Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3496 svör fundust
Er hægt að setja 'óendanlegt' í annað veldi?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:Er hægt að setja endalaust í annað veldi?Þessa spurningu má skilja á fleiri en einn veg en við höfum kosið að skilja hana eins og fram kemur í spurningarreitnum. Vikið er að öðrum kostum í lok svarsins. Svarið er já, og útkoman er aftur „endalaust“ eða óendanlegt. En hér ...
Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?
Í 13. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um ferðafrelsi og þar segir:Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. Eins og sjá má er ...
Hvað eru tíu mílur margir km?
Ef spyrjandi hefði viljað vita hve margar tommur væru í kílómetra eða hve margar mínútur væru í viku hefðum við ekki átt í neinum vandræðum með að svara honum. En þar sem mílan er misjafnlega löng eftir því hvort maður er staddur á sjó eða landi, og jafnvel mislöng eftir því í hvaða landi maður er, reynist svarið ...
Hversu margir búa í Afríku?
Upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) eru nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Svarið hér á eftir byggist að mestu leyti á upplýsingum á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna en þar er að finna ýmsar lýðfræðiupplýsingar. Afríka er önnur fjölmennasta heimsálfan á eftir Asíu. T...
Hver fann upp regnhlífina?
Eins og með svo margt annað sem notað er í daglegu lífi er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hver fann upp regnhlífina. Saga regnhlífarinnar, eða réttara sagt sólhlífarinnar, nær árþúsundir aftur í tímann. Vitað er að heldra fólk í Egyptalandi, Mesópótamíu, Kína og Indlandi notaði einhverskonar hlífar til að sk...
Hvaða áhrif hafa hálfnaktar poppstjörnur á 8-12 ára stelpur?
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem gerð var í Evrópu gáfu til kynna að 20% þeirra 12 ára barna, sem tóku þátt í rannsókninni, tækju poppstjörnur sér til fyrirmyndar. Það er því ljóst að poppstjörnur eru fyrirmyndir barna og það setur þær í einstaka aðstöðu til að geta haft bæði slæm og góð áhrif á börn og ungling...
Hver er mesti hraði sem mannvera getur náð án þess að deyja?
Svarið er í stuttu máli það að hraði drepur engan; það er svokölluð hröðun eða hraðabreyting sem getur hins vegar vissulega verið lífshættuleg. Þegar við sitjum í flugvél sem hefur náð fullum hraða og er komin í lárétt flug, þá finnum við yfirleitt ekkert fyrir hraða flugvélarinnar. Engu að síður er hann mö...
Af hverju er vatn blautt?
Þetta er eðlileg spurning frá 9 ára spyrjanda sem er trúlega að velta ýmsum hlutum fyrir sér. Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kan...
Þegar maður kastar skopparabolta í gólfið með snúningi, af hverju kemur boltinn til baka með öfugum snúningi?
Hlutur á hreyfingu hefur hreyfiorku. Góður skopparabolti er mjög fjaðrandi sem þýðir að hreyfiorka hans varðveitist að mestu við árekstur. Ef slíkur bolti dettur á steingólf endurkastast hann af gólfinu með jafnmiklum hraða. Við áreksturinn verkar boltinn með ákveðnum krafti á gólfið og gólfið verkar með sama kraf...
Hvað merkir 'halló' eiginlega?
Orðið halló til dæmis notað þegar menn svara í síma og þá til að athuga hvort einhver sé hinumegin á línunni þegar símanum er svarað. Orðið er einnig notað þegar sambandið er slæmt, til dæmis í millilandasímtölum. Þá getur verið þörf á því að kanna sambandið í miðju samtali með því að segja til dæmis: "Halló, heyr...
Hvað er einn hestur mörg hestöfl?
Þegar talað er til dæmis um "100 hesta vél" þá er það samkvæmt okkar skilningi eins konar stytting eða einföldun fyrir "100 hestafla vél". "Einn hestur" er því í slíku samhengi sama og eitt hestafl enda var mælieiningin hestafl ákvörðuð með hliðsjón af meðalafköstum hesta í námuvinnu. Hestafl er mælieining um a...
Skilja kindur hver aðra?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...
Borðuðu steinaldarmenn hunang, og ef svo er hvernig vitið þið það?
Steinöld er notað um það tímabil í sögu mannkyns þegar menn höfðu ekki lært að nota málma en gerðu sér verkfæri og vopn úr steini. Hugtakið kemur frá danska fornleifafræðingnum Christian Jürgensen Thomsen (1788-1865). Hann setti fram svonefnda þriggja alda kenningu þar sem forsögu Norðurlanda var skipt í þrjár ald...
Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...
Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?
Vitað er til þess að ein kona hét Evlalía þegar manntal var fyrst tekið á Íslandi 1703. Hún var skráð í Dalasýslu. Um hundrað árum síðar, eða í manntali 1801, hétu þrjár sunnlenskar konur Evlalía og ein í Ísafjarðarsýslu. Þegar næst var tekið manntal 1845 hétu átta konur á landinu þessu nafni á Suður- og Vesturlan...