Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 438 svör fundust

Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

Nánar

Hvernig eru reglurnar með stúdentahúfur? Hvenær eiga þær að vera svartar?

Sá siður að skólanemendur (hér áður fyrr einkum skólapiltar) klæði sig með einkennandi hætti og beri þá meðal annars sérstök höfuðföt á sér rætur allt aftur til miðaldaskólanna í Evrópu og jafnvel mætti fara enn aftar í söguna. Oftar en ekki dró þessi einkennisklæðnaður dám af fatatísku embættismanna og yfirstétta...

Nánar

Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?

Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...

Nánar

Af hverju skerðir ríkið réttindi fólks vegna COVID-19?

Til þess að fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf að tryggja því ákveðin réttindi sem stuðla að velferð þess og frelsi. Margir telja það vera hlutverk ríkisins að tryggja þessar forsendur mannsæmandi lífs. Í COVID-19-heimsfaraldrinum hefur frelsi fólks víða um heim verið skert. Á Íslandi var snemma gripið til s...

Nánar

Hver fann upp peningana?

Peningar gegna mikilvægu hlutverki í nútímahagkerfum. Þessu hefur þó ekki alltaf verið svo farið. Í einföldum þjóðfélögum fyrr á tímum tíðkuðust vöruskipti, það er skipt var á einni vöru fyrir aðra, eða jafnvel sjálfsþurftarbúskapur, það er hvert heimili var að mestu sjálfu sér nægt og þurfti því lítt eða ekki á v...

Nánar

Hver stjórnaði morðinu á Júlíusi Sesari? Hver drap hann?

Spurningar og spyrjendur: Hver stjórnaði morðinu á Sesari? (Brynjar Björnsson, f. 1987) Hvenær var Sesar drepinn og hvað var hann gamall? (Andrés Gunnarsson) Hver var það sem drap Sesar? (Guðjón Magnússon) Hver drap Júlíus Sesar? (Arnór Kristmundsson) Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: H...

Nánar

Hver var Marie-Anne Lavoisier og hvert var framlag hennar til vísindanna?

Lengi fram eftir öldum var fátítt í sögu Vesturlanda að konur gegndu störfum utan heimilis. Það á við um mörg starfsvið eins og til dæmis lögfræði, læknisfræði, verkfræði, handverk og ekki síður um vísindastörf. Í þessum starfsgreinum koma konur því lítið við sögu fyrr en kemur fram á 19. eða 20. öld. Frá forn...

Nánar

Hver var Roman Jakobson og hvert var framlag hans til hugvísinda?

Jakobson var örugglega mest heillandi allra minna kennara. Að baki kennslu hans og skrifum var alltaf einhvers konar ráðgáta. Hann útskýrði hvaða vandamál vöktu forvitni hans og hvers vegna þau skiptu máli, hann gerði mann furðulostinn með afburðalausnum sínum á þeim en langaði mann sjálfan til að spreyta sig á sl...

Nánar

Hvað varð til þess að fólk flutti úr dreifbýli í þéttbýli?

Á miðöldum bjó yfirgnæfandi hluti Evrópubúa í sveitum, líklega víða um 95% þeirra. Á Íslandi voru hreint engir bæir til; það sem komst næst þeim kann að hafa verið sveitaþorpið Þykkvibær á Suðurlandi og litlar þyrpingar fiskimannabúða þar sem lendingarskilyrði voru góð. Þegar þetta var vann næstum allt vinnufært f...

Nánar

Eru vísindi byggð á fyrirfram gefnum forsendum?

Stutta svarið við þessari ágætu spurningu er bæði já og nei, eftir því hvernig hún er skilin. Einkum eru það orðin „vísindi“ og „forsendur“ sem þurfa skoðunar við. Sterk hefð er fyrir því í vísindum að menn huga að þeirri þekkingu sem fyrir er, áður en þeir setja fram veruleg nýmæli, og sýna það með því að vísa...

Nánar

Hvernig eru tölvur látnar velja sjálfar af hendingu milli nokkurra kosta?

Oftast eru notaðir svokallaðir slembitölugjafar (á ensku "random number generators"), en það eru forrit sem búa til röð talna sem lítur út eins og tölurnar hafi verið valdar af hendingu. Aðalatriðið er að ekki sé nein regla í talnaröðinni heldur að tölurnar séu nokkuð jafndreifðar á því bili sem leyfilegt er. Byrj...

Nánar

Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?

Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...

Nánar

Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?

Fótbolti er líklega vinsælasta íþrótt í heimi. Niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins í byrjun 21. aldarinnar sýndu að meira en 240 milljónir spila reglulega fótbolta í þeim 211 ríkjum sem eiga landslið á heimslista FIFA. Eins og geta má nærri er nokkuð erfitt að svara því hvað all...

Nánar

Fleiri niðurstöður