Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2988 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvernig get ég sannfært sjálfan mig svo vel um að ég sé ekki til að ég geti sýnt öðrum fram á það?

Eins og frægt er orðið færði franski stærðfræðingurinn og heimspekingurinn René Descartes (1596-1650) rök fyrir því, í Hugleiðingum um frumspeki, að hvað sem öðru liði gæti hann ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu að hann sjálfur væri til:En ég hef sannfært sjálfan mig um að ekkert sé til í heiminum: enginn ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er genaklónun, hvernig fer hún fram og í hvaða tilgangi?

Með genaklónun eða einræktun gena er átt við það þegar gen eru einangruð, flutt inn í genaferjur og látin margfaldast með þeim í lifandi frumum. Genaferjurnar eru oftast nær annað hvort veirur eða litlar hringlaga DNA-sameindir, svonefnd plasmíð, sem fjölga sér óháð litningi hýsilfrumunnar. Fyrstu tilraunir með...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er skilgreiningin á parodíu?

Orðið parodía er komið úr grísku og merkir bókstaflega 'hliðarsöngur'. Það er yfirleitt notað um eftirlíkingar á alvarlegum skáldverkum þar sem fyrirmyndin er skopstæld. Íslenska orðið skopstæling nær bæði yfir parodíu og hugtakið travestíu en það er dregið af ítalska orðinu travestire sem merkir að 'dulbúa'. E...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Skilja kindur hver aðra?

Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver þjóðtrú tengd steindepli?

Í íslenskri þjóðtrú er að nokkru minnst á steindepilinn. Jón Guðmundsson lærði (1574-1658) kann að vísu ekkert frá honum að segja (í ritinu um Íslands aðskiljanlegar náttúrur) annað en að flokka hann sem ,,meingaðan" fugl. Eggert Ólafsson nefnir í Ferðabók sinni (1772) að það sé algeng trú að ef ær eða kýr stíga n...

category-iconLögfræði

Hvað er fullveldi?

Fullveldi er oftast notað yfir stjórnskipulegt sjálfstæði – með öðrum orðum það að vald til að taka ákvarðanir sé hjá innlendum stofnunum og aðilum sem sæki valdið ekkert annað. Þetta er líka hægt að orða þannig að fullvalda ríki fari með æðsta vald í öllum málum á yfirráðasvæði sínu og sæki það ekki til neins an...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kallast matarlím húsblas?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er minnsta mælieiningin?

Minnsta mælieiningin er ekki til svo að okkur sé kunnugt, frekar en minnsta stærðin. Flestir vita hvernig við skiptum metranum í sentímetra og millímetra en millímetrinn er þúsundasti partur úr metra. Míkrómetrinn, sem táknaður er með µm, er síðan milljónasti hluti metrans og nanómetrinn, nm, er milljarðasti partu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er léttasta spendýr í heimi?

Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Hún er aðeins um 2 g að þyngd og 29-33 mm á lengd frá trýni að afturenda. Lesa má meira um þessa agnarlitlu leðurblöku í...

category-iconHugvísindi

Hver er uppruni orðsins dauðafæri sem til dæmis er notað í fótbolta?

Orðið dauðafæri virðist upphaflega notað í tengslum við veiðar og er merkingin þá ‘stutt en næsta öruggt skotfæri’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er frá 1899. Er þá átt við að skepnan eigi sér varla undankomu auðið, skotmanninum eigi að vera auðvelt að hæfa hana og drepa. Dauðafæri. Síðar fær orðið víðari ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera krunk þegar maður er blankur?

Í Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál frá 1982 er lýsingarorðið krunk fletta og merkingin sögð ‘peningalaus, blankur, krúkk’. Ekki er vísað til uppruna orðsins. Lýsingarorðið krúkk, sem vísað var til, er einnig fletta í slangurbókinni. Það er sagt tökuorð úr dönsku kruk í merkingunni ‘pening...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvað þýðir lex?

Spyrjandi segist hafa heyrt að heyrt að lex þýði 'konungur' á latínu eða grísku. Þar hefur einn bókstafur skolast til. Latneska orðið lex þýðir upphaflega 'samningur' en síðan 'lög, regla, fyrirmæli, forskrift'. Eignarfallið af lex er legis og þar sjáum við að orðið er samstofna við sögnina lego / legere í mer...

category-iconVísindavefur

Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?

Spyrjandi vísar til þess að við höfðum í byrjun sérstakan tengil sem gerði gestum okkar kleift að lesa allar spurningar sem höfðu komið inn og voru í vinnslu. Þetta var vinsælt á fyrstu mánuðum vefsins meðan svör voru fá. Nú eru hins vegar svörin að nálgast þúsund. Lesandi sem vill kynna sér sérstaklega um hvað fó...

category-iconJarðvísindi

Er til eitthvert viðurkennt íslenskt orð um steinaríkið sambærilegt við orðin flóra og fána?

Svarið er nei; slíkt orð mun ekki vera til. Raunar er jurta- og dýraríkið ekki nákvæmlega sama og flóra og fána, því síðarnefndu orðin merkja jurta- eða dýrasamfélag sem einkenna tiltekið svæði eða jarðsögutímabil (til dæmis tertíera flóran eða fuglafána Mývatnssveitar), ekki jurta- og dýraríkið á breiðum grundvel...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir guð „Guð”?

Orðið guð er náskylt orðinu goð 'guð heiðinna manna' og er eiginlega tvímynd þess orðs orðin til við a-hljóðvarp. Goð er hvorugkyns og var það einnig í fornu máli en orðið guð breytti um kyn og fékk annað hlutverk við kristnitöku. Sama orð er notað í öðrum Norðurlandamálum, í færeysku Gud, í norsku, sænsku, dö...

Fleiri niðurstöður