Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13479 svör fundust

Geta fiskar lifað í geimnum?

Fiskar geta ekki lifað í geimnum.Óvarðir og án útbúnaðar geta fiskar ekki lifað í geimnum, ekki frekar en menn. Fiskar draga súrefni úr vatni og það er ekkert vatn úti í geimnum. Jafnvel þótt fiskurinn fengi vatnsskál festa á hausinn á sér, eins og geimfarar eru með hjálma, myndi hinn lági þrýstingur í geimnum öru...

Nánar

Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?

Válistar eru skrár yfir lífverutegundir sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í útrýmingarhættu í tilteknu landi eða á tilteknu svæði. Á slíkum válistum er verndarstaða tegundanna skráð í nokkra mismunandi hættuflokka eftir því hve alvarleg ógnin er sem tegundin stendur frammi fyrir. Hættuflokkarnir get...

Nánar

Hver er munurinn á lýðræði og lýðveldi?

Lýðræði er skilgreint á þennan hátt í Íslenskri orðabók:Stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum; réttur og aðstaða einstaklinga eða hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni.Hægt er að tala um mikið eða lítið lýðræði, a...

Nánar

Af hverju myndast ský og af hverju falla þau ekki til jarðar?

Ský er safn ótalmargra örsmárra vatnsdropa sem myndast við að vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar og þéttist. Oftast tengist kólnunin uppstreymi, en bæði þrýstingur og hiti loftsins lækkar þegar það lyftist (sjá svar við spurningu um kulda á fjöllum og í háloftum). Uppstreymi á sér stað við ýmsar aðstæður, til dæmis...

Nánar

Hver eru 10 sjaldgæfustu nöfnin á Íslandi?

Erfitt er að segja til um hver séu 10 sjaldgæfustu nöfn á Íslandi. Sum nöfn, sem áður voru þekkt, eru að hverfa og ef til vill aðeins einn eða tveir sem bera þau nú. Sem dæmi mætti nefna Hinrika, Ingifríður, Jónadab. Í dag er vinsælt að leita óvenjulegra nafna og eru því til ýmis nöfn sem aðeins eru borin af einni...

Nánar

Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu?

Daggarmark er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt rakainnihald til að rakinn í loftinu þéttist. Ýmsar leiðir eru til að mæla raka í lofti og felst ein þeirra í að mæla hita á blautri dulu sem vafin er um kvikasilfurskúlu hefðbundins hitamælis. Sé loftið ekki mettað gufar vatn u...

Nánar

Er til sögnin að „bambast”? Hvað þýðir hún?

Sögnin að bamba er til og einkum notuð um hæga hreyfingu eins og til dæmis að bamba á móti stórviðri, það er komast hægt áfram. Hún er líka notuð um þá sem eru hægfara. Elstu dæmi um hana eru frá 18. öld en hún er ekki algeng. Vel er hægt að hugsa sér sögnina í miðmynd, bambast, það er: bambast á móti veðrinu. ...

Nánar

Er til einhver skýring á því að svo ólík tungumál sem íslenska og finnska eiga það sameiginlegt að áhersla er alltaf á fyrsta atkvæði orðs?

Íslenska er germanskt mál af svokallaðri indóevrópskri málaætt. Talið er að áherslan hafi upprunalega verið frjáls innan indóevrópskra mála en með tímanum fest eftir ákveðnum reglum einstakra mála. Eitt einkenni germanskra mála í árdaga var að áhersla lá á fyrsta atkvæði. Þessu einkenni heldur íslenska enn. Fi...

Nánar

Af hverju standa fuglar stundum á öðrum fæti?

Fuglar standa á öðrum fæti af sömu ástæðu og menn klæða sig í ullarsokka, það er til að hafa stjórn á líkamshitanum. Mikið varmatap verður frá fótleggjum fugla af tveimur ástæðum; engar fjaðrir skýla þeim og þar er mjög mikið af smáum æðum. Þrisvar sinnum meira blóð flæðir um fótleggi fugla en út í stærstu vöðva þ...

Nánar

Hvað þýðir „að láta einhvern finna til tevatnsins“?

Orðasambandið að láta einhvern finna til tevatnsins er notað um að ná sér niðri á einhverjum. Einnig er talað um að láta einhvern fá til tevatnsins eða að láta einhvern fá tevatnið sykurlaust. Orðið tevatn er komið í málið úr dönsku, tevand, og á Orðabók Háskólans dæmi um það allt frá 18. öld. Orðasamböndin er...

Nánar

Hafa köngulær tennur?

Svarið er nei, köngulær hafa ekki tennur líkt og spendýr, fiskar eða skriðdýr en þær hafa hins vegar svonefnd klóskæri sem liggja fyrir framan munninn. Köngulóin notar klóskærin á svipaðan hátt og hryggýr nota tennur, það er til þess að grípa bráðina og rífa hana í sig. Klóskæri eru munnlimir með harðan og odd...

Nánar

Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?

Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr ...

Nánar

Hvert er léttasta spendýr í heimi?

Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Hún er aðeins um 2 g að þyngd og 29-33 mm á lengd frá trýni að afturenda. Lesa má meira um þessa agnarlitlu leðurblöku í...

Nánar

Fleiri niðurstöður