Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9431 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvaða hlutverki gegnir nálin á gömlum vínylplötuspilurum?

Framan af 20. öld var algengast að varðveita hljóðupptökur á vínylplötum. Afspilunartækni þeirra byggir á því að plötuspilari snýr hljómplötu með jöfnum hraða á meðan nál hans strýkst við rákir sem liggja í spírallaga ferli umhverfis miðju plötunnar. Við þetta tekur nálin að titra, titringurinn umbreytist í rafmer...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?

Nafnorðið brún beygðist í fornu máli eins og einsatkvæðis sterkt kvenkynsorð. Nefnifall fleirtölu var brýnn vegna þess að í orðinu varð annars vegar samlögun, *brýnr > brýnn og hljóðvarp kom fram í rótaratkvæði, ú > ý. Samhljóðarnir -nn- voru bornir fram raddaðir eins og í fornafninu hennar en ekki -dn- eins og í ...

category-iconSálfræði

Út á hvað gekk Hawthorne-rannsóknin í sálfræði og hver var niðurstaða hennar?

Hawthorne-rannsóknin svonefnda var í raun röð rannsókna sem fram fóru á árunum 1924 – 1932 í Hawthorne-verksmiðjum fyrirtækisins Western Electric, í Illinois-fylki í Bandaríkjunum. Áður en við beinum sjónum að rannsóknunum sjálfum er nauðsynlegt að minnast þess að aðstæður verkafólks á þessum tíma voru með talsver...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Parkinsonssjúkdómur?

Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...

category-iconFornleifafræði

Hvað er það merkilegasta sem fornleifafræðingar hafa fundið?

Fornleifafræðingar myndu flestir segja að allar fornleifar séu merkilegar og að ekki sé hægt að gera upp á milli þeirra – hver einasti gripur og bygging séu mikilvæg til að hjálpa okkur að skilja fortíðina. Það er rétt svo langt sem það nær en hinsvegar hafa fornleifar oft meira gildi en bara sem einingar í rökræð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um antilópur?

Antilópur tilheyra ætt Bovidae en innan hennar eru fjölmargar tegundir grasbíta sem hafa mikla útbreiðslu. Antilópur eru ekki sérstakur flokkunarfræðilegur hópur heldur er hugtakið notað um þann fjölbreytta hóp tegunda sem tilheyra Bovidae ættinni en teljast ekki til nautgripa, sauðfés eða geita. Til eru um 90 teg...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru stingskötur virkilega banvænar?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Nú er búið að vera í öllum fréttum að Steve Irwin hafi látist af völdum gaddaskötu (stingray). Hvað getið þið sagt mér um gaddaskötu og er hún banvæn? Sú frétt barst nýlega að ástralski kvikmyndagerðarmaðurinn Steve Irwin hefði látist af sárum sem hann hlaut af völdum stings...

category-iconHugvísindi

Hvernig var blekið búið til sem notað var við skriftir handritanna?

Blek er litarefni í vökvaformi og hefur sem slíkt verið notað í aldaraðir til að skrifa með og teikna. Bleki má skipta í tvo megin flokka sótblek (kolefnablek) og sútunarsýrublek. Notkun á bleki má upphaflega rekja til Kína og Egyptalands frá því um 2500 f.Kr. Blekið sem þar var notað var gert úr sóti og/eða ös...

category-iconFornfræði

Hvað unnu Gracchusarbræður sér helst til frægðar?

Bræðurnir Tiberius Sempronius Gracchus (164 – 133 f.Kr.) og Gaius Sempronius Gracchus (153 – 121 f.Kr.) voru rómverskir stjórnmálamenn sem reyndu að koma á ýmsum umbótum en fengu upp á móti sér íhaldssama stjórnmálamenn úr röðum yfirstéttarinnar og létust báðir í átökum við andstæðinga sína. Tiberius Gracchus v...

category-iconHeimspeki

Hvað er vinátta?

Vinátta er þegar tvær manneskjur unna hvor annarri eins og sjálfri sér og láta sig hag hinnar varða hennar sjálfrar vegna eða eins og forngríski heimspekingurinn Aristóteles komst að orði: "Vinurinn er annað sjálf" (Siðfræði Níkómakkosar [= SN] IX.4, 1166a31. Allar þýðingar eru Svavars Hrafns Svarassonar). Aristót...

category-iconHugvísindi

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt. Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast...

category-iconFélagsvísindi

Hver er tvöföldunartími verðlagsins Simbabve og hver er reiknireglan til að finna hann út?

Fréttir af verðbólgu í Simbabve eru nokkuð á reiki þótt óumdeilanlega sé hún mjög mikil. Í júlí 2008 var opinbera talan 2,2 milljónir prósenta og verður miðað við hana hér. Verðbólga er yfirleitt skilgreind sem hækkun verðlags á einu ári. Alla jafna byggja útreikningarnir á einhvers konar verðlagsvísitölu. Þann...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Veiddi íslenski refurinn geirfuglinn?

Því miður er ýmislegt á huldu um geirfuglinn (Pinguinus impennis), til dæmis vitum við lítið um afræningja hans, aðra en manninn. Ekki er ósennilegt að geirfuglinn hafi verið aðlagaður að varpi á úthafseyjum, skerjum og hólmum. Nánast útilokað er að hann hafi verpt í einhverjum mæli á svæðum þar sem landrándýr, þ...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconLæknisfræði

Getur krabbamein haft áhrif á getu til að stunda kynlíf?

Krabbamein og ekki síður meðferð þess veldur eðlilega miklum breytingum á lífi einstaklings. Hann upplifir ýmiss konar líkamleg og andleg einkenni sem geta haft mikil áhrif á líf hans svo og áhrif á getu hans til að stunda kynlíf. Eitt af því sem ekki síst verður fyrir áhrifum þessa er kynheilbrigði (e. sexual- a...

Fleiri niðurstöður