Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 751 svör fundust

Eru til einhver ensk orð sem tekin eru úr íslensku?

Vissulega eru til íslensk tökuorð í ensku en miklu fremur fornnorræn. Sem dæmi mætti nefna berserk (= berserkur), egg, geysir, jökulhlaup, rannsaka, saga, skata, sky (e. himinn, ísl. ský). Hafa þarf í huga að lítill munur var á norsku og íslensku á dögum víkinga sem sigldu frá Noregi í vesturátt og komu við á Bret...

Nánar

Hvað þýðir að bíta höfuðið af skömminni?

Merkingin er ‘kunna ekki að skammast sín, gera illt verra, gerast enn ósvífnari’. Orðasambandið þekkist frá fyrri hluta 18. aldar. Til dæmis skrifaði Jón Vídalín í postillu sinni: Ecke eru Dæme til þess / ad nockur hafe so bited Høfuded af Skømmenne. Sennilega er orðasambandið fengið að láni úr dönsku bide h...

Nánar

Hvað er trítil- þegar einhver er trítilóður?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað merkir að vera trítilóður? Orðið trítill hefur fleiri en eina merkingu. Það er til dæmis nafn á leikfanginu skopparakringla (einnig trítiltoppur, trítiltopar) en einnig merkir það lítill hnykill, stráksnáði, smávaxinn maður, spónn til að matast með og trýni. Af þess...

Nánar

Hvað þýðir @ og hvers vegna er það notað í tölvupóstföngum?

@ er á ensku lesið 'at' og á íslensku hefur bæði verið stungið upp á þýðingunum 'á' eða 'á-merki', 'hjá' og 'að'. Uppruni táknsins er úr bókhaldi. Það var og er sett á reikninga og þýðir 'á', dæmi: 300 stk @ 5 krónur stk. Í þessu samhengi er táknið lesið sem 'at' á ensku og trúlega hefur það stuðlað að því að þ...

Nánar

Hvað þýða nöfnin Karen Ýr, Árný Yrsa og Finnur?

Nafnið Karen er talið vera dregið af nafninu Katarina eins og nafnið Katrín. Það var snemma tengt við grískt orð sem merkir 'hreinn'. Nafnið Ýr er skylt nafnorðinu úr sem merkir 'úruxi'. Nafnið Árný er samsett úr Ár- sem tengist nafnorðinu ár í merkingunni 'góðæri, ársæld' og -ný sem er kvenkyn lýsingarorðsi...

Nánar

Hvað er til í því að nafnorðið peysa sé franskt að uppruna?

Sagan um franskan uppruna orðsins peysa er skemmtileg. Sagt er að franskir sjómenn hafi bent og kallað, þegar þeir sáu íslenska bændur: „paysan, paysan“, sem þýðir „bóndi, bóndi“. Íslendingar hafi misskilið orðið, haldið að verið væri að benda á prjónapeysurnar þeirra og farið að kalla flíkurnar peysur. Þótt sa...

Nánar

Hvaðan kemur orðið appelsína?

Orðið appelsína er tökuorð í íslensku og hefur líklegast borist hingað úr dönsku um miðja 19. öld. Þar heitir ávöxturinn appelsin. Í dönsku er orðið komið úr lágþýsku appelsina. Portúgalar fluttu fyrstir sætar appelsínur frá Kína til sunnanverðrar Evrópu á 16. öld, en beiskar appelsínur bárust aftur á móti frá...

Nánar

Hvað þýðir -teini í skírteini eða hver er uppruni orðsins og merking?

Eldri myndir orðsins skírteini eru 'skírtein' og 'skírteikn', sem er elsta mynd orðsins. Ásgeir Blöndal segir í Íslenskri orðsifjabók að samsetningarliðir orðsins virðist vera lýsingarorðið 'skír' og nafnorðið 'teikn'. Í gagnasafni Orðabókar Háskólans er að finna orðskýringu frá síðari hluta sautjándu aldar eða...

Nánar

Hvað er "flæmingi" í orðasambandinu að fara undan í flæmingi?

Í orðasambandinu að fara undan í flæmingi er flæmingur nafnorð sem annars vegar merkir ‘flakkari’ og hins vegar ‘flakk, flækingur’. Það er síðari merkingin sem á við hér. Þetta er flæmingi, en fer hann undan í flæmingi? Að fara undan í flæmingi merkir annars vegar ‘að þvælast fyrir á undanhaldi, hopa á hæli...

Nánar

Hvað þýðir orðið séra?

Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra ein...

Nánar

Hverjir voru Serkir?

Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...

Nánar

Hvaðan kemur orðalagið að vera stikk eða stikkfrí?

Stikk er sérstakur leikur sem vinsæll var þegar í upphafi 20. aldar. Hann fór þannig fram að hnappar, tölur eða annað þess háttar var lagt á jörðina í ákveðinni fjarlægð frá þeim sem voru að spila. Þeir höfðu í hendinni lítinn, flatan stein eða litla málmplötu, sem nefndist stikki, og köstuðu í átt að hnöppunum ei...

Nánar

Hvernig kveða menn í kútinn?

Orðasambandið að kveða einhvern í kútinn er notað um að sigra einhvern í að kveðast á en einnig um að sigra einhvern í deilu og að þagga eitthvað niður. Merkingin ‛kveðast á’ er líklegast sú upprunalega. Í ritinu Breiðdælu (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans) stendur þessi texti:Þá átti sá, er hafði betur, ...

Nánar

Hvaða basta er átt við í punktur og basta og hver er uppruni orðasambandsins?

Orðasambandið er fengið að láni úr dönsku punktum og basta. Punktum „punktur“ er úr latínu og basta er ítölsk upphrópun „nú er nóg komið!“ af sögninni bastare „nægja“. „Nú er nóg komið!“ hugsar þessi eflaust þegar bíllinn fór ekki í gegnum skoðun. Elsta myndin í íslensku punktum og basta er frá síðari hluta 1...

Nánar

Fleiri niðurstöður