Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1198 svör fundust

Ef krónu er kastað fjórum sinnum, hvort eru meiri líkur á að fá þorskinn og bergrisann tvisvar hvorn eða fá þorskinn í öll skiptin?

Eitt krónukast hefur tvær mögulegar útkomur: Annars vegar getur þorskurinn (Þ) komið upp og hins vegar bergrisinn (B). Þegar krónu er kastað fjórum sinnum eru þess vegna $2 \cdot 2 \cdot 2 \cdot 2 = 16$ mögulegar útkomur. Þær eru: ÞÞÞÞ BÞÞÞ ÞBÞÞ ÞÞBÞ ÞÞÞB BBÞÞ BÞBÞ BÞÞB ÞBBÞ ÞBÞB ÞÞBB BBBÞ BBÞB BÞ...

Nánar

Hvaðan kemur orðið dúkkulísa og hversu gamalt er það?

Orðið dúkkulísa er eitt af þeim sem margir þekkja en lítið hafa komist á prent. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru aðeins þrjár heimildir og hin elsta þeirra úr bókinni Það rís úr djúpinu eftir Guðberg Bergsson frá 1976 (bls. 175). Þar stendur: „Framan á magann nældi hún með stórri öryggisnælu tvær dúkkulísur ...

Nánar

Hvað er prívatbíll? Hvað er prívat gamalt orð?

Orðið prívat og samsetningar með prívat- að forlið fara að tíðkast mjög þegar kemur fram á 19. öld (sjá Ritmálssafn OH). Hins vegar rata þessi orð ekki í prentaðar orðabækur fyrr en upp úr miðri 20. öld, að Íslenzk orðabók Menningarsjóðs (1963) og Viðbætir við orðabók Blöndals (1963) koma út. Í fyrstu og annarri ú...

Nánar

Jöklar og ís í Melaskóla

Ótal spurningar um jökla og loftslagsmál brunnu á nemendum í sjöunda árgangi Melaskóla sem fengu í morgun heimsókn frá Helga Björnssyni, prófessor emeritus í jöklafræði við Háskóla Íslands, í tilefni af degi íslenskrar náttúru. Helgi var að senda frá sér barnabók um þessi efni sem unnin er í samstarfi við Vísindav...

Nánar

Hvaða typpi er uppi á honum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver er uppruni orðatiltækisins „það er uppi á honum typpið“ og er hér verið að vísa til karlskyns kynfæra eða hefur orðið typpi aðra merkingu í þessu samhengi? Orðið typpi hefur fleiri en eina merkingu: 'toppur, nabbi, bóla, húnn á siglutré, snerill, getnaðarlimur...

Nánar

Hvers vegna er stærðfræði námsefni?

Snemma á miðöldum varð til námsefni sem nefndist hinar sjö frjálsu listir. Þær voru tvenns konar. Annars vegar var þrívegurinn – trivium: Mælskulist, rökfræði og málfræði. Þessar greinar lögðu undirstöðu að tjáningunni, töluðu og ritaðu máli. Hins vegar var fjórvegurinn – quadrivium: Reikningur, flatarmálsfræði, s...

Nánar

Hvers konar steinn er ametyst?

Ametyst er holufylling en holufyllingar verða smám saman til þegar efni úr heitu vatni sem leikur um bergið sest í holur, glufur og sprungur. Til þess að stórir kristallar myndist verður hiti lausnarinnar að haldast lengi við „rétt“ hitastig, það er rétt neðan við mettunarmörk hennar. Hægt er að flokka holufyll...

Nánar

Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?

Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...

Nánar

Hvert fer fólk þegar það deyr?

Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker. Ein...

Nánar

Hvenær myndaðist Snæfellsjökull?

Snæfellsjökull er eldkeila en svo kallast mikil keilulaga eldfjöll sem myndast þar sem síendurtekin eldgos verða um sömu gosrás og kvikan kemur úr sama kvikukerfi. Þar sem kvikan verður til á sama stað undir eldfjallinu og kemur upp um sama gosop, hleðst hún upp yfir því og myndar keilurnar, þar sem hraun og gjósk...

Nánar

Hvað er blóðtappi?

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...

Nánar

Gilda engin umferðarlög um þá sem keyra of hægt?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er í alvörunni leyfilegt að keyra á 5 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 eða 50 og stífla alla götuna? Gilda engin umferðarlög um það? Í 3. málsgrein 36. greinar hinna nýju umferðarlaga nr. 77/2019 segir þetta um hægan akstur að óþörfu og snögghemlun: Ökumaður m...

Nánar

Hvað gerðist á uppstigningardaginn?

Uppstigningardagur er einn af helgidögum þjóðkirkjunnar og er jafnframt einn af 15 lögbundnum frídögum almanaksársins. Uppstigningardagur er fimmtudagurinn fjörtíu dögum eftir páska og ber því upp á tímabilinu 30. apríl til 4. júní. Á uppstigningardag er himnafarar Jesú Krists minnst. Samkvæmt ritningum Nýja...

Nánar

Hvað eru mörg gróðurbelti á jörðinni?

Gróður jarðar er ótrúlega fjölbreyttur þar sem hver tegund á sér sínar kjöraðstæður. Aðstæðurnar ráðast af þáttum eins og veðurfari (úrkomu, hitastigi og birtu), jarðvegi og hæð yfir sjó. Plöntur sem þrífast við sömu umhverfisskilyrði mynda gróðursamfélög en víðáttumikil gróðursamfélög kallast gróðurbelti. Það...

Nánar

Fleiri niðurstöður