Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7928 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?

Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology. Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju brennir maður sig stundum á marglyttum?

Á yfirborði marglyttna eru sérhæfðar frumur sem nefnast brennifrumur eða stingfrumur (cnidocytes). Eins og myndin sýnir eru þær nokkurs konar hylki utan um frumulíffæri sem á latínu nefnist cnidae. Inni í þessu tiltekna líffæri er svokallað stinghylki (nematocyst) og þegar fruman er látin óáreitt er það samanv...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er salt í sjónum en ekki í vatninu sem við drekkum?

Þessu er að miklu leyti svarað í texta Sigurðar Steinþórssonar um spurninguna Hvers vegna er sjórinn saltur? og í öðrum svörum sem lesendur geta kallað fram með því að setja efnisorðið salt inn í leitarvél okkar. Vatnið sem við drekkum er yfirleitt komið úr einhvers konar brunnum. Það er í aðalatriðum regnvatn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?

Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Telja einhverjir vísindamenn að til sé dýr sem er mörgum sinnum stærra en steypireyður?

Stærsta dýr jarðar er steypireyður (Balaenoptera musculus). Steypireyður getur orðið 150 tonn að þyngd og náð rúmlega 30 metra lengd. Það eru nær engar líkur á því að vísindamenn uppgötvi skyndilega nýja dýrategund á jörðinni sem er stærri en þessi risavaxni skíðishvalur. Ýmis rök styðja þá fullyrðingu. Í fyr...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?

Undirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans. Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til eitraðir kolkrabbar við Ísland?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað eru margar tegundir kolkrabba hér við Ísland og hversu stórir geta þeir orðið. Eru einhverjir þeirra eitraðir?Sennilegt er að tvær tegundir kolkrabba lifi við Ísland. Önnur tegundin nefnist á ensku ‘lesser octopus’ eða ‘curled octopus’ (Eledone cirrhosa) en hina hefur ...

category-iconVísindavefur

Hver fann upp dósaopnarann?

Dósaopnarinn var fundinn upp mörgum árum seinna en dósin sjálf. Breskur kaupmaður að nafni Peter Durand, fann upp dósina árið 1810. Þá var málmurinn í dósinni svo þykkur að helst þurfti hamar og meitil til að opna hana. Dósin þynntist með árunum og þá var hægt að opna hana á þægilegri hátt. Árið 1858 fékk Banda...

category-iconLæknisfræði

Af hverju er hættulegra fyrir sykursjúka að reykja en annað fólk?

Fyrst skal nefna að enginn ætti að reykja, óháð því hvort viðkomandi hefur sykursýki eða ekki. En reykingar eru sérlega áhættusamar þegar um sykursjúka er að ræða. Níu af hverjum tíu einstaklingum með sykursýki hafa sykursýki af tegund 2 sem einkennist af hækkun á blóðsykri. Orðtakið „sjaldan er ein báran stök...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margir kondórar í heiminum?

Tvær tegundir kondóra eru þekktar í heiminum, þær er að finna í Suður- og Norður-Ameríku. Um er að ræða kaliforníukondórinn (Gymnogyps californianus) og andeskondórinn (Vultur gryphus) en hann er sérlega stór, með 3,5 metra vænghaf og 12 kg að þyngd. Báðar þessar tegundir eru í mikilli útrýmingarhættu. Kaliforn...

category-iconLögfræði

Má ég syngja inn á geisladisk lög eftir aðra og selja innan fjölskyldunnar?

Á Íslandi gilda tiltölulega skýr og nákvæm höfundalög. Þar má finna upplýsingar um þá vernd sem höfundar hinna ýmsu verka, eins og bókmennta, kvikmynda og tónlistar njóta. Ein af skýrustu reglunum er að finna í 46. grein þar sem segir orðrétt: Óheimil er eftirgerð og hvers kyns dreifing til almennings á myndritum ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað eru fet og tommur langar? En hvað er pund þungt?

Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er danskt fet margir sentímetrar? er bresk-bandarískt tomma 2,54 cm. Þar kemur einnig fram að í feti séu tólf tommur og er það því 30,5 cm. Pundið er um 0,45 kg. Hér er síða þar sem auðveldlega má breyta milli ýmissa eininga, til dæmis kí...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?

Spurningin hljóðar svona í heild sinni: Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa ...

category-iconLandafræði

Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?

Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni: Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja. Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar ...

category-iconHeimspeki

Hvað er valkreppa?

Orðið valkreppa á við kreppu með tilliti til valkosta. Orðið kreppa á almennt við um einhvers konar þröng eða erfiðleika og þar með er sá í valkreppu sem stendur frammi fyrir erfiðu vali. Þarna er yfirleitt átt við að þeir valkostir sem bjóðast eru jafnálitlegir og af þeim sökum erfitt að gera upp á milli þeirra. ...

Fleiri niðurstöður