Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 438 svör fundust
Hvers vegna sýður egg fyrr í söltu vatni en venjulegu kranavatni?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tekur það skemmri tíma fyrir egg að sjóða í sjó en í hreinu vatni? Hvað gerir seltan? Uppleyst salt í vatni breytir ýmsum eiginleikum vatnsins, til dæmis bæði suðumarki og frostmarki þess en einnig eðlisvarma vatnsins. Eðlisvarmi (e. specific heat) efnis segir til ...
Á hvaða tungumáli hugsa þeir sem tala táknmál?
Margir kannast eflaust við að hafa verið spurðir að því á hvaða tungumáli þeir hugsi og oftar en ekki nefna menn þá móðurmálið. En er það rétt? Heimspekingar og sálfræðingar hafa viðurkennt að hugsun geti verið óháð tungumálinu og að hún geti til að mynda verið sjónræn. Tvítyngdur einstaklingur getur til dæmis ...
Hvaða tungumál eru töluð á Spáni?
Á Spáni eru fjögur opinber tungumál. Þau eru kastilíska (sem alla jafna er nefnd spænska), galisíska, baskneska og katalónska. Spænska er töluð í öllum héruðum landsins, en galisíska í Galisíu, baskneska í Baskalandi og katalónska í Katalóníu. Í þeim héruðum er spænska einnig opinbert mál og hún er það tungumál se...
Eru öll íslensk orð sem byrja á bókstafnum p tökuorð?
Íslenska er eitt germanskra mála, nánar tiltekið norðurgermanskt mál eins og danska, færeyska, norska og sænska. Í germönskum málum varð sú hljóðbreyting að indóevrópsk lokhljóð urðu að órödduðum önghljóðum og er eitt það mikilvægasta einkennið, sem skilur germanska málaflokkinn frá öðrum innan indóevrópsku málafj...
Af hverju er ekki skráð í stjórnarskrá Íslands að íslenska sé opinbert tungumál landsins?
Einfaldasta skýringin á þessu er að Alþingi, og væntanlega einnig almenningi, hefur ekki þótt nægilega rík ástæða til þess að binda það í stjórnarskrá að íslenska sé opinbert tungumál lýðveldisins. Þetta kann að vera að breytast, til að mynda með tilkomu Internetsins, nýrri máltækni í stafrænum heimi og auknum ...
Hver bjó til tungumálið?
Tungumál er nokkuð sem orðið hefur til á löngum tíma en ekki uppfinning sem hægt er að rekja til einnar manneskju. Yfirleitt er gert ráð fyrir að fyrstu orðin sem mynduðust hafi verið hljóðlíkingar, menn hafi verið að líkja eftir einhverjum hljóðum úr náttúrunni. Síðan hafi þessi hljóð þróast nánar og orðið grunnu...
Hvað er stuðningsfjölskylda eða stuðningsaðili?
Samkvæmt 26. grein reglugerðar nr. 652/2004 er stuðningsfjölskylda aðili sem barnaverndarnefnd fær til þess að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili. Þetta er meðal annars gert í því skyni að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum ...
Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...
Hvernig myndast föll í tungumálum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig myndast föll í tungumálum? Er einhver sem býr þau hreinlega til og aðrir herma eftir, eða gerist þetta einhvern veginn öðruvísi? Spurningin er áhugaverð en afar erfitt er að svara henni. Tungumálaættir eru margar og ólíkar og tungumál misjafnlega upp byggð. ...
Hver er merking og uppruni orðsins "hósanna"?
Orðið hósanna, einnig skrifað hósíanna er lofgerðarhróp guði til dýrðar. Það má til dæmis sjá í 11. kafla Markúsarguðspjalls í versi 9 og 10:Þeir sem á undan fóru og eftir fylgdu hrópuðu: „Hósanna. Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Blessað sé hið komandi ríki föður vors Davíðs! Hósanna í hæstum hæðum!S...
Hvernig læra börn að nota tungumálið?
Máltaka barna er flókið fyrirbæri en til einföldunar má segja að börn læri að nota tungumálið með því að kenna sér það sjálf! Sigríður Sigurjónsdóttir hefur þetta að segja um máltökuna í svari við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?Börn læra ekki málið með því að endurtaka eins og páfagaukar það sem ful...
Hver bjó til tungumálið íslensku?
Okkur er tamt að hugsa okkur að ýmsir hlutir eða fyrirbæri séu verk einhvers eins aðila þegar hitt er kannski nær sanni að margir hafi komið við sögu. Við fáum margar spurningar á Vísindavefinn sem snúast um þetta. Tungumálið er ágætt dæmi. Það liggur eiginlega í eðli tungumálsins að það getur ekki verið sköp...
Hverjir eru Gyðingar og hver er sérstaða þeirra?
Þegar við tölum um Gyðinga er sennilega bæði átt við trúarbrögð þeirra og tungumál. Gyðingar hafa nefnilega ekki verið sérstakur „kynþáttur” síðan einhvern tíma langt aftur í fornöld. Þeir Gyðingar sem mestu hafa ráðið í Ísrael eru almennt upprunnir frá Austur-Evrópu og eru líffræðilega skyldastir íbúunum þar. Mar...
Er Satan til?
Ekki í þeirri persónulegu mynd sem við þekkjum hann úr teiknimyndum eða rómantískum bókmenntum, nei. Sem persónugervingur þess sem er andstætt manninum er hann til -- sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir.Hér er einnig svarað spurningu Hjálmars Baldurssonar, sama efnis. Orðið eða nafnið Satan er heb...
Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?
Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast. Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil...