Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1036 svör fundust

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er geispi smitandi?

Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...

category-iconFöstudagssvar

Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?

Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?

Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er einn rúmkílómetri af lofti þungur?

Vísindamenn gera greinarmun á þyngd og massa og um muninn má lesa í svari við spurningunni Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Í stuttu máli má segja að massi er innbyggður eiginleiki hlutar sem mældur er í kílóum (kg) en þyngd er kraftur sem verkar á hlutinn og er hún mæld í einingum sem kallast Newton (N). ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?

Þýði er samansafn eða mengi allra einstaklinga eða staka með tiltekna eiginleika. Í rannsóknum er þetta sá hópur sem ætlunin er að draga einhverja ályktun um. Í rannsókn á menntamálum á Íslandi gæti því þýðið til dæmis verið „öll íslensk grunnskólabörn“. Sömuleiðis gæti þýðið í vistfræðirannsókn verið „allt mólend...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?

Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðhe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers eru tárin?

Við hugsum kannski aðallega um tár í tengslum við grát en tár koma við sögu á hverju augnabliki í orðsins fyllstu merkingu eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru stírur sem myndast í augnkrókum og hvaða hlutverki gegna þær? Þar segir meðal annars: Tárakirtlar eru undir húðinni yst á efri augnlokum. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvenær byrja ungbörn að tárast?

Nýburar tárast ekki. Ástæðan er sú að táragöng þeirra eru ekki fullmynduð. Þegar börn eru um það bil mánaðar gömul hafa táragöngin náð fullum þroska og þá koma tár þegar þau gráta. Grátur er eina leið ungbarna til að tjá tilfinningar sínar en honum fylgja þó ekki alltaf tár þótt táragöngin hafi náð fullum þrosk...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?

'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkoman...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er hryggskekkja og hvað veldur henni?

Hryggskekkja er óeðlileg hliðarsveigja, ein eða tvær, á hryggnum. Ef sveigjan er aðeins ein verður hryggurinn C-laga en S-laga ef þær eru tvær. Talið er að um 2% manna hafi hryggskekkju. Algengast er að hryggskekkja komi fram snemma á barns- eða unglingsaldri og er hún algengari hjá stelpum en strákum. Hún er ættl...

category-iconVísindi almennt

Hvernig er best að ná grasgrænu úr fötum?

Það er bagalegt að fá fitubletti í uppáhaldsflíkina sína, sulla rauðvíni eða appelsíni í borðdúkinn frá ömmu, koma að litla tveggja ára krílinu sem búið er að maka sultu og súkkulaði yfir sparikjólinn eða grípa átta ára guttann með grasgræn hné á nýju íþróttabuxunum. Þá er gott að vita af því að á vef Leiðbeining...

category-iconTrúarbrögð

Er leyfilegt að dreifa ösku látinna einstaklinga hvar sem er?

Núgildandi lög nr. 36/1993 með síðari breytingum heimila að ösku látinna manna sé dreift yfir öræfi og sjó með leyfi sýslumannsins á Norðurlandi eystra[1]. Þar segir enn fremur: Óheimilt er að dreifa ösku á fleiri en einn stað sem og að merkja dreifingarstað. Sömuleiðis er óheimilt að geyma duftker fram að ráðs...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir heiti fjallsins Baulu í Borgarfirði?

Upprunalega Spurningin hljóðaði svona: Mér leikur forvitni á að vita hver er merking nafnsins á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Örnefnið Baula er til á nokkrum stöðum í landinu: Baula í Borgarfirði, keilulaga fjall úr líparíti. Af því dregur orðið baulusteinn (= líparít) nafn sitt. Sker í Rifgirðingum ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hverjar eru batahorfur og meðferð við Crohns-sjúkdómi?

Crohns-sjúkdómur hrjáir bæði kynin og gerir oftast fyrst vart við sig á aldrinum 14 til 24 ára. Tveir langvinnir bólgusjúkdómar í þörmum, Crohns-sjúkdómur og sáraristilbólga (ulcerative colitis), eru um margt líkir en sáraristilbólga byrjar oft ekki fyrr en eftir miðjan aldur. Crohns-sjúkdómur virðist fylgja v...

Fleiri niðurstöður