Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1759 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Mið-Atlantshafshryggurinn?

Mið-Atlantshafshryggurinn myndaðist við það að risameginlandið Pangæa klofnaði, Norður- og Suður-Ameríka skildust frá Evrasíu og Afríku. Þetta var flókið ferli sem hófst á júra-tímabilinu, fyrir um 170 milljónum ára. Þegar skorpufleka rekur í sundur, myndast hafsbotn á milli — (Ísland er undantekning, „hafsbotn of...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að segja „eigðu góðan dag", og þá af hverju?

Orðasambandið Eigðu góðan dag er iðulega notað í kveðjuskyni, til dæmis í verslunum og öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta virðist ekki vera gamalt í málinu – elstu dæmi á timarit.is eru um 30 ára gömul. Næstum jafnlengi hefur verið amast við orðalaginu. Gísli Jónsson sagði til dæmis í þætti sínum um íslenskt mál í M...

category-iconJarðvísindi

Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það?

Athugasemd frá ritstjórn: Rétt er að taka fram að nýleg rannsókn bendir til þess að gjóskulagið sem hér er fjallað um sé ekki frá Tindafjallajökli heldur af Torfajökulssvæðinu. Sjá nánar um það í greininni Widespread tephra dispersal and ignimbrite emplacement from a subglacial volcano (Torfajökull, Iceland). Geol...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafði megalodon margar tennur?

Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var tiktaalik?

Tiktaalik roseae, héðan í frá kallað tiktaalik, var forn hryggdýrategund sem fannst í jarðlögum frá seinni hluta devontímabilsins (fyrir 410-360 milljón árum). Tiktaalik var merkilegt dýr, eins konar millistig milli fiska með holduga ugga (kallaðir holduggar) og frumstæðra ferfættra dýra, sem sagt bæði fiskur og l...

category-iconEfnafræði

Úr hverju eru bjöllurnar í Hallgrímskirkju?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Mig langar að vita úr hverju bjöllurnar í Hallgrímskirkju er búnar til. Eru þær úr járni eða kopar? Kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju eru samtals 32. Þar af eru 3 stórar bjöllur og 29 minni í klukknaspili (e. carillon). Klukkurnar voru framleiddar hjá fyrirtækinu Royal Eijsbo...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar eldgosum myndast apalhraun?

Apalhraun (e. a'a lava) myndast jafnan í ísúrum gosum. Í slíkum tilvikum er myndun þess óháð framleiðni og tengist beint tiltölulega hárri upphafsseigju kvikunnar. Þegar apalhraun verða til í basaltgosum við flæði beint frá gígum, einkennist gosvirknin af hlutfallslega öflugri kvikustrókavirkni, hvort sem um er að...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til?

Gjáin nefnist sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng, og fellur Rauðá í snotrum fossi niður í það. Heitir hann Gjárfoss. Þjórsá hefur sennilega myndað Gjána í öndverðu. Til skamms tíma hljóp hún þar oft fram í vatnavöxtum, en til að varna því var gerður stíflugarður yfir skarðið frá Sandaf...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur þýðingin Filippus á íslensku? Konungur Spánar heitir Felipe en kallaður Filippus á Íslandi, fyrrum drottningarmaður Elísabetar hét Philip en á Íslandi Filippus líka. Velti fyrir af hverju ekki Filip? Nafnið Filippus kemur fyrir í Sturlungu á 13. öld og fornbr...

category-iconNæringarfræði

Er hafragrautur hollur?

Í fljótu bragði má svara spurningunni hvort hafragrautur sé hollur játandi. Helstu hráefni sem notuð eru í hafragraut eru vatn, sem er lífsnauðsynlegt næringarefni og haframjöl (eða hafraflögur), sem er meðal annars uppspretta flókinna kolvetna og trefja, auk ýmissa vítamína og steinefna. Hafrar. Einn helsti...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?

Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Ís...

category-iconLæknisfræði

Hvaða fráhvarfseinkenni fylgja því að hætta að reykja og hvernig er best að takast á við þau?

Nikótín í sígarettum er eitt sterkasta ávanabindandi fíkniefni sem til er. Talið er að með því reykja í tvígang sé táningur í allt að í 70% hættu á að reykja næstu fjörutíu árin. Reykingar eru því ekki eingöngu lærð hegðun heldur líka fíkn, og nikótín veldur því bæði líkamlegri og sálfélagslegri ávanabindingu. Frá...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru hjarta- og æðasjúkdómar?

Til hjarta- og æðasjúkdóma teljast sjúkdómar í slagæðum líkamans og eru þeir yfirleitt af völdum æðakölkunar. Slagæðar flytja blóð mettað súrefni og næringu til vefja líkamans. Við æðakölkun þrengjast æðarnar og minna magn blóðs kemst til vefjanna. Það leiðir til súrefnisskorts á viðkomandi svæðum. Æðakölkun b...

category-iconStjórnmálafræði

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

category-iconStærðfræði

Hver var Sofia Kovalevskaja og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Sofia Kovalevskaja (1850–1891) fæddist í Moskvu. Hún var önnur í röð þriggja barna Vasilíj Korvin-Krukovskíj, hershöfðingja riddaraliðs af pólskum ættum, og Yelizaveta Federovna Shubert af þýskum ættum. Foreldrarnir voru báðir vel menntaðir og komnir af hefðarfólki. Sofia hlaut menntun sína hjá einkakennurum og ba...

Fleiri niðurstöður