Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1199 svör fundust

Hvað er efst á baugi?

Orðasambandið efst á baugi merkir ‘eittvað er efst eða fremst á dagskrá, eitthvað er mikið til umræðu, mikið á dagskrá’. Í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 er orðasambandið í flettunni baugr: það er á baugi ‘á því veltur’. Ýmis tilbrigði koma fram á 19. öld, til dæmis eitthvað er uppi á baugi ‘eitthvað er ti...

Nánar

Hvar á Austurlandi kom fyrst upp vísir að ferðamannaiðnaði?

Greiðasala í sveitum á Austurlandi Eftir því sem ég kemst næst er það á Egilsstöðum á Völlum. Upphafsmaður þess var Jón Bergsson. Sá hann það þegar árið 1889 að þarna yrðu vegamót og kom á fót greiðasölu. Frá Egilsstöðum.Þegar hann seldi syni sínum, Sveini Jónssyni, jörðina gerði hann það með því skilyrði að þ...

Nánar

Hvað gerðist á Marteinsmessu og af hverju borða Danir endur þennan dag?

Marteinsmessa, 11. nóvember, er kennd við Martein biskup í Tours í Frakklandi. Útför hans fór fram hinn 11. nóvember 397 en talið er að Marteinn hafi fæðst um 316 í Pannóníu sem náði yfir austurhluta þess svæðis sem við köllum nú Austurríki og hluta af Ungverjalandi, Slóveníu og Bosníu. Marteinn var rómverskur ...

Nánar

Hvaða aðferðum beitum við til málverndar?

Í orðinu málvernd felst hérlendis sú hugsun að efla íslenska tungu og stuðla að varðveislu hennar bæði í rituðu og töluðu máli. Það er gert á ýmsan hátt en þetta mætti nefna sem dæmi:Íslensk málnefnd er lögum samkvæmt málverndar- og málræktarstofnun. Hlutverk hennar er að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um íslens...

Nánar

Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?

Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþ...

Nánar

Hvar er mamma?

Þessi spurning barst okkur 2. mars 2002. Spurningunni fylgdu meðal annars þær upplýsingar að spyrjandi sé fæddur árið 2001. Ef það er rétt og við fengjum upplýsingar um fæðingardag gætum við gefið eitt einfalt svar við spurningunni. En ef þetta er innsláttarvilla þyrftum við í öllu falli að fá að vita rétt fæðinga...

Nánar

Hvað er tunglið langt frá jörðu?

Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarð...

Nánar

Er til hálf hola? (svar 2)

Hálfa holu má grafa í moldarbeð með því að moka sem nemur hálfri hrúgu af mold upp úr beðinu. Árangursríkast er að vinna verkið með hálfum huga, eða jafnvel hálfsofandi, við birtu frá hálfu tungli, tautandi hálfkveðnar vísur og hálfyrði í hálfum hljóðum. Hætta skal verkinu þegar það er hálfkarað og ber að hafa í...

Nánar

Geta kettir séð sig í spegli?

Þegar kettir horfa í spegil sjá þeir spegilmynd sína líkt og við enda er sjón þeirra í meginatriðum eins og sjón okkar. Annað mál er hins vegar hvernig þeir túlka það sem þeir sjá í speglinum. Atferlisfræðingar telja að kettir þekki ekki sjálfa sig af spegilmyndinni. Þeir nálgast hana líkt og um annað dýr væri ...

Nánar

Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?

Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Eins og segir í Sögu daganna eftir Árna Björnsson var hlaupársdagurinn hjá Rómverjum:eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir t...

Nánar

Hverjir byrjuðu að temja hesta og hvenær var það? Voru það Súmerar?

Nær víst er talið að menn hafi veitt sér villihesta til matar á síðustu skeiðum ísaldar áður en farið var að temja þá. Hesturinn var svo að öllum líkindum fyrst taminn í Evrasíu við lok nýsteinaldar, eða fyrir 5-6000 árum síðan, af arískum hirðingum sem bjuggu á steppum við Kaspíahaf og Svartahaf. Einnig bendir þó...

Nánar

Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?

Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs...

Nánar

Fleiri niðurstöður