Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9430 svör fundust

category-iconGátur og heilabrot

Getur þú raðað 9 peningum í 10 raðir en í hverri röð verða að vera 3 peningar?

Vilborg lenti í smá vandræðum í stærðfræði í dag. Hún var að raða níu 100 kr. peningum sem hún ætlaði að fara með í verslunarmiðstöðina eftir skóla, en missti þá alla á gólfið með ópum, skarkala og miklum látum. Þetta olli töluverðri truflun í tíma og kennarinn varð afar ósáttur. Hann lét Vilborgu því sitja inni í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Drepast tré ef koparnagli er rekinn í bolinn?

Nei. Það er gömul flökkusaga að koparnagli drepi tré, en hún á sér ekki vísindalega stoð. Kopar er trjám, og reyndar flestum öðrum lífverum, nauðsynlegur sem snefilefni í mjög litlu magni. Í mjög miklu magni og sem hluti af ýmsum efnasamböndum getur kopar hins vegar haft eituráhrif. En koparmálmur leysist ekki hra...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna þarf manneskja að vera á fastandi maga þegar hún fer í svæfingu vegna aðgerðar?

Ástæða þess að fólk má ekki borða fyrir svæfingu er sú að við innleiðslu svæfingar slaknar á öllum vöðvum, þar með talið vöðvum sem stjórna kyngingu og annarri starfsemi í koki. Sjúklingur getur kastað upp eftir innleiðslu svæfingar og ef maginn er fullur getur innihaldið gubbast upp í kok og farið þaðan niður...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Til hvers þurfum við tær?

Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær voru bananar fyrst ræktaðir á Íslandi?

Bananar eru ræktaðir í hitabeltisumhverfi en þess utan er unnt að rækta banana í þar til gerðum gróðurhúsum. Í júlímánuði árið 1939 flutti Hlín Eiríksdóttir fyrst allra Íslendinga bananaplöntur til Íslands frá Englandi. Bananana ræktaði hún í Laugardal í Reykjavík í garðyrkjustöð sem hún átti með föður sínum. Á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað fer minkurinn hratt yfir?

Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst., þegar hann gengur, upp í 9,4 km/klst., þegar hann hleypur, en það er um það bil fimm til sex líkamslengdir minks á sekúndu. Þegar minkur syndir á yfirborði vatns er hraði hans um 1,5 km/klst. en þegar hann eltir bráð undir vatnsyfirborði þá syndir hann oft á upp í 2...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju fá kýr júgurbólgu?

Júgurbólga er einfaldlega bakteríusýking í spenum/mjólkurkirtlum spendýra. Hjá kúm eru það bakteríur úr umhverfi þeirra eða frá öðrum kúm sem berast á júgrið og þaðan inn um spenaopið. Eftir því sem fleiri kýr í fjósinu eru með júgurbólgusmit og hreinlæti er lakara, þeim mun meiri hætta er á að heilbrigðar kýr smi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er skarlat í skarlatsskikkju og hvaðan kemur orðið?

Skarlat er vandaður, erlendur ullarvefnaður sem var mjög eftirsóttur til forna til dæmis í skarlatsskikkjur. Þær voru stundum fóðraðar með hvítu skinni og þótti slík skikkja mesta gersemi. Skarlat getur verið í ýmsum litum en oftast þó rauðum. Skarlat er vandaður, erlendur ullarfatnaður. Málverkið er frá fyrri...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið í háa herrans tíð?

Lýsingarorðið hár hefur fleiri en eina merkingu en í sambandinu há tíð hefur það í sér fólgna lengdarmerkingu, það er ‘mjög lengi, langalengi’. Orðið herra hefur merkinguna ‘húsbóndi, yfirmaður, en er einnig notað sem stöðutitill. Þannig má líta á merkinguna þegar talað er um herrann Jesús í sálminum alkunna eftir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða suðu- er þetta í suðusúkkulaði?

Fyrsti samsetningarliður orðsins suðusúkkulaði er myndaður af þriðju kennimynd sagnarinnar að sjóða (samanber sjóða – sauð – suðum – soðið). Á Tímarit.is má finna eftirfarandi tilvitnun úr Morgunblaðinu í júlí 2004: Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins (tilskipun 2000/ 36) þarf vara að innihalda minnst 3...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið sígauni og hver er merkingin í sí- og -gauni?

Orðið sígauni er talið tökuorð úr dönsku. Í verkinu Den danske ordbog segir að orðið sé fengið að láni úr þýsku Zigeuner en að öðru leyti sé uppruni sagður ókunnur. Í sögulegu dönsku orðabókinni Ordbog over det danske sprog er tekið fram að orðið sé slavneskt en uppruni annars óþekktur. Báðar þessar bækur má finn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að skælbrosa og hvaðan er orðið komið?

Skæl- í skælbrosa er fengið frá sögninni að skæla ‘gráta, gretta sig’. Í Corvinuspostillu frá miðri 16. öld er þetta dæmi samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: hæddu at mier / skældu sig oc skoku hofudin. Þarna er merkingin greinilega ‘grettu sig’. Nafnorðið skæla merkir ‘grátur’ en í fleirtölu einnig ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða stimi kemur fyrir í orðinu stimamjúkur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er vitað hvaðan orðið „stimamjúkur“ er dregið og hvað er „stimi“ í þessu orði? Orðið stimamjúkur merkir ‘kurteis, snúningslipur, liðugur, mjúkmáll’ samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:961). Hann taldi að upphafleg merking hefði tengst glímu og v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig notar maður orðasamböndin annars vegar og hins vegar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig notar maður annars vegar og hins vegar? Þarf maður að nota bæði eða má nota annað, t.d. bara hins vegar? Er regla hvort fer á undan? Orðasambandið annars vegar merkir ‘öðrum megin; að öðru leyti’ en orðasambandið hins vegar merkir ‘hinum megin; að hinu leyti’. Venjan ...

category-iconSálfræði

Hvað eru falskar minningar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað eru falskar minningar? Hvaða rannsóknir eru til á þeim? Hugtakið falskar minningar er notað um það þegar fólk rifjar upp atburði, orð, sögur eða annað sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum, en fólkið er þó fullvisst um að upprifjun sín sé rétt og sönn.[1] Villurnar geta ...

Fleiri niðurstöður