Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1529 svör fundust

Eru til svör við öllu?

Þessa spurningu mætti skilja á tvo vegu, eftir því hvort áherslan er á "svör" eða á "öllu". Í fyrra tilfellinu er vandinn: "Hvað er svar?", en í því seinna er hann: "Ef við vitum hvað 'allt' er, og við vitum hvað telst fullnægjandi 'svar' við því, er þá til svar við hverju atriði úr þessu "öllu"?". Fyrst skulum...

Nánar

Hvar er hægt að finna heimildir um uppruna og merkingu mannanafna?

Vísindavefnum berast reglulega spurningar um merkingu mannanafna, uppruna þeirra og stundum hvernig eigi að beygja nöfnin. Við höfum svarað einstaka spurningum um þetta efni, til dæmis eru til svör við spurningunum:Hvað er nafnið Evlalía gamalt, hvað þýðir það?Getur nafnið Vatnar verið fyrir bæði kynin, og hvað þý...

Nánar

Hver voru vinsælustu svör marsmánaðar 2018?

Í marsmánuði 2018 voru birt 54 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Svör um málvísindi, borgarastríðið í Finnlandi, erfðafræði og vísindamenn í dagatali íslenskra vísindamanna vor...

Nánar

Af hverju gáfuð þið út bók?

Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt. Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við tö...

Nánar

Hvers vegna verður maður fatlaður?

Fötlun getur verið af ýmsu tagi og fyrir henni eru ýmsar orsakir. Það er ágætt að byrja á því að átta sig á því hvað átt er við þegar talað er um fötlun. Á vef Mannréttindaskrifstofu Íslands segir meðal annars að í íslenskum lögum liggur ekki fyrir afmörkuð skilgreining á því hvað fötlun er, hugtakið er í stöðugri...

Nánar

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2016?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2016 þessi hér: Hver eru einkenni blóðtappa í fæti? Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin? Hver er eðlilegur blóðþrýstingur? Þúsundasta svar Guðrúnar Kvaran fyrir Vísindavefinn Af hverj...

Nánar

Íslam í apríl

Íslam og Mið-Austurlönd verða í brennidepli á Vísindavefnum í apríl. Þá verða meðal annars birt svör eftir nemendur í námskeiðinu Mið-Austurlönd: Trúarbrögð, stjórnmál og saga. Umsjónarkennari þess er Magnús Þorkell Bernharðsson. Í síðustu viku birtust svör við spurningunum: Af hverju klæðast sumar íslams...

Nánar

Hver voru vinsælustu svör nóvembermánaðar 2018?

Í nóvembermánuði 2018 voru birt 56 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir lásu svar við spurningunni Hver er elsta ljósmynd af Íslendingi sem varðveist hefur? Svör um striga...

Nánar

Eru góðkynja heilaæxli krabbamein?

Ef æxli er kallað góðkynja felst í því að það sýni ekki af sér þá afbrigðilegu hegðun sem einkennir illkynja frumur, það er að ryðjast inn í heilbrigðan vef og æðar og mynda meinvörp. Frumurnar í góðkynja æxlum halda nokkurn veginn eðlilegu útliti þótt þær hafi fjölgað sér óeðlilega. Góðkynja heilaæxli telst þ...

Nánar

Af hverju er jörðin hnöttótt?

Á Vísindavefnum eru til nokkur svör sem skýra út af hverju jörðin, aðrar plánetur og stjörnur er hnöttóttar en ekki einhvern veginn öðru vísi í laginu, til dæmis kassalaga eða sexhyrndar eins og við teiknum oft stjörnu á blað. Í svari við spurningunni Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnö...

Nánar

Hvað eru margar sólir í Vetrarbrautinni?

Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru til margar stjörnur í alheiminum? kemur fram að talið er að sólstjörnurnar í Vetrarbrautinni séu á bilinu 100-400 milljarðar. Hægt er að lesa meira um Vetrarbrautina í svari Sævars Helga við spurningunni Hvað er vetrarbrautin okkar stór? Það kemur meðal ...

Nánar

Metár og meira en milljón lesendur 2020

Notendur Vísindavefs HÍ fóru í fyrsta sinn yfir eina milljón á síðasta ári. Samkvæmt tölum Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi voru notendur Vísindavefsins um 1.300.000 og fjölgaði þeim um rúm 32% frá árinu 2019. Flettingar jukust um rúmlega 13% á milli ára og nálgast nú fjórar milljónir. Flettingar h...

Nánar

Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?

Spyrjandi á varla við það að við fáum svörin á þessum vísindavef, því að upphaflega voru hér engin svör! Líklega er átt við það að við fáum svörin á Veraldarvefnum og það er rétt í sumum tilvikum. Stundum veit höfundur svars strax hvert svarið við spurningunni er og þarf ekki annað en að skrifa það niður og slí...

Nánar

Fleiri niðurstöður