Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9292 svör fundust
Geta stórkettir malað eins og venjulegir litlir kettir?
Allir kettir geta malað þar með talið þær tegundir sem teljast til stórkatta (Panthera sp.) og blettatígurinn (Acinonyx jubatus). Malið er enda eitt þeirra mörgu einkenna, og líklega það gleggsta, sem skilur kattadýr (Felidae) frá öðrum rándýrum (Carnivora). Þetta karlljón er greinilega ekki í skapi til að m...
Af hverju er blóð yfirleitt rautt?
Blóðið fær rauðan lit sinn af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða, sem finnst í rauðum blóðkornum manna og margra annarra dýra. Hemóglóbín er prótínsameind sem samanstendur af glóbíni (e. globin), sem er einn af tveimur helstu flokkum prótína líkamans, og fjórum hemhópum (e. heme) sem eru lífræna...
Af hverju gerið þið á Vísindavefnum svona löng svör við mjög einföldum spurningum?
Það er að ýmsu að huga þegar þessari spurningu er svarað. Í fyrsta lagi 'hvað eru einfaldar spurningar?' Spurningar sem virðast einfaldar leyna oft á sér og eru í raun frekar flóknar. Hér er til dæmis ein einföld:Hver er ég?Einfalda svarið við henni væri:Þú ert þú.En við erum sennilega litlu nær og stutt svar við ...
Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?
Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...
Eru til aðrir alheimar?
Það liggur í eðli þessarar spurningar að erfitt er að svara henni á venjulegan hátt, til dæmis með já-i eða nei-i. Ef til er annar alheimur í ströngustu merkingu þess orðs, þá felst í því að við getum ekkert samband haft við hann, hvorki skynjað nein boð þaðan né sent boð frá okkur þangað. Spurningin er að því ley...
Hvernig myndast standberg?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvar er hæsta standberg við sjó á Íslandi og í Evrópu? Standberg nefnist lóðréttur eða nær-lóðréttur klettaveggur, oftast við sjó. Slík hamraþil myndast yfirleitt þannig að hafaldan grefur undan berginu uns lóðrétt spilda hrynur utan af því (sjá svar sama höfundar við spurningunn...
Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?
Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta. Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elt...
Hver skapaði Guð?
Spurningin felur í sér tilvísun í eina þekktustu röksemdafærslu gegn tilvist Guðs. Gengið er út frá því að allt eigi sér orsök og að ekkert geti verið orsök sjálfs sín. Sé Guð til hlýtur hann að eiga sér utanaðkomandi orsök, að vera skapaður af einhverjum. En þá vaknar spurningin um hver skapaði þann sem skapaði G...
Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna segjum við að við séum á fimmtugsaldri þegar við verðum fertug, en ekki á fertugsaldri, eins og er til dæmis sagt á dönsku og ensku? Í íslensku er það málvenja að sá sé tvítugur, þrítugur, fertugur, fimmtugur og svo framvegis sem er tuttugu, þrjátíu, fjörutíu eða fim...
Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?
Bæði þýska og hollenska teljast til germanskra mála. Vaninn er að skipta germönskum málum í þrjá hópa: Þýska og hollenska teljast til vestur-germönsku, gotneska taldist til austur-germönsku og Norðurlandamálin tilheyra flest norður-germönsku. Vestur-germönsk mál greindust snemma í mállýskur. Hollenska varð upph...
Hver var fæða geirfuglsins og hvernig var hreiðrið?
Geirfuglinn (Pinguinus impennis, e. great auk eða garefowl) lifði áður fyrr á eyjum og skerjum á norðanverðu Atlantshafi. Eins og flestum er kunnugt þá var síðasti geirfuglinn veiddur við Eldey árið 1844. Þó að geirfuglinn hafi ekki verið fleygur var hann afburða sundfugl. Rannsóknir á fæðuleifum geirfuglsins á...
Af hverju erum við með augabrúnir?
Líklega er helsti tilgangur augabrúna að koma í veg fyrir að vökvi á borð við regnvatn eða svita berist í augun. Lögun augabrúnanna gerir að verkum að vatn lekur fremur framhjá augunum en inn í þau. Einnig er mjög líklegt að augabrúnir auðveldi mönnum að sýna tilfinningar sínar. Þegar fólk er reitt hleypir það...
Af hverju geta mismunandi andategundir ekki eignast saman afkvæmi eins og hundar gera?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Þið vitið að hundar af mismunandi tegundum geta eignast afhvæmi saman en af hverju gerist það ekki á milli andategunda? Eins og stokkanda og æðarfugla? Hér gætir talsverðs misskilnings hjá spyrjanda. Hin ólíku afbrigði hunda eru öll innan sömu tegundar, hundsins (Canis fami...
Hvort eyðir LCD- eða plasmasjónvarp meira rafmagni og hversu miklu rafmagni eyða þau?
Bæði plasma- og LCD-skjáir fara sparlega með orkuna. Oft er sagt að LCD-skjáir krefjist minni orku og séu þar af leiðandi sparneytnari, en málið er lítið eitt flóknara en svo. Í plasmasjónvörpum er ljósstyrk hvers einasta díls (e. pixel) stjórnað fyrir sig en styrkurinn er háður birtu myndarinnar. Þannig krefst...
Hvernig urðu öll trúarbrögð til?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Fyrir það fyrsta er erfitt að skilgreina hugtakið trúarbrögð. Og einnig er erfitt að gera sér grein fyrir hvar einum trúarbrögðum lýkur og hvar þau næstu taka við. Er kristni ein tegund trúarbragða eða eru eru hinir ýmsu "skólar" innan kristninnar sérstök trúarbrögð? Og þurfum...