Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1046 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Sé bil á milli róteindar og rafeindar, er þá ekki fræðilegur möguleiki að tveir einstaklingar fari í gegn þegar þeir hlaupa hvor á annan?

Hér er væntanlega vísað til þess að massi atóms er nær allur í kjarna þess, en hann er aðeins mjög lítill hluti af stærð þess. Því finnst okkur við fyrstu sýn að atómin séu næstum tóm (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?) og þau ættu að geta runn...

category-iconLögfræði

Hvernig eru vímuefni skilgreind samkvæmt lögum? Gæti verið að efni sem eru lögleg í dag, yrðu bönnuð ef þau væru að koma fyrst á markað núna?

Eiturlyf hafa verið til frá alda öðli en á undanförnum áratugum hafa sterkari, og jafnvel mannskæð efni verið þróuð og hefur það kallað á hertari löggjöf um fíkniefni almennt. Á Íslandi er skýr og skilmerkileg löggjöf varðandi eiturlyf. Í lögum númer 65/1974 um ávana- og fíkniefni er í 2. grein tekið fram að v...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?

Slöngur eru af ætt skriðdýra (reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en eru flokkaðar í undirættbálkinn serpenta en eðlur tilheyra undirættbálknum sauria. Í þróuninni töpuðu slöngur útlimum og öðru lunganu og augnalok hafa þær einnig misst. Elstu steingerðu leifar slangna eru frá síðari hluta krítartímabil...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað heitir hesturinn hennar Línu Langsokks?

Þessi spurning setti ritstjórnina í mikinn vanda. Starfsmenn ritstjórnar mundu ekki í fljótu bragði hvað hestgarmurinn hét en hölluðust helst að því að hann hlyti að heita eitthvað fyrst apinn hennar Línu hefur nafn. En eins og Línuaðdáendur muna heitir apinn hennar Línu Herr Nilsson á frummálinu, sænsku, en Herra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað vitið þið um Tibetan Spaniel hundinn?

Hundar af ræktunarafbrigðinu Tibetan Spaniel eru á bilinu rúmlega 4 til 7,5 kíló að þyngd og um 25 cm á hæð yfir herðakambinn. Þeir eru ákaflega kviklyndir og gæddir sæmilegum gáfum. Eins og nafnið gefur til kynna þá voru þessir hundar fyrst ræktaðir í Tíbet í Mið-Asíu og má rekja uppruna þeirra 2 þúsund ár af...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt?

Íslenski hesturinn er ekki eini hesturinn í heiminum sem hefur tölt. Haustið 1998 for undirritaður ásamt Bjarna Eiríki Sigurðssyni til Nordnorsk Hestesenter í Troms með það í hugað að prófa hvort tölt fyndist í norðurnorska hestinum (Nordland/Lyngen hest). Í Troms prófaði Bjarni níu norðurnorsk hross til að vi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta jagúar, hlébarði og púma út? Hver er munurinn á þessum kattartegundum? Talsverður munur er á jagúar, hlébarða og púmu (fjallaljóni) en þó er nokkuð algengt að fólk rugli saman fyrstu tveimur tegundunum enda eru þau um margt lík við fyrstu sýn. Púman sker sig hins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?

Dýralíf í Mið-Austurlöndum má muna sinn fífil fegurri enda hafa þurrkar og uppblástur leikið svæðið grátt, auk þess sem rányrkja mannsins hefur verið stunduð þar í þúsundir ára. Þegar heimildir um dýralíf á tímum Krists eru lesnar sést hversu miklar breytingar hafa orðið á dýralífi Mið-Austulanda fram til okkar da...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju stökkbreytist allt?

Stökkbreytingar í erfðaefni einstakra lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Sumar verða til dæmis þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum, en aðrar verða í frumum án þess að neitt sérstakt sé um að vera, til dæmis fyrir áhrif ytri geislunar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?

Það fer eftir aðstæðum hversu langt geitungar fara frá búum sínum í leit að fæðu. Til dæmis skiptir máli hversu stutt er í fæðuna. Samkvæmt reynslu erlendis frá geta geitungar farið allt að 500 metra frá búinu í fæðuleit. Ef sést til geitunga og leita á að búinu getur leitarsvæðið því verið nokkuð stórt. Það eru ...

category-iconOrkumál

Hvernig fáum við rafmagn á Íslandi?

Það rafmagn sem notað er á Íslandi er nánast allt framleitt úr endurnýjanlegum orkugjöfum ólíkt því sem gerist hjá mjög mörgum öðrum þjóðum sem fá meirihluta raforku sinnar úr brennanlegu eldsneyti. Rafvæðing Íslands hófst í byrjun 20. aldar þegar menn fóru að virkja bæjarlæki og önnur slík fallvötn. Það var s...

category-iconEfnafræði

Af hverju fylgja litlar kísilkúlur í hvítum pokum oft með hlutum eins og til dæmis kíkjum?

Hvítu kúlurnar eru rakadræg efni sem hindra rakamyndun í nálægu rými. Slík þurrkefni eru oft sett í umbúðir með tækjum og hlutum sem eru viðkvæm fyrir raka, til dæmis nákvæmum mælitækjum eða tólum sem vatn gæti tært. Stundum eru efni af þessu tagi sett í ílát með matvælum. Raki er þar óæskilegur því hann skapar sk...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?

Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu. Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia). Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru garðfuglar?

Garðfuglar eru einfaldlega fuglar sem finnast að staðaldri í görðum. Hér á landi eru fjórar fuglategundir algengastar í görðum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru skógarþröstur (Turdus iliacus), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis), stari (Sturnus vulgaris) og auðnutittlingur (Carduelis flammea). Auðnutittlingar og ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru gusthlaup?

Í eldgosum geta myndast svonefnd gjóskuhlaup. Þá rennur brennandi heit gjóska niður hlíðar eldfjallsins á miklum hraða í stað þess að rjúka upp í loftið. Gjóskuhlaup verða þegar kvika sem kemur upp í eldgosum sundrast. Gös í kvikunni og utanaðkomandi kæling vegna vatns valda sundrunni. Ef gosmökkur frá eldstöð ...

Fleiri niðurstöður