Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 220 svör fundust

Hvað var Pelópsskagastríðið?

Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Wolfgang Amadeus Mozart, í grófum dráttum?

Wolfgang Amadeus Mozart (1756–1791) er frægasta undrabarn sögunnar og einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður sem uppi hefur verið. Óperur hans, sinfóníur, konsertar og kórverk eru lykilverk klassíska skeiðsins (þess tímabils tónlistarsögunnar sem varði frá um 1740–1820) og hann er almennt talinn einn mesti tónlistar...

Nánar

Hvað gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni?

Hér er stórt spurt og ekki hlaupið að því að svara í stuttu máli. Heimsstyrjöldin fyrri var fyrst og fremst Evrópustríð og þetta voru mestu átök í sögu álfunnar. Jafnframt teygði hún anga sína víða um heim. Hátt í 70 milljónir manna voru kallaðar til vopna. Þegar upp var staðið lágu að minnsta kosti 15 milljónir í...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Spánverjavígin árið 1615?

Fiskveiðar hófust við Nýfundnaland í byrjun 16. aldar, fáum árum eftir að Evrópumenn uppgötuðu heimsálfuna Ameríku. Frakkar veiddu þorsk í stórum stíl, en sjómenn frá Baskahéruðum Spánar og Frakklands eltust við norðhval, sem einnig kallast grænlandssléttbakur og grænlandshvalur. Baskar við Biskajaflóa byggðu trau...

Nánar

Hver var Simone de Beauvoir og hvert var framlag hennar til heimspekinnar?

Simone de Beauvoir (1908-1986) var franskur heimspekingur, rithöfundur og femínisti. Rit hennar Hitt kynið sem kom út árið 1949 er í hópi áhrifamestu bóka 20. aldar og er talið hafa átt stóran þátt í að hrinda af stað því sem kallað er „önnur bylgja“ femínismans. Beauvoir gaf út skáldverk, heimspekirit og rit um s...

Nánar

Hver er Judith Butler og hvert er hennar framlag til fræðanna?

Judith Butler er bandarískur heimspekingur sem hefur haft mikil áhrif á fræði og kenningar innan félags- og hugvísinda. Hún er jafnan talin ein af upphafsmönnum hinsegin fræða (e. queer theory). Rit hennar Kynusli (e. Gender Trouble) markaði straumhvörf í hugmyndasögu femíniskra kenninga vegna þeirrar gagnrýni á s...

Nánar

Hver var Milton Friedman og hvert var hans framlag til hagfræðinnar?

Peningamagnshyggja (e. monetarism) er kenning sem rökstyður að peningamagn sé mikilvægasti áhrifavaldur á verðlag og hagsveiflur. Á þennan hátt er peningamagnshyggjan í raun náskyld peningamagnskenningunni sem oft er kennd við klassísku hagfræðina. Peningamagnshyggjan og endurreist peningamagnskenning á seinni hlu...

Nánar

Hver var Jacques Lacan og hvert var framlag hans til fræðanna?

Jacques Lacan (1901-1981) var franskur sálgreinir og geðlæknir. Verk hans hafa haft mikil áhrif á kenningar bæði í félags- og hugvísindum. Lacan, sem oft hefur verið kallaður „hinn franski Freud“, var áhrifamikill í menningarlífi Parísarborgar á síðari hluta 20. aldar og iðulega var þétt setinn bekkurinn á málstof...

Nánar

Hvernig kom Leníngrad við sögu í seinni heimsstyrjöldinni?

Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...

Nánar

Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...

Nánar

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

Nánar

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

Nánar

Hvað ef Þjóðverjar hefðu verið á undan að hernema Ísland, væri þá menning okkar og kannski mál öðruvísi í dag?

„Ja, natürlich,“ væri freistandi svar við spurningunni. Hefðu Þjóðverjar hernumið Ísland á undan Bretum árið 1940, haldið völdum hér og æ síðan ráðið ríkjum um gervalla Evrópu, jafnvel víðar, þá hefði það vitaskuld haft áhrif á menningu okkar og tunguna sömuleiðis. Frelsi væri væntanlega af skornum skammti og einr...

Nánar

Hver var al-Khwarismi og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Menning stóð með miklum blóma í Mið-Austurlöndum á áttundu og níundu öld e.Kr. Hún nefndist íslömsk menning, kennd við trúarbrögðin sem urðu til þar á sjöundu öld, íslam. Abū Abdallāh Mohamed ibn-Mūsā al-Khwārismī var íslamskur rithöfundur sem var uppi um það bil 780–850 e.Kr. Al-Khw&...

Nánar

Fleiri niðurstöður