Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvaða íþróttir eru best til þess fallnar að efla og bæta hreyfiþroska barna?

Stutta svarið við spurningunni er að engin ein íþróttagrein gerir það. Mikilvægt er að ung börn fái tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og endurtekinnar æfingar til að bæta hreyfiþroska sinn. Iðkun einnar íþróttagreinar krefst ákveðinnar samhæfingar sem er sérstök fyrir þá grein og gefur ekki þá fjölbreytni sem ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?

Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...

category-iconTölvunarfræði

Hver er Donald Knuth og hvert er framlag hans til tölvunarfræðinnar?

Donald Knuth er líklega þekktasti núlifandi tölvunarfræðingurinn. Hann er fæddur í Bandaríkjunum árið 1938 og hefur verið prófessor við Stanford-háskóla frá 1968. Knuth er menntaður stærðfræðingur en fékk áhuga á tölvum þegar hann var við háskólanám. Fyrsta tölvan sem hann sá var IBM 650 en það var fyrsta fjöldafr...

category-iconTrúarbrögð

Hvað er ISIS?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er ISIS, hver eru markmið þeirra og af hverju? ISIS (skammstöfun á enska heitinu Islamic State in Iraq and Syria eða Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi) eru tiltölulega ný samtök sem starfa fyrst og fremst í Írak og Sýrlandi eins og nafnið gefur til kynna. Þau eru þó einnig...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað eru sagógrjón og hvaðan koma þau?

Upprunalega spurningin var: Hvaðan koma sagógrjón og hvernig urðu þau hluti af íslenskri matarmenningu? Sagógrjón eru litlar hvítleitar kúlur sem unnar eru úr ýmsum pálmategundum, sér í lagi úr sagópálmunum Metroxylon sagu og M. rumphii. Sagópálmar eiga rætur að rekja til Indónesíu og vaxa aðallega á fenjas...

category-iconTrúarbrögð

Eru einhverjar reglur til um hvernig eigi að eyða gömlum, skemmdum Biblíum?

Fyrirspyrjandi lætur eftirfarandi vangveltu fylgja spurningu sinni: Nú eru þetta helgirit sem að mínu áliti ættu ekki að fara í pappírsgámana. Mér er kunnugt um gamla Guðbrandsbiblíu sem ekki er talið neitt annað við að gera en að eyða henni. Það er rétt að Biblían er helgirit kristinna manna og Gamla testa...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?

Spurning Jóns Björns hljómaði svona: Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn? Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngv...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að sádi-arabísk knattspyrnulið sanki að sér bestu knattspyrnumönnum í heimi?

Þessi spurning vísar til nokkurs sem hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum árum. „Íþróttaþvottur“ (e. sportwashing) er hluti af siðferðilegum þvottabrögðum (grænþvottur (e. greenwashing) er mögulega þekktasta útgáfan) þar sem aðilar reyna að losna undan gagnrýni á siðferðilegt inntak starfsemi eða stjórnarh...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Charles Darwin?

Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver er Stephen Hawking og hvert er hans framlag til vísindanna?

Stephen William Hawking fæddist 8. janúar 1942 í Oxford á Englandi, en ólst upp í London og bænum St. Albans sem er skammt fyrir norðan höfuðborgina. Það fer ekki mörgum sögum af bernsku hans og æsku. Hann var elstur fjögurra barna. Foreldrar hans voru háskólafólk og höfðu báðir stundað nám við Oxfordháskóla. Faði...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sérstaka tónlistarstefnu?

Sígaunar (einnig kallaðir Rómafólk) eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaun...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Af hverju eru 7 dagar í viku en ekki 9 eða 10?

Stutta svarið er það að þetta er ekki vitað alveg til hlítar en líklegast er að talan sjö hafi orðið fyrir valinu af því að þá tekur hvert tunglkvartil sem næst eina viku. Sjö daga vikan festist síðan í sessi af sögulegum og menningarlegum ástæðum. Þetta er merkileg spurning sem á sér ýmsar hliðar. Á su...

category-iconHugvísindi

Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?

Í þessu svari verður notaður rithátturinn Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur á nöfnum lykilpersónanna tveggja, eins og gert er í Egils sögu og Landnámabók. Að rita nöfn þeirra í einu orði þekkist þó víða í íslenskum textum, Kveldúlfur og Skallagrímur, og gagnlegt er að hafa báðar útgáfurnar í huga þegar leitað er upplýs...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér sem mest um Hallgrím Pétursson?

Hallgrímur Pétursson er jafnan talinn fæddur í Gröf á Höfðaströnd árið 1614. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson og kona hans Solveig Jónsdóttir. Hallgrímur mun að mestu hafa verið alinn upp á Hólum í Hjaltadal en þar var faðir hans hringjari. Hefur hann þar líklega notið frændsemi við Guðbrand biskup Þorláksso...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skunka?

Skunkar nefnast einnig þefdýr. Til skunka teljast tólf tegundir sem flokkast í fjórar ættkvíslir innan ættarinnar Mephitidae. Tíu af þeim tólf tegundum sem þekktar eru lifa í Norður- og Suður-Ameríku, en tvær tegundir, sem tilheyra ættkvíslinni Mydaus, finnast á eyjum Indónesíu og á Filippseyjum. Hér verður að...

Fleiri niðurstöður