Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 641 svör fundust

Verða kettir veikir og hvaða sjúkdómseinkenni fá þeir þá?

Kettir geta veikst rétt eins og öll önnur dýr. Margir vel þekktir sjúkdómar leggjast á ketti, bæði smitsjúkdómar og sjúkdómar af erfðafræðilegum toga. Meðal helstu einkenna sem koma fram hjá veikum ketti eru minni matarlyst og aukin svefnþörf. Kettir eru í eðli sínu afar íhaldssamir og því getur verið auðvelt...

Nánar

Hvað er módernismi?

Módernismi vísar til nútímans og þess sem er nútímalegt og gæti útlagst á íslensku sem "nútímahyggja". Hefð hefur þó skapast fyrir notkun hins alþjóðlega heitis. Með módernisma er oft átt við stefnu eða tímabil í listum sem nær frá seinni hluta nítjándu aldar til miðbiks eða seinnihluta þeirrar tuttugustu. Móderni...

Nánar

Hvað veldur því að vöðvi rifnar og hvað gerist?

Ástæður þess að vöðvi rifnar geta verið margvíslegar en lang oftast gerist það þegar hann verður fyrir áverka eða snöggu ytra togi. Í íþróttum er einna algengast að vöðvi togni eða rifni í svokallaðri „eccentrískri“ vöðvavinnu en það er þegar vöðvinn lengist og hann vinnur á móti lengingunni (streitist á móti)...

Nánar

Hvað gerist við kynþroska?

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:Hvenær verður venjulegur karlmaður kynþroska?Hversu ungur kemst maður á kynþroskaskeið? Getur maður flýtt kynþroska? Er eitthvað sem hægt er að borða eða gera til að flýta kynþroska? Er hægt að hafa áhrif ...

Nánar

Hversu stór hluti jarðar er járn?

Járn kemur fyrir í jörðinni með tvennum hætti, sem málmur (Fe) og í efnasamböndum (til dæmis oxíðið magnetít: Fe3O4 og silíkatíð ólivín: (Fe,Mg)2SiO4). Því má skilja spurninguna tvennum hætti: Að spurt sé um járnmálm (sem er 32% af massa jarðar) eða allt járn, bundið og óbundið (sem er um 39%). Skoðum hvort tveggj...

Nánar

Er til galdrafólk?

Í svari sínu við spurningunni; Eru galdrar til?, hefur Ólína Þorvarðardóttir eftirfarandi að segja um galdra:Sé grennslast fyrir um eðli galdraathafna má segja að þau feli í sér viðleitni mannsins til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður eftir þeim leiðum sem hann telur færar hverju sinni. Í því ljósi má...

Nánar

Við hvað starfa stærðfræðingar?

Þegar flestir landsmenn hugsa um stærðfræði dettur þeim ef til vill fátt annað í hug en samlagning og frádráttur, og kannski koma upp óljósar minningar um línur og fleygboga, því í skóla velja margir nemendur sig meðvitað frá allri stærðfræði um leið og þeir geta. Spurningin um hvað stærðfræðingar geri eiginlega e...

Nánar

Hver er munurinn á körtu og froski?

Dýr í ættbálknum Anura í flokki froskdýra (Amphibia) skiptast í froska og körtur. Unnt er að greina á milli froska og karta en sú aðgreining á sér ekki flokkunarfræðilegan grundvöll. Þannig teljast sumar tegundir vera körtur þótt aðrar náskyldar tegundir innan sömu ættar teljist froskar. Til vinstri má sjá...

Nánar

Er eitthvert vit í vísindaheimspeki?

Vísindaheimspeki er viðfangsefni janúarmánaðar á Vísindavefnum. Þá reynum við að svara þeim fjölmörgu spurningum um eðli vísinda sem spyrjendur hafa sent vefnum. Í fyrstu viku janúarmánaðar var aðallega fjallað um lögmál: Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í ha...

Nánar

Hvað verður um afgang fjárlaga?

Þegar fjárlög eru afgreidd með afgangi, það er meiri tekjum ríkisins en útgjöldum, þá þýðir það einfaldlega að stefnt er að því að fjárhagsleg staða ríkisins batni á fjárlagaárinu. Það getur skilað sér í annaðhvort lægri skuldum eða að ríkið eignast meiri peningalegar eignir eða hvoru tveggja. Allur gangur er svo ...

Nánar

Hvaða hefur vísindamaðurinn Valentina Giangreco rannsakað?

Valentina Giangreco M. Puletti, dósent í raunvísindadeild HÍ, stundar rannsóknir á mörkum kennilegrar eðlisfræði og stærðfræði. Sérgrein hennar er svonefnd strengjafræði og hún hefur einkum unnið að verkefnum sem tengjast heilmyndunartilgátu öreindafræðinnar (e. holographic principle), sem er tilgáta um fræðilega ...

Nánar

Hvað eru klínískar rannsóknir?

Klínik og klínískur er eitt af þessum erlendu orðum sem ekki hefur tekist að þýða á íslensku og þess vegna er erlenda orðið notað. Orðið klínik er dregið af gríska orðinu kline sem þýðir rúm og vísar þannig til rúmliggjandi sjúklinga. Þetta orð hefur margvíslegar merkingar sem vísa þó oftast til sjúklinga eða umön...

Nánar

Gætu tveir menn sem slást kært hvor annan fyrir líkamsárás?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ef að tveir menn lenda í slagsmálum og valda jafnmiklum áverkum á hvorn annan, geta báðir kært og fengið jafnþungan dóm hvor um sig eða teljast þeir kvittir? Hér er spurt um slagsmál eða einhvers konar líkamsárás tveggja aðila og þá koma til skoðunar greinar nr. 217 og 218 í a...

Nánar

Fleiri niðurstöður