Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8838 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?

Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaðan fengu Íslendingar flesta þræla sína og hvenær var þrælahald afnumið á Íslandi?

Þegar þrælar koma við íslenskar sögur og getið er um uppruna þeirra er langalgengast að þeir séu herfang víkinga, teknir á Bretlandseyjum, Skotlandi og eyjunum vestan og norðan Skotlands. Þannig segir í Landnámabók um Hjörleif Hróðmarsson, fóstbróður Ingólfs Arnarsonar, áður en hann fluttist til Íslands: „Hjörleif...

category-iconEfnafræði

Er það satt að allt gas sé lyktarlaust og lykt sé bætt í til að finna gasleka?

Gas eða lofttegund er efni í gasham við aðstæður sem ríkja í andrúmslofti jarðar, það er um einnar loftþyngdar þrýsting og hitastig milli - 50°C til + 50°C. Orðið gas hefur lengi verið notað einungis yfir brennanlegar gastegundir. Iðnaðarmenn hafa kallað asetýlengas og súrefni, gas og súr, en það er notað við logs...

category-iconHeimspeki

Hvað eru fordómar?

Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...

category-iconHagfræði

Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga skatta og er ekkert gert við þessu?

Alþjóðleg stórfyrirtæki sem starfa í mörgum löndum geta að vissu marki fært tekjur og hagnað milli landa. Sé þetta gert markvisst þannig að hagnaður sé talinn fram í löndum þar sem fjármagnstekjuskattur er lágur geta fyrirtækin lækkað skatthlutfall sitt talsvert. Slík skattahagræðing skekkir samkeppnisgrundvöll he...

category-iconVísindafræði

Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?

Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...

category-iconHagfræði

Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var fyrsta konan sem varð faraó í Egyptalandi til forna?

Hatshepsut var egypsk drottning sem var uppi á árunum 1507-1458 f.Kr. Hún tók við embætti faraós þegar eiginmaður hennar Tútmósis II. dó. Hún var ekki fyrsta konan til að stýra Egyptalandi en hún var fyrsta drottningin sem bar titilinn faraó. Konur sem ríktu yfir Egyptalandi á undan henni höfðu einungis gert það s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?

Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Nes...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að laga skemmd í geisladiski?

Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á bandaríska Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum?

Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi ráðandi. Það þýðir þó ekki að einungis tveir stjórnmálaflokkar starfi í Bandaríkjunum. Fremur er það svo að stjórnmálakerfið, sem byggir á einmenningskjördæmum, býður upp á það að tveir stærstu flokkarnir verði nær allsráðandi. Þannig sitja langflestir þingmenn í f...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?

Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...

category-iconJarðvísindi

Hver var Þorvaldur Thoroddsen og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?

Þorvaldur Thoroddsen er fyrsti Íslendingurinn sem lagði jarðfræði fyrir sig í námi og starfi. Hann varð heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á jarðrænni gerð Íslands og þeim ferlum sem þar eru virk. Hann er með mikilvirkustu rithöfundum Íslandssögunnar og í raun landkönnuður Íslands, enda skoðaði hann landið allt að...

category-iconLífvísindi: almennt

Ég heiti Hekla, ef ég set DNA úr mér í plöntu verður þá plantan Hekluplanta?

Afkvæmi líkjast foreldrum sínum því þau fá erfðaefni (DNA) frá þeim. Þetta á við um öll afkvæmi, hvort sem þau eru börn, dýr, plöntur eða aðrar lífverur enda er DNA erfðaefni allra lífvera á jörðinni. Í náttúrunni getur DNA flust á milli einstaklinga, en það er frekar sjaldgæft. Dæmi eru um að DNA og gen flytjist ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju varð Reykjavík höfuðstaður Íslands?

Sjá má merki þess strax á miðöldum að svæðið við Faxaflóa sunnanverðan þótti vel til þess fallið að vera aðsetur umboðsstjórnar konungs á Íslandi. Líklega hefur það einkum stafað af því að þar voru góð fiskimið nærri landi og góðir lendingarstaðir skipa, í Hafnarfirði og víðar. Útlendir kaupmenn hafa því verið fús...

Fleiri niðurstöður