Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 604 svör fundust

Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?

Í heild hljóðar spurningin svona: Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum. Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið...

Nánar

Hvaðan kemur málshátturinn „fall er fararheill“ og hvað merkir hann?

Elsta heimild um málsháttinn fall er fararheill, sem mér er kunnugt um, er úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, nánar tiltekið úr Haralds sögu Sigurðarsonar. Í 90. kafla sögunnar segir (stafsetningu breytt):Haraldur konungur Guðinason var þar kominn með her óvígan, bæði riddara og fótgangandi menn. Haraldur konungu...

Nánar

Hvað eru bomsur og eru til fleiri en ein skýring á orðinu?

Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elsta dæmi um bomsur úr blaðinu Speglinum frá 1932:Gúmmístígvjel á börn og fullorðna, með bæjarins lægsta verði. Bomsur og skóhlífar í miklu úrvali. Stefán Gunnarsson Skóverslun Austurstræti 12.Heldur eldri dæmi er að finna á timarit.is eða úr Vísi frá 1928. Öll elstu dæmin er...

Nánar

Hver notaði fyrst orðið þjóðarsál?

Erfitt er að segja til um hver fyrstur notar eitthvert orð nema saga fylgi orðinu eins og dæmi eru um. Elsta dæmi um þjóðarsál í safni Orðabókar Háskólans er úr bréfi Valtýs Guðmundssonar til stjúpa síns árið 1910. Hann segir: „Hið andlega siðferði þjóðarinnar er spillt og lamað, þjóðarsálin sjúk.” Næsta dæmi er s...

Nánar

Af hverju heitir keisaraskurður þessu nafni?

Samkvæmt gömlum sögnum er nafnið keisaraskurður (e. cesarean/cesarian/caesarean section, cesarean; da. kejsersnit) komið til af því að hinn rómverski Júlíus Sesar var tekinn með slíkum skurði þegar hann fæddist. Vísbendingar eru þó um að móðir hans hafi enn verið á lífi þegar hann var fullorðinn. Þar sem nær ...

Nánar

Hvers vegna breyttist orðið hringur í armband, og fingurgull í hring?

Í fornu máli merkti baugur ‘hringur (einkum úr gulli eða silfri)’ og var hann gjarnan notaður sem gjaldmiðill. Um var að ræða bæði hring á fingur og hring til að bera á handlegg. Þannig var armbaugur borinn á handlegg. Orðið hringur hafði sömu merkingu og nú um eitthvað sem var hringlaga og var í eldra máli meðal ...

Nánar

Hvað merkir orðið fíton og hvaðan kemur það?

Orðið, sem spurt er um, er til í fleiri en einni mynd: fíton, fítón og fítónn. Elsta merking er '(heiðinn) spásagnarandi' en síðar er það einnig notað í merkingunni 'reiði, æði, æðisgangur'. Í nútímamáli er það oftast fyrri liður í samsetningunni fítonsandi sem einnig er til í myndunum fítúnsandi, fítungsandi og f...

Nánar

Af hverju heitir Grímsnes þessu nafni?

Elsta heimild fyrir nafninu er Landnámabók (385 og 387) en þar segir að Grímur nam Grímsnes. Ekki er getið föðurnafns hans en hann bjó fyrst í Öndverðarnesi og síðan að Búrfelli. Grímsnes hefur því líklega átt við þann hluta sveitarinnar sem næst liggur ármótum Sogs og Hvítár. Hér sést suðurhlutinn á hinu eiginl...

Nánar

Hvaða reytum er fólk stundum að rugla saman?

Orðatiltækið að rugla saman reytum virðist ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er frá öldinni sem leið. Reytur er notað í merkingunni ‛litlar eigur, smádót, sundurlaus ull eða lagðar, lélegt engi’. Þegar par ruglar saman reytum sínum er þá átt við að það blandi saman því sem það á, ...

Nánar

Hvers konar lán eru glópalán? Hvað merkir glópa-?

Orðið glópalán merkir ‛slembilukka, meiri heppni en við var að búast’. Það er sett saman úr orðunum glópur ‛afglapi, kjáni, flón’ og lán ‛heppni’, það er að segja lán eða heppni sem kjáni verður fyrir. Orðið er ekki gamalt í málinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ljóði eftir ...

Nánar

Fleiri niðurstöður