Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 37 svör fundust

Er það satt að maður fái mjó læri ef maður drekkur mikið te?

Þessari spurningu er auðsvarað með einföldu nei-i. Við fjöllum hér stuttlega um hagnýt atriði við stjórnun líkamsþyngdar til fróðleiks og síðan um hvernig misskilningurinn um te og mjó læri kann að vera til kominn. Þessar fínu frúr vita að stöðug tedrykkja minnkar ekki ummál læranna. Rétt mataræði og líkamsrækt...

Nánar

Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?

Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...

Nánar

Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?

Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...

Nánar

Hvers vegna drekka Íslendingar svona illa?

Spyrjandi bætir við: Er það skapgerð þjóðarinnar eða erum við einfaldlega ennþá frumstæðir villimenn að þessu leyti? Hugmyndina um óheflaða drykkjusiði norrænna þjóða, andstætt fáguðum drykkjusiðum suðlægra þjóða, má rekja til almennra hugmynda um hið frumstæða norður og siðmenntaða suður. Ímyndin af áfengisney...

Nánar

Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?

Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...

Nánar

Hvað pissar meðalmaðurinn mikið á dag?

Meðalþvaglát eru um það bil einn og hálfur lítri á dag. Endanlegt þvag myndast við þrjú ferli sem fara fram í svokölluðum nýrungum (e. nephrons) sem eru starfseiningar nýrnanna. Í hvoru nýra eru um það bil ein milljón nýrunga. Í grófum dráttum eru helstu hlutar nýrunga: nýrnahnoðri (e. renal corpuscle) sem sama...

Nánar

Hver er besta og hollasta leiðin til að þyngjast?

Þeir sem eru mjög léttir, til dæmis með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 20 kg/m2, þurfa ekki endilega að þyngjast ef þeir eru að öðru leyti heilbrigðir. Hinsvegar er mögulegt að þyngdin eða undirþyngdin valdi hættu á sjúkdómum og í þeim tilfellum er æskilegt að viðkomandi reyni að þyngjast. Þeir sem vilja þyngjast...

Nánar

Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?

Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...

Nánar

Hvers vegna byrja unglingar að drekka?

Samkvæmt skýrslum SÁÁ mun láta nærri að 16% Íslendinga fari einhvern tíma ævi sinnar í gegnum vímuefnameðferð, eða nærri einn af hverjum 6. Þess utan er vitað að ekki leita allir sér hjálpar þótt þeir lendi í vanda af völdum vímuefnaneyslu, þannig að jafnvel er hægt að búast við að enn hærra hlutfall Íslendinga sé...

Nánar

Eru til einhver ráð til þess að sofa betur?

Svefnþörf og svefntími er einstaklingsbundinn. Sumir eru endurnærðir eftir 6 tíma svefn, en öðrum nægir ekki minna en 9 tímar. Þá eru sumir nátthrafnar, en aðrir morgunhanar. Svefntruflanir eru algeng ástæða þess að fólk leitar læknis og er talið að um fimmtungur íbúa á Vesturlöndum glími við truflaðan svefn e...

Nánar

Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?

Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...

Nánar

Má lögráða einstaklingur sem hefur náð 18 ára aldri neyta áfengis?

Árið 1933 var samþykkt tillaga á Alþingi þess efnis að fara skyldi fram þjóðaratkvæðagreiðsla á árinu um hvort afnema skyldi bann við innflutningi áfengra drykkja. Ólíkt öðrum þjóðaratkvæðagreiðslum sem farið höfðu fram áður um ýmis málefni tengd íslensku þjóðinni féllu atkvæði í þessu ákveðna máli nokkuð jafnt og...

Nánar

Er óhollt að borða rétt fyrir svefninn?

Ekki er talið ráðlegt að borða stóra og þunga máltíð rétt fyrir svefninn því það eykur líkur á meltingartuflunum og getur ruglað svefnmynstrið. Best er að borða kvöldmat að minnsta kosti tveimur tímum fyrir svefninn. Aftur á móti getur verið gott að fá sér létt snarl fyrir háttinn sem inniheldur amínósýruna tryptó...

Nánar

Er virkilega hægt að drekka kók í þremur kynjum?

Kók er íslenska heitið á gosdrykknum Coca-Cola™ en er að einhverju leyti notað um kóladrykki almennt, óháð því hvert vörumerkið er. Orðið er sprottið af fyrri hluta erlenda vörumerkisins sem hefur verið lagað að íslenskum framburði og stafsetningu. Það er einnig til marks um aðlögun orðsins að íslensku málkerfi að...

Nánar

Fleiri niðurstöður