Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 96 svör fundust

Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?

Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...

Nánar

Hvar í Evrópu er Albanía?

Hið albanska nafn landsins er Rebublika e Shqipërisë. Albanir nefna þjóð sína sjálfir shqiptarë sem þýðir „synir arna“. Albanía er á vesturhluta Balkanskagans við Otranosund. Flatarmál þess er 28.748 km2, mesta lengd frá norðri til suðurs er 340 km og frá austri til vesturs 157 km. Norðvestan Albaníu liggur Sva...

Nánar

Hvað er hellenismi og á hvaða tímabili var hann í mannkynssögunni?

Hugtakið hellenismi er notað sem samheiti yfir menningu þeirra ríkja sem urðu til úr heimsveldi Alexanders mikla. Helleníski tíminn nær frá dauða Alexanders fram að innlimum Egyptalands í Rómveldi eða frá 323 f. Kr. til ársins 30. f. Kr. Hellenismi var samruni margskonar menningarhefða þar á meðal frá Grikklandi o...

Nánar

Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gripið til ýmissa ráðstafana á síðustu misserum til að koma á fjármálastöðugleika innan sambandsins í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Þau aðildarlönd sem hingað til hafa lent í mestum skuldavanda, Grikkland, Írland og Portúgal, hafa fengið aðstoð frá öðrum ríkjum sambandsi...

Nánar

Er gríska elsta tungumál í heimi?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...

Nánar

Hvernig var daglegt líf og venjur Forngrikkja?

Þessi spurning er viðamikil og hér gefst ekki færi á öðru en að lýsa daglegu lífi Forngrikkja í grófum dráttum. En fyrst ber að slá varnagla. Þegar rætt er um Forngrikki er átt við íbúa Grikklands hins forna eða grískumælandi fólk í fornöld. Fornöld var langur tími. Grískumælandi menn komu fyrst til þess svæðis se...

Nánar

Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?

Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...

Nánar

Hvaða lönd teljast til Evrópu?

Þessu er ekki eins auðvelt að svara og ætla mætti, jafnvel þótt við reynum ekki að gera það í eitt skipti fyrir öll. Bæði myndast ný ríki öðru hverju og eins kemur fyrir að ríki sameinast. Auk þess eru sum ríki á gráu svæði við jaðar Evrópu eða þá að landsvæði þeirra telst til tveggja heimsálfa, ýmist þannig að hö...

Nánar

Hver fann upp stærðfræðina?

„Guð fann upp heilu tölurnar, allt annað eru mannanna verk“ er haft eftir Kronecker, einum af höfuðstærðfræðingum 19. aldar. Öll menningarsamfélög hafa einhverja aðferð til að kasta tölu á tiltekinn fjölda. Að þessu leyti mætti segja að enginn hafi fundið upp stærðfræðina heldur sé hún samofin menningunni og af Gu...

Nánar

Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?

Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því gr...

Nánar

Hvað er akrópólis og hvaða tilgangi þjónaði staðurinn hjá Grikkjum?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Hvaða byggingar voru á Akrópólis í Aþenu og rústir hverra eru þar eftir?Gríska orðið pólis hefur verið þýtt á íslensku sem 'borgríki' og orðið akrópólis merkir 'háborg' og er notað um víggirtar hæðir forngrískra borga. Grískar borgir voru oft byggðar í hlíðum og frá ...

Nánar

Hvaða áhrif hafði Herakleitos, hvað gerði hann?

Herakleitos (um 540 – um 480 f. Kr.) var grískur heimspekingur frá borginni Efesos í Jóníu í Litlu-Asíu (nú í Tyrklandi). Lítið er vitað með vissu um ævi Herakleitosar og flestar sögur um hann eru hæpnar. Samkvæmt einni á hann til dæmis að hafa látist í mykjuhaug (McKirahan: 128). Herakleitos ritaði eina bók s...

Nánar

Hver var Heródótos frá Halikarnassos?

Heródótos frá Halikarnassos var forngrískur sagnaritari, sem skrifaði um sögu Persastríðanna og hefur verið nefndur faðir sagnfræðinnar. Heródótos fæddist um 484 f.Kr. í Halikarnassos, sem var dórísk nýlenduborg í Litlu-Asíu. Hann ferðaðist víða, meðal annars til Samos og grískra nýlendna umhverfis Svartahaf, til ...

Nánar

Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?

Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum lö...

Nánar

Hver var Pandóra, og hver er sagan á bak við öskjuna hennar?

Samkvæmt grískri goðafræði var Pandóra fyrsta konan á jörðinni. Guðirnir höfðu falið bræðrunum Epimeþeifi (nafnið þýðir eftirsjá) og Prómeþeifi (“forsjálni”) að fylla jörðina lífi. Epimeþeifur byrjaði á að skapa dýrin og gaf þeim ýmsa eiginleika, styrk, hraða og klókindi, og feld og fjaðrir til að verja sig með...

Nánar

Fleiri niðurstöður