Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul?

Þær reikistjörnur sem menn vita um með vissu og þekkja aldur á eru í okkar sólkerfi. Sólkerfið í heild myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Því mætti segja að allar reikistjörnurnar séu jafngamlar og rúmlega 4,5 milljarða ára. Myndunarsaga sólkerfisins er hins vegar nokkuð flókin. Í stuttu máli má segja að só...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er sólin stór?

Með þessu svari er einnig svarað spurningu Jóhanns Páls: Hvert er rúmmál sólarinnar? Sólin okkar er mjög dæmigerð stjarna að stærð og gerð, og er hún eins og aðrar stjörnur gríðarstór. Massi hennar er næstum þúsund sinnum meiri en samanlagður massi allra reikistjarna, tungla, smástirna, halastjarna og annar...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað gerist er efni fellur inn í sérstæðuna?

Efni sem fellur alla leið inn í sérstæðuna þarf fyrst að falla inn fyrir sjónhvörf svarthols. Ef við horfum á fall efnisins frá föstum punkti utan sjónhvarfanna sýnist okkur efnið aldrei komast inn fyrir þau, en það stafar af því að okkur sýnist tíminn líða öðru vísi en athuganda sem væri í geimfari í frjálsu fall...

category-iconHeimspeki

Hafa minningar raunverulega eitthvað með fortíðina að gera?

Já. Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...

category-iconTrúarbrögð

Er Satan til?

Ekki í þeirri persónulegu mynd sem við þekkjum hann úr teiknimyndum eða rómantískum bókmenntum, nei. Sem persónugervingur þess sem er andstætt manninum er hann til -- sem tilbúin persóna utan um freistingar og syndir.Hér er einnig svarað spurningu Hjálmars Baldurssonar, sama efnis. Orðið eða nafnið Satan er heb...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er tómarúm? Er tómarúm „efni“?

Á síðustu öld var talið að allt rúmið væri fyllt með undarlegu efni sem menn kölluðu ljósvaka. Í upphafi aldarinnar varð eðlisfræðingum svo ljóst að ljósvakinn er ekki til og því ætti rúmið að vera tómt. En samkvæmt nútímaeðlisfræði er tómarúmið fjarri því að vera tómt! Ef allar agnir og eindir væru fja...

category-iconHeimspeki

Er gott að trúa á Jesú?

Í þessu svari er gert ráð fyrir að átt sé við hvort trú á Jesú geri mann að betri eða hamingjusamari manneskju. Sumt fólk sækir styrk í trú sína og finnst trúin gera það að betri manneskjum. Því finnst trúin veita huggun í heimi sem oft getur virst harðneskjulegur og það lítur á trú á Jesú sem leiðarljós í lífi...

category-iconStærðfræði

Hvort eru fleiri mínus- eða plústölur í talnakerfi okkar?

Fyrir hverja jákvæða tölu er alltaf hægt að finna eina neikvæða, nefnilega með því að setja mínus fyrir framan hana. Fyrir hverja neikvæða tölu má eins finna eina jákvæða, með því að taka mínusinn burt. Auk þess fær maður aldrei sömu neikvæðu töluna fyrir tvær mismunandi jákvæðar tölur og öfugt. Þannig er hægt að ...

category-iconVeðurfræði

Hver yrðu áhrif sólarljóssins á jörðina ef ekki væri raki í andrúmsloftinu sem dreifir og endurkastar því?

Í stuttu máli má segja að raki eða vatnsgufa í lofthjúpnum sé ein af gróðurhúsalofttegundunum. Líklegast er því að minni raki í loftinu mundi leiða til nokkurrar kólnunar. Málið er þó talsvert flókið eins og nánar kemur fram í textanum hér á eftir. Ef vatnsgufan þéttist í dropa sem mynda ský eykst endurkast sól...

category-iconHugvísindi

Hvenær kom fyrsti gaddavírinn til landsins?

Nákvæmlega hvenær fyrsti girðingarvírinn kom er sennilega erfitt að segja. Fjöldaframleiðsla girðingarvírs hófst í Ameríku á seinni hluta 19. aldar. Gaddavír er fyrst fluttur 1895-1900, en ekki er hægt að sjá nákvæmlega árið af verslunarskýrslum. Árið 1901 urðu gaddavírsgirðingar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga...

category-iconHugvísindi

Hvenær voru fyrstu Ólympíuleikar fatlaðra haldnir og hvar?

Ólympíuleikar fatlaðra eiga rætur sínar að rekja til landskeppni sem haldin var við Stoke Mandeville-spítalann í Aylesbury, Buckinghamshire á Englandi. Sú keppni var liður í endurhæfingu hermanna sem höfðu hlotið mænuskaða í síðari heimsstyrjöldinni. Hugmyndina átti Ludwig Guttman, taugasérfræðingur af gyðingaættu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margir hvalir í sjónum í kringum Ísland?

Hafrannsóknastofnun hefur gert stofnstærðarrannsóknir á þeim tegundum hvala sem kemur til greina að nýta á næstu árum. Þessar tegundir eru langreyður (Balaenoptera physalus), hrefna (Balaenoptera acutorostrata) og sandreyður (Balaenoptera borealis). Samkvæmt talningunum eru um 16.000 langreyðar á hafsvæðinu mil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skötur?

Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skatna (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem kunnari er undir heitinu tindabikkja. Aðrar tegundir eru til dæmis skjótta skata (Raja Hyperborea), skata (Raja batis), hvítaskata (Raja lintea) og maríuskata (Bathyraja spinicauda). Skötur...

category-iconVísindavefur

Hafið þið íhugað að hafa á Vísindavefnum vettvang fyrir umræðu um spurningar og svör?

Þetta er góð spurning og svarið er já: Við höfum hugleitt þetta öðru hverju. Við höfum hins vegar verið svo önnum kafin að vinna með spurningar og svör að við höfum ekki getað gefið okkur tíma til að líta nánar á þetta. Auk þess má kannski segja að umræðan komi að nokkru leyti af sjálfu sér því að sumar spurningar...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er svokallað glæpagen, og hver eru einkenni þess?

Leitin að fædda afbrotamanninum er orðin löng og ströng. Fyrsta uppgötvunin sem þótti benda til að glæpahegðan væri arfbundin kom frá ítalska fangelsislækninum Cesare Lombroso árið 1876. Hann taldi á grundvelli athugana sinna að fangar hefðu líffræðileg einkenni sem gerðu þá frábrugðna öðrum borgurum og skýrðu afb...

Fleiri niðurstöður