Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er könnustóll og hvernig lítur hann út?
Flestir ef ekki allir kannast við jólavísuna um könnuna sem stendur upp á stól: Upp á stólstendur mín kanna;níu nóttum fyrir jól,þá kem ég til manna.(og ekki: Uppá hólstend ég og kanna!) Stóllinn sem þarna um ræðir kallast könnustóll. Hann var húsgagn í öllum betri stofum í okkar heimshluta og var einskona...
Hvaða sterka ljós er þetta á himninum í vestri, gæti það verið gervihnöttur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er í Grindavík og sé alltaf frekar sterkt ljós sem virðist vera nánast stöðugt yfir Reykjanesinu. Séð frá mér er þetta nánast í vestur og virðist ekki vera mjög hátt. Hvað er þetta og hver er tilgangurinn? Ég geri ráð fyrir að þetta sé gervihnöttur af einhverjum toga og væri g...
Hvað er í „óspurðum fréttum“?
Upprunalega spurningin var: Hvað er átt við orðalaginu "í óspurðum fréttum" og er vitað hvaðan það kemur? Lýsingarorðið óspurður merkir annars vegar ‘sem ekki hefur verið spurður’ en hins vegar ‘sem ekki hefur verið spurt eftir’. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðið að minnsta kosti fr...
Hvað eiga hagfræðingar við þegar þeir tala um raungengi krónunnar?
Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hver er munurinn á raungengi og nafngengi? Hvað er átt við þegar hagfræðingar tala um það að „raungengi“ krónunnar sé sérstaklega hátt (eða lágt)? Hvað merkir þetta hugtak „raungengi“? Væri þá til gengi á krónunni sem ekki væri raunverulegt - sem sagt „fals-gengi“? Með...
Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona?
Hér verður gerð tilraun til þess að svara þessari stóru spurningu með stuttu svari. Vona ég að spyrjandi verði einhverju nær. Það er ekki nýtt að Guð sé karlgerður eða kvengerður, slíkt hefur tíðkast í kristinni hefð frá fyrstu tíð og í Gyðingdómi þar á undan eins og sést í Gamla testamentinu. Kvenlegir og karl...
Er vatn á Íslandi betra en annars staðar í heiminum, og þá af hverju?
Hér á landi er reglubundið eftirlit með gæðum neysluvatns í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og framkvæmt í samræmi við reglugerð um neysluvatn frá 1995. Sýni eru tekin reglulega á hverjum stað og fer fjöldi sýna eftir fólksfjölda á hverju svæði. Sem dæmi má nefna að í Reykjavík eru tekin um 180 sýni á ár...
Eru glæpir fátækra afleiðing fátæktar?
Ungi betlarinn Bartolomé Esteban Murillo 1618 - 1682 Rannsóknir á orsökum ofbeldis og glæpa eru fyrirferðamiklar innan afbrota- og félagsfræði enda um athyglisvert og mikilvægt efni að ræða. Niðurstöður sýna að skýringar á afbrotum eru ekki einhlítar heldur margslungnar og taka verður fjölmargt með í reikn...
Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?
Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar. Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar fr...
Er hugtakið skírdreymi (lucid dreaming) virt í vísindaheiminum?
Það sem á ensku nefnist "lucid dreaming" en við getum nefnt skírdreymi á íslensku, felst í því ástandi að manneskju dreymir en er um leið meðvituð um að hana dreymi. Hugtakið er komið frá hollenska rithöfundinum og lækninum Frederik van Eeden (1860—1932). Kerfisbundin niðurröðun upplifana í draumum eru ekki í nei...
Hvaða amínósýrur eru lífsnauðsynlegar fyrir líkamann og af hverju?
Lifandi frumur geta framleitt stórar og flóknar sameindir eins og til dæmis prótín, kjarnasýrur og fjölsykrur. Þessar stóru sameindir eru meðal annars notaðar til uppbyggingar, sem hormón, viðtakar í frumuhimnum og svo framvegis. Þessar sameindir eru gerðar úr smærri grunneiningum. Grunneiningar prótína eru amínós...
Hvað er sjóðstreymi?
Afkoma fyrirtækis á ákveðnu rekstrartímabili er jöfn tekjum þess á tímabilinu að frádregnum gjöldum á sama tímabili. Tekjurnar eru þannig tekjufærðar og gjöldin gjaldfærð á tímabilinu. Innstreymi tekna í peningum getur átt sér stað á öðrum tíma en tekjufærslan. Hið sama gildir um gjöldin. Þetta leiðir til þess ...
Hvert er latneska heitið á íslenska fjárhundinum?
"Pish for thee, Iceland Dog! thou prick-eared cur of Iceland!" ("Svei þér! þú, Íslands eyrnasperrti hundur!") (úr leikritinu Hinrik V. eftir William Shakespeare) Íslenski fjárhundurinn nýtur mikillar sérstöðu í heimi hundaræktenda enda hefur þetta afbrigði verið einangrað frá öðrum afbrigðum hunda í...
Hvað er gullinsnið?
Nokkrar spurningar hafa borist um gullinsnið: Hvað er "Gullna sniðið"? (Róbert og María). Hvað er gullinsnið, til hvers er það notað, hver fann það upp og hvers vegna eru ýmis líffæri í mannslíkamanum í sömu hlutföllum og það? (Súsanna). Gullinsnið er hlutfall, nánar tiltekið hlutfallið \[\left(\frac{1}{2}+...
Hvers vegna myndast kuldi þegar salti er stráð á ís, til dæmis á tröppum húsa, og hvers vegna breytist ísinn þá í vökva?
Vatnssameindirnar eru á stöðugri hreyfingu en þegar hitastigið lækkar hægja þær á sér og aðdráttarkraftar milli þeirra fara að hafa meiri áhrif. Við frostmark (0°C) fara sameindirnar svo hægt að þær ná að festast saman og mynda ískristall. Slíkt köllum við hamskipti efnis eða fasaskipti og eðlisfræðingar tala um a...
Eru þjóðsögur byggðar á sönnum atburðum?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er að þjóðsögur eru yfirleitt ekki byggðar á sönnum atburðum, en engu að síður er hægt að lesa ýmislegt úr slíkum sögum um veruleikann. Þjóðsögum má skipta í ævintýri og sagnir. Ævintýri er löng formúlukennd frásögn sem oft er óbundin stað og tíma og gerist í ímynduðum ...