Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7928 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Getur hvönn valdið uppblæstri?

Hér á landi eru þrjár tegundir kenndar við hvönn, sæhvönn, geithvönn og ætihvönn. Hin síðastnefnda er langútbreiddust og væntanlega er átt við hana í spurningunni. Ætihvönn er í hópi þeirra tegunda íslensku flórunnar sem áreiðanlega hafa verið útbreiddari fyrir landnám en þær eru nú. Hún er sauðkindinni sérstak...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margir Síberíu-tígrar eru lifandi núna og á hverju lifa þeir?

Síberíska tígrisdýrið (Panthera tigris altaica) er stærsta og öflugasta núlifandi kattardýrið. Fullvaxið karldýr getur náð allt að 350 kg þyngd og 4 metra lengd frá snoppu að rófuenda. Núverandi útbreiðslusvæði Síberíutígursins er aðallega bundið við austasta hluta hins víðlenda Rússlands, nánar tiltekið í Ussuri,...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er stærsta flugvél í heiminum?

Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp rennilásinn og hvernig verkar hann?

Árið 1891 fann Whitcomp L. Judson upp fyrstu gerðina af rennilás og var hann kallaður Clasp locker. En árið 1913 fann Gideon Sundback hins vegar upp rennilásinn eins og við þekkjum hann og fékk á honum einkaleyfi 1917. Hann var kallaður separable fastener. Seinna ákvað fyrirtækið Goodrich Co. að prófa rennilásinn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur blettatígur haldið hámarkshraða lengi?

Blettatígurinn (Acinonyx jubatus) er sprettharðasta landspendýr heims. Á stuttum sprettum getur hann náð yfir 100 km hraða á klst. Þess má geta til samanburðar að bestu hundrað metra hlauparar meðal manna fara þá vegalengd á 10 sekúndum sem samsvarar 36 km á klst. Við mundum því ekki komast langt á hlaupum und...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er vetni svona eldfimt?

Vetnisgas er lofttegund sem gerð er úr léttasta frumefninu, vetni[1], sem hefur einkennisbókstafinn H samkvæmt táknmáli efnafræðinnar. Vetnisgasið samanstendur af sameindum og í hverri þeirra eru tvær vetnisfrumeindir. Sameindirnar eru táknaðar sem H2. Sameindir vetnisgassins geta gengið í efnasamband við súrefni ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig vita menn að flugur sjá allt í bláu?

Okkur er ekki kunnugt um að skordýr sjái allt í bláu. Þekkt er þvert á móti að litasjón kemur fyrir hjá skordýrum í flestum ættbálkum enda kemur hún sér vel fyrir þau. Almennt hafa skordýr þó betri næmni fyrir bláa hluta litrófsins og nær sjónsvið þeirra í sumum tilfellum yfir í útfjólublátt. Þannig sjá þau útfjól...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Sofa skordýr? Ef svo er hversu marga klukkutíma á sólarhring?

Lengi vel var talið að svefninn einskorðaðist við spendýr og fugla, en nýlegar rannsóknir á þessu fyrirbæri benda til að svefn sé mun almennari í dýraríkinu en áður hefur verið talið. Svefnrannsóknir hafa verið stundaðar á hinum ýmsu hópum dýra með því að fylgjast með heilabylgjum þeirra. Hins vegar er það hæg...

category-iconLögfræði

Hví gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina?

Það gilda sérstök lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna til viðbótar við vinnulöggjöfina vegna þess að opinberir starfsmenn höfðu lengst af þá sérstöðu á íslenskum vinnumarkaði að þeir höfðu ekki verkfallsrétt. Með lögum nr. 33/1915 var opinberum starfsmönnum óheimilt að fara í verkfall. Árið 1976 voru sí...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær var seinasti leiðangurinn farinn til rannsókna á Mars?

Rússar (Sovétmenn) gerðu fyrstu tilraunir til að senda geimför til Mars á árunum 1960-1962, en þær mistókust allar. Fyrsta könnunarferð þangað, sem heppnaðist eins og til var ætlast, var farin árið 1964 er bandaríska geimfarið Mariner 4 flaug framhjá hnettinum og náði 20 ljósmyndum af litlum hluta yfirborðsins. Ma...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Axlar-Björn?

Axlar-Björn er þekktasti raðmorðingi Íslandssögunnar, kenndur við bæinn Öxl í grennd við Búðir á Snæfellsnesi. Um hann skráði séra Sveinn Níelsson langa frásögn "eptir gömlum manni og greindum, innlendum", og er hún uppistaðan í þætti sem Jón Árnason tók saman um Axlar-Björn í Íslenskum þjóðsögum. Djöfullegt e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu?

Þessari spurningu er erfitt að svara því að þekking okkar á hugsun og tilfinningalífi dýra er takmörkuð. Þó vita þau okkar sem hafa umgengist dýr að mörg þeirra geta leikið sér og haft af því gaman. Hver hefur til dæmis ekki séð hrafna sýna loftfimleika í háloftunum, kisur sem eltast við garnhnykla og hunda sem hl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hve mikið rigningarvatn kæmi á ári að meðaltali af hallandi þaki sem er 100 fm?

Þegar sagt er til dæmis að úrkoma á tilteknum stað hafi mælst 10 mm á tilteknum tíma er átt við að hún hefði myndað 10 mm eða 1 cm þykkt vatnslag ef hún mundi staðnæmast til dæmis í polli eða keri með sléttum, láréttum botni. Rigning sem félli inn í lóðrétt rör sem hefði alls staðar sama þverskurðarflatarmál mundi...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er munurinn á dúr og moll?

Tónstigar í hefðbundinni vestrænni tónlist eru búnir til úr sjö ólíkum tónum sem ná þó yfir áttund, því einn tónn er tvítekinn í tónstiga; alltaf er endað á sama tóni og tónstiginn hófst á. Tónarnir sjö eru valdir úr krómatískri röð tólf tóna, eða þrettán allt í allt, sé fyrsti tónninn tvítekinn. Ef við miðum útfr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er "catnip" (kattarminta)?

Catnip eða kattarminta er jurt (l.Nepera cataria) með mintuangan sem kettir eru sólgnir í. Efni í kattarmintunni sem kallast nepetalactone örvar kettina þannig að eldri og virðulegir hefðarkettir fara að haga sér eins og þeir væru ungir á ný stökkva um og leika sér. Ef kettir komast í tæri við kattarmintuna byrja ...

Fleiri niðurstöður