Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 429 svör fundust

Hver er uppruni orðanna hommi og lesbía?

Hommi er íslensk stytting á enska orðinu homosexual. Það er sett saman af gríska orðinu homós ‘samur, sjálfur’ og latneska orðinu sexus ‘kyn, kynferði’. Það er því notað í bókstaflegri merkingu um samkynhneigðan mann. Orðið hommi er sett saman af orðnum homós og sexus. Lesbía ‘samkynhneigð kona’ er dregið af lýs...

Nánar

Hver er íbúafjöldi Jamaíku?

Á Jamaíku bjuggu 2.682.100 manns í lok árs 2007 samkvæmt upplýsingum frá hagstofu landsins. Jamaíka er eyja sunnan af Kúbu. Höfuðborgin heitir Kingston. Eyjan er þriðja stærsta eyja Karíbahafs, 240 km að lengd, 80 kílómetra breið og 10.991 km² að flatarmáli. Hún er hálend eldfjallaeyja og þar er hitabeltisloft...

Nánar

Er orðið „mæma“ til í íslensku?

Þessari spurningu er erfitt að svara annaðhvort játandi eða neitandi. Að baki liggur enska sögnin mime sem borin er fram /maIm/ í merkingunni ‛leika látbragðsleik, herma eftir’. Sögnin mæma er löguð að henni, rituð samkvæmt íslenskum ritvenjum og borin fram með íslenskum sérhljóðum. Sumir telja án efa að hún...

Nánar

Hvað heita allar selategundirnar?

Alls eru þekktar 33 tegundir hreifadýra (Pinnipedia) en þær eru flokkaðar í tvær yfirættir (e. superfamily). Annars vegar er það yfirættin Phocoidea en til hennar teljast 18 tegundir hinna eiginlegu sela. Hins vegar er það yfirættin Otarioidea en til hennar teljast 15 tegundir rostunga, sæljóna og loðsela. Þess be...

Nánar

Hvað er Plútó langt frá jörðu?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...

Nánar

Hvaða orð er oftast notað í heiminum?

Við vitum ekki nákvæmlega hvert er algengasta orðið í heiminum. Það gæti verið eitthvað orð á mandarínsku, en hana tala flestir í heiminum, um 850 milljónir manna. Ensku tala um um 340 milljónir manna og á vefsíðu um tíðni enskra ritmálsorða fundum við þessa þulu um algengustu orðin:the of and a to in is you th...

Nánar

Hvað merkir Gr á Alt Gr-hnappinum á lyklaborðinu?

Hnappurinn Alt Gr sem er hægra megin við bilstöngina (e. space bar) á flestum PC-lyklaborðum, er notaður til að fá fram ýmis sértákn. Á lyklaborðum sem eru stillt til að skrifa íslensku er til dæmis hægt að skrifa táknið @ með því að halda niðri Alt Gr og ýta á lykilinn Q. Skammstöfunin Alt stendur fyrir 'alter...

Nánar

Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?

Hebreska er móðurmál langflestra Gyðinga í Ísrael, en þeir eru um 77% landsmanna. Stærsti minnihlutahópurinn er múslimar (15%) sem tala arabísku. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan veg. Hebreska var töluð löngu fyrir Krist. Á myndinni sést brot úr rollu Isaiah (e. Isaiah scroll) sem er ein af rollunum se...

Nánar

Eru vötn á tunglinu?

Nei, það eru ekki vötn á tunglinu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökvar þar samstundis og "gufa upp" og gösin rjúka út í geiminn. Nýlega hefur þó, að sumra áliti, fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins.Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru...

Nánar

Hvað eru tíu mílur margir km?

Ef spyrjandi hefði viljað vita hve margar tommur væru í kílómetra eða hve margar mínútur væru í viku hefðum við ekki átt í neinum vandræðum með að svara honum. En þar sem mílan er misjafnlega löng eftir því hvort maður er staddur á sjó eða landi, og jafnvel mislöng eftir því í hvaða landi maður er, reynist svarið ...

Nánar

Af hverju eru drekar svona algengir í „þjóðsögum“ allra landa?

Fáar skepnur eru eins algengar í goðsögum, sögnum, þjóðsögum og ævintýrum og drekar. Drekinn er á táknrænan hátt náskyldur slöngunni eða orminum, enda var gríska orðið drakon, sem enska heitið er dregið af, upphaflega notað um hvers kyns sæskrímsli. Drekinn er alþjóðlegt tákn og getur bæði vísað í hið góða og hið ...

Nánar

Var spámaðurinn Merlín til í raun og veru?

Hér er einnig svarað spurningu Sigursteins Gunnarssonar: Reisti Merlín Stonehenge?Spámaðurinn Merlín er sögupersóna sem kemur fyrir í mörgum sögnum af Artúri konungi og riddurum hringborðsins. Fyrstu samfelldu frásögnina af Merlín er að finna í Breta sögum Geoffrey frá Monmouth sem rituð var á latínu á fyrri hluta...

Nánar

Hvers vegna bíta fiskar ekki jafnt á alla spúna?

Ekki er til einhlítt svar við þessari spurningu. Að hluta til liggur svarið í því að spúnar sem hafa reynst vel í tímans rás, hafa skapað sér nafn og áunnið virðingu veiðimanna og eru því oftar hnýttir á færið. Það leiðir aftur til þess að fiskar, sem á annað borð taka spún, taka þá spúna sem veiðimennirnir setja ...

Nánar

Fleiri niðurstöður