Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 392 svör fundust

Af hverju fær maður höfuðverk?

Höfuðverkur er sennilega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kin...

Nánar

Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis? Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefni...

Nánar

Er hægt að endurforrita heilann í miðaldra körlum?

Já, í ákveðnum skilningi er það vissulega hægt. Heilinn er ekki óbreytanlegur heldur mótast bæði gerð hans og virkni sökum þroska taugakerfisins og einstaklingsreynslu. Að læra af reynslunni felur í raun í sér að breyta því hvernig heilinn virkar, að endurforrita hann ef maður vill taka þannig til orða. Miðaldra k...

Nánar

Hver er munurinn á kanínu og héra?

Hérum og kanínum er oft ruglað saman en þessir tveir hópar nagdýra eru flokkaði í mismunandi ættkvíslir innan ættarinnar Leporidae. Erfðafræðilegur munur á hérum og kanínum er það mikill að þessir hópar geta ekki æxlast. Meðal þess sem greinir héra frá kanínum er að hérar hafa hlutfallslega lengri lappir. Aftu...

Nánar

Eru Maríutásur tærnar á Maríu?

Fyrsta svarið sem okkur datt í hug var: 'Já, auðvitað! -- því ekki það?' Orðið 'Maríutásur' er auðvitað barnamál fyrir tærnar á Maríu og þær geta menn skoðað nánar á hjálagðri mynd ítalska 17. aldar málarans Cigolí þar sem María tyllir tánum á tunglið. En kannski er það ekki þetta sem átt er við með spurningu...

Nánar

Hvaðan kemur nafnið þúsundeyjasósa? Ég hef spurst víða fyrir um nafnið, til dæmis hjá kokkum og starfsfólki mötuneyta en enginn virðist þekkja upprunann.

Saga þúsundeyjasósunnar nær aftur til upphafs 20. aldar. Þúsund eyjarnar (e. The Thousand Islands) er nafn á eyjaklasa sem er við landamæri Bandaríkjanna og Kanada. Þær eru allt í allt 1.793 talsins og spanna 80 km suður frá Ontario-fylki í Kanada og til New York-fylkis í Bandaríkjunum. Ein af smæstu eyjunum s...

Nánar

Af hverju þurfum við að kunna að greina öll orð í orðflokka?

Hér er jafnframt svarað spurningu Aldísar Ernu Pálsdóttur Af hverju þurfum við að læra kennimyndir sagna fyrst við eigum aldrei eftir að nota það í framtíðinni nema sem kennarar? Börn læra málið án þess að vita nokkuð um hvað fallorð eru og hvað smáorð. Þau vita ekkert um mun á nafnorði og lýsingarorði, þótt þau ...

Nánar

Hver fann upp límmiðann og af hverju?

Límmiðar af því tagi sem flestir þekkja komu til sögunnar árið 1935 þegar bandaríski uppfinningamaðurinn R. Stanton Avery (1907-1997) skeytti saman mótor úr þvottavél, nokkrum vélarhlutum úr saumavél, útskurðarsög og öðru sem til þurfti. Afraksturinn var ný tegund af vél sem gat framleitt límmiða sem voru „sjál...

Nánar

Verpa svartþrestir á Íslandi?

Svartþröstur (Turdus merula, e. blackbird) er afar algengur víða í Evrópu en nokkuð nýlegur landnemi á Íslandi. Hann verpti fyrst hér á landi í Reykjavík árið 1969 og reglulega eftir 1991. Eftir síðustu aldamót fór stofninn mjög vaxandi og er svartþröstur nú algengur varpfugl í þéttbýli á Suðvesturlandi. Hann verp...

Nánar

Hvaða kona er á svissneskum myntum?

Á flestum svissneskum myntum sem nú eru í umferð er mynd af konu sem þarlendir nefna Helvetia. Helvetía er tákngervingur Sviss en latneska heiti landsins er Confederatio Helvetica. Helvetía er því ekki raunveruleg kona en gegnir svipuðu hlutverki fyrir Svisslendinga og fjallkonan fyrir Íslendinga. Íslendingar hafa...

Nánar

Tala kindur fjármál?

Svarið við þessari spurningu er bitamunur en ekki fjár. Líklegt þykir að fé á fjalli tali ekki aðeins fjármál heldur samþykki það líka fjárlög og fjáraukalög og standi fyrir fjáröflun -- annars væri jú töluverð hætta á fjárþroti! Fé án hirðis er álitin hin versta fjárfesting og kemur heiðvirðu fólki vafningala...

Nánar

Fleiri niðurstöður