Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig er hægt að hafa upp á þeim sem skrifa svör á Vísindavefnum?
Upplýsingar um höfunda ásamt netföngum þeirra má finna á sama stað og finna má spurningar sem búið er að svara. Þegar komið er á Vísindavefinn er smellt á "Hvers vegna?" og svo smellt á orðið "hér" þar sem nefndar eru upplýsingar um höfunda. Einnig er hægt að komast þangað beint með því að smella hér....
Hvernig getur hugtakið „óendanlegt“ staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta?
Flestum þykir okkur erfitt að skilja til fulls hugtakið óendanlegt. Þegar allt kemur til alls virðast þó ekki aðrir kostir í boði en að gera okkur það að góðu þar sem það stenst engan veginn að allt sé endanlegt. Hugsum okkur til dæmis jafn einfaldan hlut og að telja. Fyrst eftir að barn lærir að telja heldur þ...
Er alheimurinn endalaus? Ef ekki, hvar eru þá mörkin og hvað er hinum megin?
Það virðist felast í merkingu orðsins alheimur að ekki geti verið um það að ræða að alheimurinn eigi sér mörk sem eitthvað annað felst á bakvið. Ekki er þar með sagt að alheimurinn hljóti að vera endalaus en alheimurinn hlýtur að vera það sem innifelur allt sem er til. Þetta má sýna fram á með óbeinni sönnun sem s...
Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?
Stór hópur manna tekur þátt í að svara spurningum á Vísindavefnum. Langflestir þeirra eru vísindamenn eða háskólakennarar eins og spyrjandi ýjar að en einnig eru í hópnum háskólanemar, annað hvort í grunn- eða framhaldsnámi. Öll svör á vefnum eru lesin yfir áður en þau eru birt, bæði með tilliti til efnis, skýrlei...
Hvað er táfýla?
Bakterían Streptococcus albus sem þrífst á yfirborði húðarinnar veldur þar auknum súrleika. Það verður til þess að aðrar bakteríur vaxa vel, sérstaklega þar sem rakinn er mikill (til dæmis í handarkrika og í skóm). Við gerjun bakteríanna myndast illa lyktandi rokgjörn efni eins og bútadíón en lykt þess finnst einn...
Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?
Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum ...
Hvernig á að beygja orðið nes?
Orðið nes beygist eins og orðið nef: Eintala nf. nes þf. nes þgf. nesi ef. ness Fleirtala nf. nes þf. nes þgf. nesjum ef. nesja ...
Hvað heitir maðurinn sem kom með kenningarnar um sjö hæfileikasvið mannsins?
Hér er líklega átt við fjölgreindarkenningu Howards Gardners, prófessors í menntunarfræðum við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Árið 1983 gaf Gardner út bókina "Frames of Mind: The Theory of Multiple Intelligences" sem vakti mikla athygli. Þar setti hann fram þá kenningu að greind fólks skiptist í eftirfarandi sjö...
Hvað ræður því hversu mikið tog bílvél hefur?
Tog vélar ræðst fyrst og fremst af því hve miklu eldsneyti er hægt að brenna í hverri sprengingu. Þannig ræðst togið fyrst og fremst af slagrúmtaki vélarinnar. Þjapphlutfall vélarinnar er næststærsti áhrifavaldurinn, vegna áhrifa þess á varmafræðilega nýtni vélarinnar. Rita má jöfnu um tog fjórgengisvélar vélar...
Hvað eru margar stjörnur í geimnum?
Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum. Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðs...
Vilja ekki allir Íslendingar hafa hraðlest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur?
Einfalda svarið við þessari spurningu er vitaskuld nei; það eru örugglega til nokkrir Íslendingar sem vildu ekki slíka lest, jafnvel þótt það kostaði ekkert að leggja brautina og reka lestina, ef svo má að orði komast! Hér verður ekkert fullyrt um það hve margir fylla þann flokk en hafa má í huga að lestirnar mynd...
Voru Nóbelsverðlaun veitt í efnafræði árið 1924, en öllum gögnum síðan eytt?
Það hefur vakið furðu spyrjanda, sem satt er, að 1924 er ekki skráður neinn nóbelsverðlaunahafi í efnafræði en verðlaunin höfðu þó verið veitt frá árinu 1901. Ekki virðist þó ástæða til að telja hér nokkurn maðk í mysunni. Árin 1916, 1917 og 1919 var hið sama uppi á teningnum, einnig árið 1916 í eðlisfræði, 1915-1...
Hvers vegna gnístir fólk tönnum í svefni?
Spurning Hrefnu Tómasdóttur var: "Af hverju gnísta börn tönnunum í svefni?" Við nýlega rannsókn í Bandaríkjunum kom í ljós að 15% barna og unglinga og allt að 95% fullorðinna höfðu átt við það vandamál að stríða að gnísta tönnum. Oftast gnístir fólk tönnum í svefni og veit þess vegna ekki af þessu en glímir við...
Hvað er vitað um munnangur og er til lækning við því?
Munnangur er sár í munni og getur ýmist verið um einstakt, afmarkað tilfelli að ræða eða sár sem kemur aftur æ ofan í æ. Hér verður fjallað um síendurtekin tilfelli af munnangri. Frekari umfjöllun um munnangur má finna á doktor.is. Orsakir munnangurs eða munnsára sem koma aftur og aftur geta verið fjölmargar. M...
Hvað orsakar beinþynningu?
Beinþynning er sjúkdómur sem hrjáir einkum konur (um 80% eru konur). Beinmassi kvenna nær hámarki nálægt 30-35 ára aldri, fer hægt minnkandi eftir það en nálægt tíðahvörfum verður hreinlega hrun á beinum sumra kvenna sem geta tapað 20-30% beinmassans á örfáum árum. Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar með ...