Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er „að prumpa í stampinn“ og hvaðan kemur orðasambandið?

Eftir því sem vitað er tengist orðasambandið að prumpa í stampinn Norðurlandi, einkum Akureyri. Það er í raun merkingarlítið. Allir þekkja sögnina að prumpa ‘leysa vind’ og nafnorðið stamp um kringlóttan bala. Sunnlendingar gerðu og gera ef til vill enn gys að norðlensku málfari, einkum rödduðum framburði. Á Tímar...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hættulegt að gefa garðfuglum rúsínur?

Þau sem hafa fóðrað garðfugla svo sem svartþresti (Turdus merula) og skógarþresti (Turdus iliacus) á rúsínum hafa tekið eftir því hversu hrifnir þeir eru af þessum þurrkuðu vínberjum. Rúsínur eru á engan hátt skaðlegar fyrir fugla og því er í lagi að fóðra þá á þeim. Margar fuglategundir eru sólgnar í ávexti e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er orðið hvítvoðungur stundum notað um nýfædd börn?

Orðið hvítvoðungur merkir annars vegar ‘ungbarn, kornabarn’ og hins vegar í eldra máli ‘nýskírður maður’. Í Íslenskri orðabók (2002:xiii) er það merkt með krossi sem segir að orðið sé fornt eða úrelt. Í riti Páls Vídalín, Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar er Jónsbók kallast (í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins stúlka?

Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að orðin mæðgur, mæðgin og feðgar, feðgin, séu aðeins til í íslensku?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Eftir töluverða leit og samtöl við fólk frá hinum ýmsu löndum, bæði nær og fjær sýnist mér ekkert tungumál hafa orðin mæðgur, mæðgin, feðgar, feðgin. Það er hægt að finna feðgar í gömlum sænskum texta og á rúnasteinum. Veistu eitthvað um þessi orð? Talsvert er til í því en...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju eru ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hví eru á alþingi ráðherrar hæstvirtir en þingmenn háttvirtir? Þingið er æðst. Ráðherrar án þingsætis ættu að vera háttvirtir en þingmenn hæstvirtir. Ráðherrar standa hærra í metorðastiga Alþingis en almennir þingmenn og er hæstvirtur því áskilið kurteisisorð um þá og um fo...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðasambandið svona gerast kaupin á eyrinni - og hvað er átt við með þessu?

Nafnorðið eyri merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:290) ‘sand- eða malarsvæði (stundum uppgróið) meðfram á (vatni), myndað af framburði árinnar, samskonar hólmi úti í á (vatni), lágur tangi eða nes (í sjó)’. Orðasambandið eins og (eftir því sem) kaupin gerast á eyrinni var upphaflega notað um viðskipti eð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?

Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftu...

category-iconHeimspeki

Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?

Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi: Það er rangt að deyða mannverur Fóstur er mannvera Þess vegna er rangt að eyða fóstri Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti m...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða PC-tölvuleikur er best gerður?

Til er fjöldinn allur af mjög vel gerðum tölvuleikjum fyrir PC-heimilistölvur. Vinsælustu PC-leikjunum má skipta í tvo flokka, frumleiki annars vegar og hermileiki hins vegar. Meginmarkmið frumleikja er að gaman sé að spila þá - oft er umhverfið nýstárlegt og hægt að gera hluti sem annars væru ómögulegir - til...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver eru bestu fiskimið í Faxaflóa?

Í hinu mikla ritverki Íslenskir sjávarhættir fjallar höfundurinn, Lúðvík Kristjánsson, um fiskimið í III bindi verksins. Þar segir m.a. "Landnemarnir munu brátt hafa kynnst því er þeir byrjuðu að róa til fiskjar, að ekki var sama hvar þeir stungu niður færi. Þeir reyndu þó að setja á sig þau svæði sem fiskisælu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er árásargjarnastur hunda?

Hundurinn (Canis familiaris) er vinsælasta gæludýr mannsins ásamt heimiliskettinum. Hundurinn er þó oft ekki aðeins gæludýr heldur gegnir hann öðrum hlutverkum í þágu mannsins, svo sem smölun, hjarðgæslu, ýmiss konar aðstoð við veiðar og sömuleiðis verndun og vörnum. Í rúm 12 þúsund ár hefur hann verið veiðifélagi...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er að segja um eðlisfræði skæra?

Skæri eru býsna snjöll uppfinning og skærin í kringum okkur eru margs konar ef að er gáð: Eldhússkæri, naglaskæri, fataskæri og svo framvegis. Og ef við hugsum okkur um sjáum við að ýmis áhöld sem við köllum klippur eru í rauninni náskyld skærum. Má þar nefna einfaldar grasklippur, trjáklippur, þakjárnsklippur og ...

category-iconBókmenntir og listir

Er bókin The Clay Marble byggð á sönnum staðreyndum?

Bókin The Clay Marble er skrifuð af taílenska rithöfundinum Minfong Ho. Bókin segir sögu tveggja stúlkna, Döru og Jantu, og gerist í Kambódíustríðinu sem geisaði 1979-1989. The Clay Marble nálgast því skilgreiningu sögulegrar skáldsögu, þar sem hún segir frá afdrifum persóna sinna í sögulegu umhverfi, raunverulegu...

category-iconLæknisfræði

Hvað er sigðkornablóðleysi?

Sigðkornablóðleysi (e. sickle cell anaemia) er erfðasjúkdómur sem stafar af hálfbanvænu geni. Hálfbanvæn gen draga mjög úr lífslíkum þeirra sem bera þau, að minnsta kosti þeirra sem eru arfhreinir um þau. Flestir einstaklingar eru arfhreinir um eðlilegt gen (HbA) sem geymir uppskrift að byggingu A-blóðrauða eða A-...

Fleiri niðurstöður