Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 13479 svör fundust

Mun bóluefni við COVID-19 nokkuð virka á alla stofna veirunnar?

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, er það ekki rétt að inflúensa er margir stofnar og bóluefni miðast við að koma í veg fyrir að fólk smitist af einhverjum tilteknum stofnum. Nú er talað um að það séu margir stofnar af COVID í gangi í heiminum, og fer fjölgandi með stökkbreytingum. Gildir ekki það sama ...

Nánar

Hvenær voru sekkjapípur fundnar upp?

Sekkjapípur hafa verið notaðar sem hljóðfæri í ýmsum myndum í Evrópu að minnsta kosti frá fyrstu öld eftir Krist þegar þeirra er fyrst getið í latneskum textum. Má ráða af þeim að þær séu þá nýinnfluttar frá Asíu en elsta þekkta vísun í hljóðfæri af þessari tegund er reyndar frá Hittítum frá því um 1000 fyrir Kris...

Nánar

Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?

Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig. Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva. Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við...

Nánar

Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?

Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu...

Nánar

Getur inntaka á ríbósa stuðlað að bættum árangri í íþróttum?

Ríbósi er sykra (5-kolvetna), hluti af kjarnsýrum (RNA og DNA) og mikilvægur í nokkrum kóensímum. Í auglýsingum um ríbósa sem fæðubótarefni er minnt á að ríbósi sé forsenda fyrir myndun ATP (orkuefni líkamans) og því geti inntaka á ríbósa stuðlað að því að líkaminn nái að mynda ATP hraðar meðan á æfingu stendur og...

Nánar

Hvað eru margar dýrategundir á Íslandi?

FlokkurFjöldi tegunda Skordýr1245 Köngulær84 Drekar2  Langfætlur4  Mítlar*um 90 *Þ.e.a.s. brynjumaurar. Óvíst er með fjölda ránmaura. Margfætlurum 10  Ánamaðkarum 10  Sniglarum 50  Fuglar (varpfuglar)um 80  Spendýr**8 **Hér er um villt íslensk spendýr að ræða. Hægt er að bæta við nokkrum öðrum spendýrum ...

Nánar

Eru hlutir lifandi?

Í stuttu máli er svarið “já, sumir hlutir eru lifandi” en það ræðst reyndar af því hvaða skilningur er lagður í orðið hlutur. Orðið hlutur notum við yfir hitt og þetta sem er til í kringum okkur. Þótt nákvæm skilgreining þessa orðs sé á reiki má kannski segja að hlutur sé eitthvað sem við getum talað um, bent á...

Nánar

Hverjir eru lögbundnir frídagar okkar Íslendinga?

Lögboðnir frídagar á Íslandi, samkvæmt lögum um 40 stunda vinnuviku nr. 88/1971, eru „helgidagar þjóðkirkjunnar, sumardagurinn fyrsti, 1. maí og 17. júní, enn fremur aðfangadagur jóla og gamlársdagur frá kl. 13”. Helgidagar þjóðkirkjunnar eru taldir upp í lögum nr. 32/1997 um helgidagafrið og er þeim þar skipt í þ...

Nánar

Hvers vegna innritast fólk, til dæmis í skóla eða á sjúkrahús, en útskrifast svo ef vel gengur? Er einhver munur á rita og skrifa í þessu sambandi?

Sagnirnar rita og skrifa eru nánast samheiti þótt rita sé oft notuð í hátíðlegra samhengi. Sagnirnar innskrifa og útskrifa eru gamlar í málinu. Innskrifa merkir ?færa inn (í bók), skrifa (í skjal)? og að minnsta kosti frá 18. öld ?skrá í skóla?. Útskrifa merkti í eldra máli ?lýsa einhverju? (til dæmis ?hver ge...

Nánar

Af hverju er salt í sjónum en ekki í vatninu sem við drekkum?

Þessu er að miklu leyti svarað í texta Sigurðar Steinþórssonar um spurninguna Hvers vegna er sjórinn saltur? og í öðrum svörum sem lesendur geta kallað fram með því að setja efnisorðið salt inn í leitarvél okkar. Vatnið sem við drekkum er yfirleitt komið úr einhvers konar brunnum. Það er í aðalatriðum regnvatn...

Nánar

Eru til tígrisdýr sem eru minni en ljón?

Minnstu tígrisdýrin (Panthera tigris) tilheyra deilitegundum sem lifa á eyjum Indónesíu. Af þessum deilitegundum er Súmötru-tígurinn sú eina sem er enn við lýði. Um 1970 dó Jövu-tígrisdýrið (Panthera tigris sondaica) út og Balí-tígrisdýrið (Panthera tigris balica) varð útdautt árið 1937. Súmötru-tígrisdýrið ve...

Nánar

Sólin er heit en af hverju gerir hún ekki gat á ósónlagið?

Mikið rétt; sólin er heit eins og við skynjum svo glöggt á sólríkum dögum. Það er þó ekki sólarhitinn sem getur valdið því að gat kunni að myndast á ósonlagið (nema með óbeinum hætti), heldur sólargeislarnir sem frá sólinni stafa. Sólargeislarnir geta valdið eyðingu ósonsameindanna sem mynda ósonlagið. Til allrar ...

Nánar

Fleiri niðurstöður