Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 392 svör fundust

Hefur einhver hlotið Nóbelsverðlaun tvisvar sinnum?

Alls hafa fjórir einstaklingar hlotið Nóbelsverðlaunin tvisvar sinnum, ein kona og þrír karlar. Það eru þau Marie Curie, Linus Pauling, Frederick Sanger og John Bardeen. Pólsk-franska vísindakonan Marie Curie(1867-1934) hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1903 og í efnafræði 1911. Hún var þar með fyrst al...

Nánar

Hvers vegna myndast dökk rönd á maganum á óléttum konum?

Margar konur fá dökka rönd á kviðinn þegar þær eru barnshafandi. Röndin getur orðið næstum einn cm á breidd og nær frá lífbeininu upp að nafla og jafnvel yfir naflann, alla leið að bringspölum (neðsta hluta bringubeins). Rönd þessi kallast linea nigra á latínu, sem þýðir svört rönd. Í raun eru allir með rönd á þ...

Nánar

Hver er uppruni orðsins að selflytja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi? Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkur...

Nánar

Er til fólk með rafsegulóþol?

Rafsegulóþoli, eða ofurnæmi fyrir rafsegulsviði (e. electromagnetic hypersensitivity) hefur verið lýst, meðal annars af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) á síðunni Radiation and health. Einkenni rafsegulóþols eru ósértæk, mismunandi milli einstaklinga og ekki hefur tekist að finna á þeim læknisfræðilegar ...

Nánar

Getur þráðlausa netið mitt skaðað nágranna mína?

Í svari við spurningunni Hvort telja vísindamenn að geislun frá þráðlausu neti sé hættuleg eða hættulaus? kemur meðal annars fram að svo lengi sem geislun sé innan viðmiðunarmarka sem mælt er með í löggjöf Evrópusambandsins séu engin greinanleg skaðleg áhrif á heilsu. Þar kemur líka fram að styrkur geislunar frá þ...

Nánar

Hvers vegna álíta sumir að Guð sé kona?

Hér verður gerð tilraun til þess að svara þessari stóru spurningu með stuttu svari. Vona ég að spyrjandi verði einhverju nær. Það er ekki nýtt að Guð sé karlgerður eða kvengerður, slíkt hefur tíðkast í kristinni hefð frá fyrstu tíð og í Gyðingdómi þar á undan eins og sést í Gamla testamentinu. Kvenlegir og karl...

Nánar

Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?

Vitað er til þess að ein kona hét Evlalía þegar manntal var fyrst tekið á Íslandi 1703. Hún var skráð í Dalasýslu. Um hundrað árum síðar, eða í manntali 1801, hétu þrjár sunnlenskar konur Evlalía og ein í Ísafjarðarsýslu. Þegar næst var tekið manntal 1845 hétu átta konur á landinu þessu nafni á Suður- og Vesturlan...

Nánar

Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?

Lauk- í laukréttur 'alveg réttur' er herðandi forliður eins og til dæmis mold- í moldríkur, ösku- í öskureiður og stein- í steindauður. Orðið laukur er fyrst og fremst notað um matjurt og hnúð á plöntustöngli með þykkum safaríkum forðablöðum. Orðið er einnig notað um skrautblóm og var algengur forliður í kvenk...

Nánar

Er kynferðislegur losti litinn hornauga í flestum samfélögum?

Ómögulegt er að svara þessari spurningu svo mark sé að. Í besta falli má segja að mjög mismunandi sé eftir samfélögum hvernig litið er á losta (eða ástleitni), enda ákaflega ólíkt hvað telst til ástleitni eða losta eftir því hvar er. Sums staðar er talið sjálfsagt að sýna kynfæri, eða sækjast eftir ástum, annars s...

Nánar

Hvers vegna heita þær ljósmæður?

Hér er einnig svarað spurningu Loga Helgusonar: Hver er uppruni orðsins ljósmóðir? Orðið ljósmóðir er gamalt í málinu. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er í Guðbrandsbiblíu sem gefin var út árið 1584. Þar segir í Fyrstu Mósebók (35.17): Og sem hun þiakadist meir og meir a Sængarførunne / sagde Liosmodurin til hen...

Nánar

Hver er munurinn á fósturforeldrum og stjúpforeldrum?

Orðið fóstri var í fornu máli bæði notað um þann sem tók einhvern í fóstur og þann sem var í fóstri hjá einhverjum. Sama gilti um orðið fóstra. Það var bæði notað um konuna sem tók einhvern í fóstur og stúlku sem tekin var í fóstur. Í nútímamáli virðist merkingin ‘fósturfaðir’ og ‘fósturmóðir’ ríkjandi í orðunum f...

Nánar

Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?

Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...

Nánar

Fleiri niðurstöður