Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 20 svör fundust

Ef möndulhalli jarðar væri enginn væru þá nánast engar árstíðir?

Já, spyrjandi á kollgátuna. Ef möndulhallinn væri enginn þá væru engar árstíðir og sólargangur væri eins alla daga ársins. Þess vegna er líka yfirleitt sagt að möndulhallinn sé meginorsök árstíðaskiptanna en auðvitað má líka segja að möndulsnúningurinn þurfi að vera fyrir hendi. Þó að möndullinn hallaðist ekki ...

Nánar

Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá tilteknum stað?

Upphafleg spurning hljóðaði svo: Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð frá Sauðárkróki og/eða Eyjafirði. Og hvenær ársins séð frá norðanverðu Seltjarnarnesi?Spyrjandi á við það, hvenær sólin setjist í hafið í stað þess að setjast á land, séð frá viðkomandi stað. Stutta svarið er að þetta er algerlega háð staðháttu...

Nánar

Hvernig á að setja upp vindhana?

Upphaflega spurningin var svona: Þegar vindhani er settur upp, á þá að festa áttirnar þannig að örin bendi undan vindi eða á örin að benda í þá átt sem vindurinn kemur úr? Aðalatriðið er að koma vindhana þannig fyrir að hann hreyfist ekki í logni og sýni strax rétta vindstefnu um leið og smáandvari kemur. Það þa...

Nánar

Hvenær var tíminn fundinn upp?

Ekki er beinlínis hægt að tala um að tíminn hafi verið fundinn upp en hann hefur verið til staðar allt frá Miklahvelli. Tryggvi Þorgeirsson lýsir ástandinu fyrir Miklahvell svona: Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálf...

Nánar

Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?

Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...

Nánar

Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?

Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við. Jörðin er kúla og sólin er því alltaf bei...

Nánar

Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?

Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spy...

Nánar

Hvers vegna lengir daginn meira seinni part dags á vorin en öfugt á haustin?

Spyrjandi á við það til dæmis að tímasetning sólseturs færist örar á klukkunni en sólaruppkoma frá degi til dags á vorin, en á haustin færist sólsetrið örar. Þetta er rétt athugað og má sjá það til dæmis í Almanaki Háskólans sem kemur út á hverju ári. En hér er ekki allt sem sýnist því að nákvæm tímasetnin...

Nánar

Er munur á orðunum sólhvörf og sólstöður eða merkja þau það sama?

Kvenkynsorðið sólstöður þekkist þegar í fornu máli og sama er að segja um hvorugkynsorðið sólhvörf í sömu merkingu. Í ritinu Stjórn, gamalli biblíuþýðingu frá 14. öld, segir til dæmis um sólstöður: sólin gengr þann tíma upp ok aukast hennar gangr eptir þá sólstöðuna sem á vetrinn verðr, en þeir sem Arabiam byggja...

Nánar

Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?

Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...

Nánar

Í hvaða átt er vestur?

Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...

Nánar

Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt?

Upphafleg spurning var sem hér segir:Færast stjörnurnar á himninum á kerfisbundinn hátt, sbr. sólargang, séð frá jörðinni, t.d. frá Íslandi? Langflestar stjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum eru fastastjörnur eins og þær eru kallaðar. Sú nafngift stafar ekki af því að þær sýnist vera fastar á einhverjum til...

Nánar

Hvenær er birting þessa dagana og sólarupprás?

Í dag, 22. ágúst árið 2000, var birting í Reykjavík klukkan 4:42 og sólarupprás klukkan 5:41. Báðar þessar tímasetningar færast núna um 3-4 mínútur á dag fram eftir morgninum. Sólarlag verður klukkan 21:18 og myrkur klukkan 22:16. Þær tímasetningar færast ívið hraðar núna eða yfirleitt um 4 mínútur á dag aftu...

Nánar

Fleiri niðurstöður