Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?
Stjörnumerkið Óríon er að margra mati meðal fegurstu stjörnumerkja himinsins. Í goðafræðinni var Óríon veiðimaðurinn mikli, sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Hann stærði sig af því að geta drepið hvaða skepnu sem var á og var hreykinn af sjálfum sér. Það kom að því að guðirnir fengu nóg af stærilæti Orío...
Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?
Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...
Hvað eru kraftar Londons?
Venjulegar sameindir (e. molecules) eru óhlaðnar sem heild og þess vegna verka ekki milli þeirra neinir rafkraftar af venjulegustu gerð, það er að segja svokallaðir Coulomb-kraftar milli hlaðinna efniseinda. Hins vegar er jákvæð hleðsla í atómkjörnum sameindarinnar og jafnstór neikvæð hleðsla í rafeindum hennar sa...
Hvernig er dýralíf í Perú?
Fá lönd í heiminum státa af jafn fjölbreyttu dýralífi og Perú. Í grófum dráttum má skipta Perú í þrennt. Austurhluti landsins tilheyrir Amasonlægðinni en hitabeltisregnskógar hennar þekja um 60% af landinu. Hið fjölskrúðuga dýralíf Perú má mikið til rekja til þessa svæðis. Um miðbik landsins frá norðvestri til su...
Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?
Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur...
Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?
Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...
Hvað er Pfeiffer-heilkenni og hvernig lýsir það sér?
Pfeiffer-heilkenni er mjög sjaldgæfur fæðingargalli sem fyrst var greint frá árið 1964. Hann felst í því að saumar höfuðkúpubeina renna saman of snemma (e. craniosynostosis) sem leiðir til þess að höfuðkúpan aflagast. Þetta stafar af stökkbreytingu í geni sem stjórnar myndun viðtaka fyrir vaxtarþátt trefjakímfrumn...
Ef maður elur stelpu upp eins og hún væri strákur, mundi hún þá ekkert vita og haga sér eins og strákur?
Nei, það er alls ekki víst að hún myndi gera það. Það er ljóst, eins og með svo margt annað, að bæði líffræðilegir þættir (eins og erfðir og hormón) og félagslegir þættir (svo sem uppeldi) skipta máli fyrir kynsamsemd (e. gender identity) fólks, það er hvort það líti á sig sem karl eða konu, og hvaða kynhlutverk ...
Af hverju varpast skuggar ekki í lit?
Flestir hlutir kringum okkur lýsa ekki af eigin rammleik og eru einungis sýnilegir af því að ljós frá lýsandi hlutum skín á þá og þeir endurkasta því. Það er þetta endurkastaða ljós sem við sjáum síðan frá þessum hlutum. Venjulegt ljós sem lýsir upp umhverfi okkar, til dæmis sólarljós eða ljós frá venjulegum r...
Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?
Heilablóðfall eða heilaslag getur stafað af tveimur meginorsökum. Annars vegar er um að ræða svokallað heiladrep þegar fyrirstaða eins og blóðtappi verður í einni af heilaslagæðunum. Af því leiðir að það heilasvæði sem æðin liggur til fær ekki þá næringu og súrefni sem það þarfnast og deyr í kjölfarið. Hin...
Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?
Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun. Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æx...
Hvernig vita menn að það eru til aðrar vetrarbrautir? Eða að það séu til milljónir af þeim?
Þetta er sérstaklega góð spurning og svarið við henni er ein mesta uppgötvun vísindanna fyrr og síðar. Þegar sjónaukar urðu smám saman stærri og betri sáu menn vitaskuld lengra og lengra út í geiminn. Í upphafi 20. aldar var svo komið að menn deildu hart um hvort svonefndar þyrilþokur væru tiltölulega litlar o...
Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?
Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...
Af hverju er svart fólk stundum kallað blámenn?
Heitið Bláland kemur fyrir í fornum íslenskum sagnaritum, til dæmis í Mattheusar sögu postula, einu elsta sagnariti sem til er á íslensku. Af samanburði við erlendar gerðir sögunnar má sjá að þetta orð er þýðing á latneska heitinu Aethiopia. Í Historia de antiquitate regum Norwagiensium, norsku riti á latínu sem r...
Er götuheitið Laugavegur alltaf skrifað þannig og af hverju dregur gatan nafn sitt?
Laugavegurinn liggur úr miðbænum inn í Laugardal. Hann tekur við af Bankastræti (sem áður hét Bakarastígur eða Bakarabrekka) og stefnir austur á bóginn. Neðsti hluti Laugavegar hét áður Vegamótastígur en þá lá gatan ekki nema skammt upp holtið. Bæjarstjórnin í Reykjavík ákvað 1885 að hefja skyldi vegarlagningu inn...