúturinn (Struthio camelus) hefur vissulega lítinn heila miðað við okkur mennina. Heilinn í strútum er svipaður og hjá öðrum fuglum en þar sem hann er stærstur allra núlifandi fugla þá er hlutfallsleg stærð heilans miðað við líkamsþyngd frekar lítil. Þetta á reyndar við um margar aðrar fuglategundir. Heili strú...

category-iconHugvísindi

Hvað er japl, jaml og fuður?

Orðin japl og jaml hafa nokkurn veginn sömu merkingu. Þau eru notuð um nöldur, tuð eða eitthvað í þá veru. Fuður merkir hins vegar ‘ráðleysisfum’. Ástæða þess að þau eru oft nefnd saman er að í þekktu kvæði um umrenninginn Jón hrak eftir Stephan G. Stephansson er þetta erindi:Þá kvað einn: ,,Vér úrráð höfum: Út ...

category-iconÞjóðfræði

Er Lagarfljótsormurinn til?

Sagan um Lagarfljótsorminn er rúmlega 650 ára gömul en ormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Þannig má gera ráð fyrir því að ormurinn væri enn eldri hefði hann verið til. Lagarfljótsormsins er fyrst getið í annálum árið 1345. Allar lífverur á jörðinni deyja á endanum en ekkert dýr hefur náð hærri aldri ...

category-iconEfnafræði

Er hvít málning þyngri en svört?

Já, því hvít málning hefur mun hærri eðlismassa en svört málning af sömu gerð. Ástæðan er sú að hvíta litarefnið, sem er títantvíoxíð (TiO2), hefur eðlismassa um 4,0 g/ml en svartur sótlitur sem er mikið notaður í svarta málningu hefur eðlismassa um 1,0 g/ml. Auk þess þarf mun meira af hvíta litarefninu en því sva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?

Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius. Andarkemba (Corythos...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju grænkar grasið á sumrin en verður grárra á veturna?

Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun. Nánar má lesa um græna litinn og ljóstillífun í svari Kesara Anamthawat-Jónsson við spurningunni: Hvers vegna er...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?

Við skulum fyrst athuga hvað ræður hvíta lit snjósins. Snjór er samsettur úr örsmáum ískristöllum. Þeir endurspegla með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. En endurkastið ræður einmitt lit snjósins. Snjórinn verður þannig hvítur vegna þess að hvíta ljósið er blanda af öllum litum litrófsins. Myndi sn...

category-iconHugvísindi

Hvers konar gyðja var Hera og merkir nafn hennar eitthvað sérstakt?

Hera var ein af Ólympsguðunum tólf í grískri goðafræði. Hún var kona Seifs og jafnframt systir hans. Hera var verndari hjónabands og kvenna. Með Seifi átti hún tvo syni og tvær dætur: stríðsguðinn Ares og smíðaguðinn Hefæstos, fæðingargyðjuna Eileiþýju og æskugyðjuna Hebu. Hún lagði fæð á og ofsótti jafnvel hjákon...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er þversumma?

Ef við tökum einhverja náttúrlega tölu, það er jákvæða heiltölu eins og 6, 16, 306 eða 1498, þá getum við lagt saman tölustafi hennar. Útkoman fyrir tölurnar hér að ofan er 6: 6, 16: 1 + 6 = 7, 306: 3 + 0 + 6 = 9 og 1498: 1 + 4 + 9 + 8 = 22 Þetta eru þversummur talnanna. Hið sama má auðvitað gera fyrir hvaða ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Höfðu risaeðlur hamskipti, eins og snákar og eðlur í dag?

Hamskipti (e. moulting) nefnist það þegar dýr kasta af sér ysta lagi húðar. Slíkt er mjög algengt meðal dýra en tekur á sig mismunandi myndir. Fuglar fella fjaðrir, spendýr fara úr hárum, til dæmis kettir og hundar á vorin og haustin, og eðlur og snákar losa sig við ysta lag skinnsins. Hamskipti hjá snákum eru...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru öldrunarsjúkdómar?

Með hugtakinu öldrunarsjúkdómar er átt við sjúkdóma sem fyrst og fremst gera vart við sig á efstu árum og leiða til andlegrar eða líkamlegrar hrörnunar. Annað hugtak sem vert er að gefa gaum í þessu sambandi er aldurstengdar breytingar. Þá er átt við að allir vefir líkamans sýna einhvers konar breytingar sem te...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp fótboltann?

Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um ofvita?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Getið þið sagt mér eitthvað um ofvita (e. savant) og komið með dæmi um nokkra slíka í heiminum? Merking orðsins „ofviti" í íslensku er ekkert alltof vel afmörkuð. Oftast er það þó notað um fólk sem býr yfir óvenju mikilli og áberandi þekkingu, yfirleitt á einhverjum tilte...

Fleiri niðurstöður