Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1046 svör fundust
Hvernig eru þorskur og ýsa flokkuð niður í ríki, fylkingu, flokk, ættbálk og ætt?
Þorskur (Gadus morhua) og ýsa (Melanogrammus aeglefinus) eru náskyldar tegundir og tilheyra báðar þorskfiskaætt (Gadidae). Flokkunarfræði þeirra er því eins niður á ættkvíslarstigið, en þar greinir í sundur þar sem þorskurinn og ýsan tilheyra ólíkum ættkvíslum. Flokkun þeirra má sjá í eftirfarandi töflu: RíkiDý...
Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?
Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga. ...
Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?
Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjö...
Hvernig ferðast ljósið?
Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...
Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?
Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...
Hvað eru bein þung sem hlutfall af þyngd manns í kjörþyngd? Hvað gerir beinagrindin?
Beinagrindin er gerð úr beinum og brjóski. Hún er eitt af líffærakerfum líkamans, en hvert bein hennar er eitt líffæri. Fjöldi beina í fullorðnum manni eru 206. Saman mynda þau beinagrind en hún skiptist í tvo hluta, ásgrind (80 bein) og jaðargrind (126 bein). Í meðalmanni við kjörþyngd eru bein um 15% af líkamsþy...
Hvers konar dýr eru svín og hvað verða þau þung?
Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættunum (lat. Familia) Suidae og Tayassuidae. Innan þessara tveggja ætta eru 20 tegundir. Svín eru meðalstór klaufdýr (Artiodactyla). Þau eru hausstór, hafa stuttan háls og mjög öflugan skrokk. Þefskyn svína er meðal þess besta sem finnst í náttúrunni, enda styðjast þau...
Hvaða rannsóknir hafa farið fram á orsökum þess að sokkar hverfa stundum í þvottavélum?
Vísindavefurinn hefur ótal sinnum fengið fyrirspurnir um dularfull sokkahvörf. Í meginatriðum er gott samræmi í frásögnum vitna af atburðarásinni: Alltaf hverfur annar sokkur úr pari og stakur sokkur stendur eftir. Með tímanum safnast stöku sokkarnir upp og verða oft að myndarlegri hrúgu; sumir spyrjendur segjast ...
Hver er saga hlébarðans?
Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suða...
Hefur einhver fugl af ættkvísl hauka komið til Íslands og hvert er heiti hauks á dönsku, norsku og latínu?
Tegundaheitið haukur nær til um 49 tegunda innan ættkvíslarinnar Accipiter. Á norsku er talað um hauk og á dönsku er það høg. Haukar eru jafnan grannvaxnir fuglar með hlutfallslega styttri vængi en aðrir hópar ránfugla (Accipitridae). Bæði stélið og fæturnir eru langir og goggurinn er oddhvass. Helsta fæða hau...
Hefur verið sannað vísindalega að smáskammtalyf virki?
Smáskammtalækningar (hómópatía, e. homeopathy) eru ein tegund óhefðbundinna læknismeðferða. Þær byggja á hugmyndum sem voru settar fram við upphaf 19. aldar og ganga út á að gefa mjög útþynntar lausnir sem meðöl við kvillum og sjúkdómum. Smáskammtalyf eru búin til með því að taka til efni sem eiga að verka gegn...
Hættir maður að stækka ef maður drekkur kaffi?
Það er ekki vitað til þess kaffi hafi þau áhrif að fólk hætti að stækka. Kaffi er unnið úr ristuðum kaffibaunum sem eru fræ kaffirunna. Þær finnast inni í aldinum sem líkjast kirsuberjum. Kaffirunnar eru af nokkrum tegundum, þeir eru allir sígrænir og smávaxnir og tilheyra ættkvíslinni Coffea. Tvær helstu tegun...
Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa háhyrningar verið veiddir til manneldis við Ísland? Ef svo er þá hvaða árabil? Ástæða spurningar minnar er sú að amerísk vinkona stendur á því fastar en fótunum að hún hafi fengið háhyrning á Sjávargreifanum fyrir 7 árum síðan. Ég hef aldrei vitað til þess að háhyrningskvó...
Af hverju höggva spætur í tré?
Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu o...
Af hverju heitir Drápuhlíðarfjall á Snæfellsnesi þessu nafni?
Drápuhlíðarfjall er í Helgafellssveit á norðanverðu Snæfellsnesi, sunnan við Stykkishólm. Það er helst þekkt fyrir fjölskrúðuga liti en þeir stafa af bergtegund sem nefnist ríólít. Forðum var álitið að það væri ríkt af málmum og náttúrusteinum sem gæddir væru yfirnáttúrulegum krafti. Þjóðsögur greina frá tjörn upp...