Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 506 svör fundust

Hver var Sólon frá Aþenu?

Sólon var aþenskur stjórnmálaleiðtogi, löggjafi og skáld, sem hafði nokkurs konar landsföðursímynd í hugum Aþeninga á klassískum tíma. Hann var einnig talinn einn af vitringunum sjö síðar meir en til þeirra sóttu Grikkir gjarnan innblástur enda var þeim eignuð margvísleg speki. Þó var líklega oft um vel kunna máls...

Nánar

Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?

Metrakerfið (metric system) er mælikerfi sem fyrst var tekið í notkun í Frakklandi í frönsku stjórnarbyltingunni árið 1795. Það er upphaflega byggt á tveimur grunnstærðum, annars vegar á metra fyrir vegalengdir og hins vegar grammi fyrir massa. Hugmyndin var að búa til staðlaða leið til að lýsa eiginleikum hluta. ...

Nánar

Af hverju er presturinn í mismunandi fatalitum eftir árstíma?

Litir kirkjunnar eru kallaðir litir kirkjuársins. Þeir eru þessir: Hvítur, rauður, fjólublár, grænn og svartur. Hvíti liturinn (sem líka getur verið gylltur) er notaður á stórhátíðum kirkjunnar, eða Krists-hátíðum, sem eru jól og páskar. Jólatíminn nær til þrettándans en páskatíminn nær til hvítasunnu. Litur h...

Nánar

Hvað er stjarnan Prókíon í stjörnumerkinu Litlahundi stór?

Stjarnan Prókíon (α Canis Minoris) í stjörnumerkinu Litlahundi er í um 11,25 ljósára fjarlægð frá okkur. Hún er næstum því tvisvar sinnum stærri að þvermáli og massa en sólin okkar og sjö sinnum bjartari. Prókíon er áttunda bjartasta stjarnan sem við sjáum á næturhimninum, rétt á eftir Rígel í Óríon sem, til ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Grímsvatnagosið árið 2011?

Öflugt gos hófst í Grímsvötnum þann 21. maí 2011 klukkan sjö um kvöld. Vísindamenn höfðu búist við gosi í nokkurn tíma, því að mælingar á landrisi í Eystri-Svíahnúk sýndu að kvikuhólfið undir vötnunum var komið í svipaða stöðu og fyrir eldsumbrotin í nóvember 2004. Þá hafði jarðskjálftavirkni heldur aukist misseri...

Nánar

Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?

Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e). Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis f...

Nánar

Hvað eignast refir marga yrðlinga að jafnaði?

Fengitími refa er í mars og fyrri hluta apríl og meðgangan tekur um sjö og hálfa viku. Við got eru yrðlingarnir blindir og opnast augu þeirra eftir rúman hálfan mánuð. Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan sem hefur latneska heitið Alopex lagopus. Fjöldi yrðlinga í hverju goti er að meðaltali um 5-...

Nánar

Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það?

Í grísku er til orðið melankholía sem merkir ‘þunglyndi, fálæti, depurð’. Það er sett saman af orðunum mélan, hvk. af mélas, ‘svartur’ og khólos, kholē ‘gall’, það er svart gall. Á miðöldum trúðu menn því að svart gall væri einn af fjórum vessum líkamans. Hinir voru blóð, gult gall og slím. Þessa skoðun má r...

Nánar

Fyrir hvað stendur FIFA? Hvenær og hvar var það stofnað?

FIFA stendur fyrir Fédération Internationale de Football Association en á íslensku kallast það Alþjóða knattspyrnusambandið. Það var stofnað í París í Frakkland 21. maí 1904 og var fyrsti forseti þess Frakkinn Robert Guétin. FIFA hefur verið með höfuðstöðvar í Zürich í Sviss frá árinu 1932. Við stofnun FIFA vor...

Nánar

Hvað lifa minkar í íslenskri náttúru lengi?

Íslenskir vísindamenn hafa gert nokkuð af því að aldursgreina minka. Meðal annars aldursgreindi Karl Skírnisson dýrafræðingur 972 minka á árunum fyrir 1990 og Róbert A. Stefánsson líffræðingur, ásamt starfsfólki á Náttúrustofu Vesturlands, aldursgreindi yfir þrjú þúsund minka til viðbótar. Minkar í íslenskri n...

Nánar

Hvað eru margir píramídar í Egyptalandi?

Alls hafa fundist um 80 píramídar í Egyptalandi. Þeir eru þó ekki allir heilir og margir eru rústir einar. Egyptar voru líklega fyrstir allra þjóða til að reisa píramída. Elsti píramídinn var að öllum líkindum reistur kringum 2650-2575 f.Kr. og er nefndur þrepapíramídinn í Sakkara. Lesa má meira í svari Unnars ...

Nánar

Hvert er hið raunverulega nafn hringleikahússins Colosseum?

Colosseum er án nokkurs vafa frægasta mannvirki Rómverja og sennilega frægasta mannvirki á Ítalíu fyrr og síðar. Það var stærst allra hringleikahúsa (amphitheatrum) Rómaveldis þótt það væri alls ekki stærsti leikvangurinn. Til dæmis tók Circus Maximus að minnsta kosti fimm sinnum fleiri áhorfendur í sæti. Eins og ...

Nánar

Mig langar að vita af hverju stjörnurnar skína.

Þetta er mikil og merkileg spurning sem menn hafa velt fyrir sér frá alda öðli, en kannski ekki vitað neitt að marki um svarið fyrr en á seinni helmingi tuttugustu aldar. Svarið er fólgið djúpt inni í stjörnunum. Efnið er þar gífurlega heitt sem þýðir að eindir þess eru á mikilli hreyfingu og rekast harkalega h...

Nánar

Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?

Bandaríkjamenn hafa farið 136 mannaðar ferðir frá upphafi. Frægasta verkefni NASA í slíkum ferðum er sjálfsagt Apollo-verkefnið, en þær flaugar rannsökuðu tunglið:Apollo-1 1967 (Ferðin var raunar ekki farin vegna óhapps í undirbúningi).Apollo-7 1968Apollo-8 1968Apollo-9 1969Apollo-10 1969Apollo-11 1969 (til tungls...

Nánar

Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?

Hversu margir samhljóðar fara saman í einu orði fer eftir því hvort um grunnorð er að ræða, þ.e. ósamsett orð, eða hvort það er samsett. Ef orð er ósamsett eru ekki fleiri en þrír samhljóðar í framstöðu, þ.e. fremst í orðinu. Orð sem byrja á sp-, st-, sk- geta t.d. bætt við sig þriðja samhljóða og þeim fjórða ef h...

Nánar

Fleiri niðurstöður