Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 920 svör fundust

Hvað er þyngsta svín í heimi þungt?

Þyngsta svín sem mælst hefur var Big Bill sem árið 1933 mældist 1,157 kg. Þetta met stendur enn í dag þó nokkur svín hafi gert heiðarlega atlögu að því að slá metið. Eigandi Big Bill var Elias Buford Butler og komu þeir frá Jackson í Tennessee í Bandaríkjunum. Big Bill missti hins vegar af stóra tækifærinu til fræ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um makríl?

Makríll (Scomber scombrus) getur orðið allt að 60 cm á lengd en algengast er að hann sé á bilinu 35-45 cm. Makríllinn ber þess merki að vera mikill sundfiskur, hann er rennilegur í vexti, gildastur um miðjuna og mjókkar til sporðs og kjafts. Hann er oftast grænn eða blár á baki með 30-35 dökkum hlykkjóttum rákum e...

Nánar

Hvað eru margir fermetrar í einum hektara?

Einn hektari (ha) er 10.000 fermetrar (m2). Stundum þarf að breyta á milli mælieininga, úr hektara í fermetra eða öfugt og er það einfaldur útreikningur. Ef upphaflega stærðin er í hekturum en áhugi á að vita hversu margir fermetrar það eru þá er einfaldlega margfaldað með 10.000 en deilt með sömu tölu ef brey...

Nánar

Hvernig fjölga hvalir sér?

Hvalir eru svokölluð legkökuspendýr. Spendýrum er skipt í þrjá hópa: monotremata (breiðnefur og mjónefur), marsupials (pokadýr eins og kengúrur) og placentals (legkökuspendýr eins og prímatar, hestar og hvalir). Dýr í þessum hópum eru líffræðilega áþekk hvað varðar uppbyggingu kynkerfa, æxlun og þroska ungviða...

Nánar

Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?

Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæ...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Henning Úlfarsson rannsakað?

Henning Arnór Úlfarsson er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknir hans eru á sviði fléttufræði, sem er undirgrein strjállar stærðfræði, og reiknirita. Fléttufræði snýst í grunninn um að telja hluti sem uppfylla ákveðna eiginleika. Einfalt dæmi væri hversu mörg orð af ákveðinni lengd með...

Nánar

Hvað nákvæmlega er hrossaþari og hvar vex hann?

Hrossaþari (Laminaria digitata) er brúnþörungur af ættinni Laminariaceae en brúnþörungar eru stærstir og mest áberandi af öllum botnþörungum. Hrossaþari vex neðst í fjöru og út í sjó, allt niður á 20 metra dýpi. Hann getur myndað þaraskóg neðansjávar þar sem ýmsar smærri þörungategundir og fjölbreytt dýralíf fær þ...

Nánar

Hvers vegna eruð þið svona lengi að svara sumum spurningum?

Þetta er eðlileg spurning sem hefur komið fram áður. Svör Vísindavefsins eiga að segja heila hugsun og eru yfirleitt frá hálfri síðu upp í tvær venjulegar blaðsíður að lengd. Þau þurfa að standast fræðilegar kröfur og vera á góðu máli, en allt kostar þetta tíma. Auk þess tekur oft tíma að finna mann til að svara. ...

Nánar

Er gljátína skaðleg?

Gljátína (Niptus hololeucus) er hnattlaga bjöllutegund sem finnst víða um heim. Bjallan er 3-5 mm á lengd. Núverandi útbreiðsla gljátínu er í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Kvendýrið verpir vanalega um 20-40 eggjum. Lirfurnar hafa hamskipti fjórum sinnum áður en þær púpa sig og myndbreyting verður. Eggin verða...

Nánar

Lifa kameljón í eyðimörkinni?

Já, kameljón finnast í eyðimörkum. Heimkynni tegundarinnar Chamaeleo calyptratus, á ensku ‘veiled chameleon’, eða blæjukameljón eins og mætti kalla hana, er í Jemen og suðurhluta Sádi-Arabíu. Í augum flestra tegunda kameljóna er eyðimörkin þó ekki kjörstaður því fætur kameljóna eru sérstaklega lagaðir til að klifr...

Nánar

Fleiri niðurstöður