Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7659 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?
Spurningin hljóðar svona í heild sinni: Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa ...
Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?
Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni: Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja. Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar ...
Hvað er valkreppa?
Orðið valkreppa á við kreppu með tilliti til valkosta. Orðið kreppa á almennt við um einhvers konar þröng eða erfiðleika og þar með er sá í valkreppu sem stendur frammi fyrir erfiðu vali. Þarna er yfirleitt átt við að þeir valkostir sem bjóðast eru jafnálitlegir og af þeim sökum erfitt að gera upp á milli þeirra. ...
Hvað heitir gjaldmiðill Armeníu?
Gjaldmiðill Armeníu nefnist dram. Eitt dram kostar um 15 íslenska aura þegar þetta er ritað (14.5.03) 100 dram frá Armeníu. Armenía var fyrr á öldum mun stærra land en hlutar þess tilheyra nú nágrannalöndunum. Armenía var hluti Rússlands frá 1828, lýsti yfir sjálfstæði 1918 en landið var síðan hernumið af T...
Eru allir tannhvalir ránhvalir?
Allir tannhvalir eru ránhvalir í þeim skilningi að þeir éta einvörðungu önnur dýr en ekki sviflæga þörunga eða þang. Tannhvalir (Odontoceti) eru einn af þremur undirflokkum hvala (einn undirflokkurinn er útdauður) og tilheyra langflestar hvalategundir þessum undirflokki, alls 69 af 81 tegund núlifandi hvala eða 85...
Hver er Kerberos og hvernig lítur hann út?
Kerberos var hundur Hadesar sem var undirheimaguð í grískum goðsögum og ríkti í Hadesarheimi. Kerberos gætti undirheima, varnaði lifandi mönnum inngöngu og hinum látnu útgöngu. Gríska skáldið Hesíod (8. öld f. Kr.) segir að Kerberos hafi verið með 50 höfuð en gríska leikritaskáldið Sófókles (4. öld f. Kr.) lýs...
Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?
Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...
Er ýsan hrææta?
Svarið við þessari spurningu er nei, ýsan (Melanogrammus aeglefinus, e. haddock) er ekki hrææta heldur lifir hún aðallega á botndýrum meginhluta lífs síns. Ýsa (Melanogrammus aeglefinus) Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var á vegum Hafrannsóknastofnunar á fyrri hluta 9. áratugar síðustu aldar. Rannsökuð var ...
Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?
Upphafleg spurning var á þessa leið:Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"? Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þj...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi? Hvenær sést hann næst frá Íslandi?
Samkvæmt vefsetri NASA um sólmyrkva verður næsti sólmyrkvi sunnudaginn 23. nóvember 2003 og hann er almyrkvi. Hann verður sýnilegur á hluta af suðurhveli jarðar. Almyrkvinn mun fyrst sjást á Indlandshafi en hann færist síðan yfir Suðurskautslandið, Ástralíu, Nýja-Sjáland og syðsta hluta Argentínu og Chile. Hér s...
Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?
Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...
Hversu mörg hreindýr lifa á Íslandi og hversu mörg þeirra eru villt?
Skarphéðin Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands hefur fjallað um hreindýratalningar í svari hér á Vísindavefnum, en slíkar talningar eru grundvöllur þess að hægt sé að meta stofnstærð hreindýra. Þar segir meðal annars:Í stuttu máli fara hreindýratalningar þannig fram í dag að í júlí er flogið yfir Snæfellsöræfi,...
Hvar hafa rúnasteinar helst fundist?
Eins og fram kemur í Íslensku alfræðiorðabókinni hafa um 3000 rúnasteinar fundist á Norðurlöndunum, þar af 2000 í Svíþjóð. Flestir rúnasteinar hafa þess vegna fundist í Svíþjóð. Elstu rúnasteinarnir voru reistir í Noregi og Svíþjóð á þjóðflutningstímanum. Lengsta áletrunin sem fundist hefur er um 170 orð en han...
Af hverju eru gíraffar með doppur?
Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti gíraffans heldur hefur það mótast fyrir tilstilli þróunar. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum? Útlit gíraffans gagnast honum vel þegar hann leitar að fæðu á hitabe...
Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?
Ingólfur Arnarson er talinn vera fyrsti landnámsmaðurinn í þeirri merkingu að hann er fyrsti maðurinn sem hóf hér skipulega og varanlega búsetu. Heimildir um landnámsmanninn Ingólf er meðal annars að finna í Landnámu og Íslendingabók. Um heimildargildi Landnámu er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hvert...