Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1320 svör fundust
Er atómljóð og prósaljóð sama fyrirbærið eða er einhver munur þar á?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver, ef einhver, er helsti munurinn á atómljóðum annars vegar og prósaljóðum hins vegar? Í stuttu máli er helsti munurinn sá að prósaljóð er alþjóðlegt hugtak en atómljóð séríslenskt. Hugtakið prósaljóð er alþjóðlegt hugtak um skáldlegan texta sem ekki er á bundnu ...
Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?
Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...
Hver er meginmunurinn á hugtökunum verund og engu?
Hugtökin verund (e. being) og neind (e. nothingness) eru ein og sér svo almenns eðlis að þau koma fyrir með einum og öðrum hætti í vel flestum verkum heimspekisögunnar. Þá tengjast þessi andstæðu hugtök öðrum aldagömlum hugtökum eins og sýnd/reynd, satt/ósatt og rétt/rangt. Nú orðið er talað um sérstaka grein heim...
Hver er launamunur kynjanna í Sviss?
Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lít...
Hvað gerist í bergi þar sem hamfarahlaup rennur yfir? Kemur loft þar eitthvað við sögu og skiptir hitamyndun máli?
Í hamfarahlaupum eru þrjú rof-ferli einkum að verki, straumurinn „sogar“ eða „slítur“ klumpa úr föstu bergi (e. hydraulic plucking), framburður (sandur og gjót) svarfar bergið (e. abrasion), og loks „slagsuða“ (e. cavitation) sem sérstaklega er nefnd í spurningunni. Hitamyndun er ekki talin koma hér við sögu. S...
Hvenær fannst ljóshraðinn?
Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Það gerðist árið 1676, þegar danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer (1644-1710) sýndi fram á að ljóshraðinn væri endanlegur. Áður hafði verið talið að hraði ljóssins væri óendanlega mikill.[1] Það hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um leið og það væri kveikt. Rømer ...
Hver er Julia Kristeva og hvaða áhrif hafa kenningar hennar haft?
Julia Kristeva fæddist í Búlgaríu árið 1941. Hún er af menntafólki komin, ólst upp í austur-evrópsku, kommúnísku ríki á kaldastríðsárunum og gekk í Háskólann í Sofíu. Hún lagði þar stund á bókmenntir, málvísindi og heimspeki, lærði sinn Marx og Hegel auk málvísinda og rússnesku og hafði þar af leiðandi beinan aðg...
Hvaða rannsóknir hefur Irma Erlingsdóttir stundað?
Rannsóknasvið Irmu Erlingsdóttur eru franskar bókmenntir og heimspeki, menningarfræði, kynjafræði og samtímasaga. Hún hefur flutt fjölda fyrirlestra um rannsóknir sínar á ráðstefnum og málþingum hérlendis og erlendis. Auk þess að hafa birt greinar og bókakafla á sérsviði sínu hefur Irma þýtt erlenda fræðitexta yfi...
Hver er Jerome S. Bruner?
Jerome S. Bruner.Jerome S. Bruner er fæddur í New York árið 1915. Hann lauk B.A.-prófi við Duke-háskóla og stundaði síðan nám í sálfræði við Harvard-háskóla og lauk doktorsprófi við þann sama háskóla 1941. Hann varð prófessor við Harvard 1944 og hefur verið við þann skóla síðan. Hann var forseti bandaríska sálfræ...
Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?
"Íslandít" er bergtegund, járnríkt andesít. Nafnið bjó til breski jarðfræðingurinn Ian Carmichael, sem síðar varð prófessor í Berkeley í Kaliforníu, þegar hann vann að doktorsritgerð sinni um tertíeru Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal kringum 1960. Í bergsyrpum megineldstöðva meginlandanna er algengast að styrkur jár...
Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?
Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...
Af hverju er S í dollaramerkinu ($)?
Til eru ýmsar kenningar um uppruna merkisins, $, sem oft er kallað dollaramerki. Merkið sjálft er mun eldra en gjaldmiðill Bandaríkjanna. Einna líklegast þykir að það sé afbökun á tölunni 8 og hafi upprunalega verið notað til að vísa til spænskrar myntar. Verðmæti myntarinnar var einn pesói sem skiptist í átta ría...
Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?
Afar hæpið er að alhæfa upp á heila þjóð eins einstaklingsbundið atferli og neyslu morgunmatar. Engu að síður eru Englendingar þekktir fyrir mjög sérstakar matarhefðir að morgni dags. Samkvæmt hefðinni er enskur morgunmatur (e. full English breakfast) pönnusteiktur og samanstendur fyrst og fremst af eggi og ...
Hvaða rannsóknir hefur Guðný S. Guðbjörnsdóttir stundað?
Guðný S. Guðbjörnsdóttir er prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að vitrænum þroska barna og ungmenna; menningarlæsi ungs fólks; menntastjórnun og forystu; og menntun, kynjajafnrétti, kennaramenntun og skólastarfi. Hún hefur skrifað fj...
Hvað hefur vísindamaðurinn Einar S. Björnsson rannsakað?
Einar Stefán Björnsson hefur rannsakað meltingarsjúkdóma frá árinu 1991. Í fyrstu voru rannsóknir hans einkum á sviði hreyfinga í meltingarvegi en síðar sneri Einar sér að rannsóknum á ýmsum lifrarsjúkdómum. Hreyfingar í maga- og skeifugörn og áhrif hækkaðs blóðsykurs, insúlíns og lyfja á hreyfingarmunstur í ef...