Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 29 svör fundust
Hver er þessi skammtur í orðinu skammtafræði? — Myndband
Skammtafræðin fjallar um hið agnarsmáa: rafeindir, róteindir, nifteindir og kvarka. En hver er þessi skammtur í orðinu skammtafræði? Skammturinn vísar til þess að tilteknar eðlisfræðilegar stærðir, eins og orka, massi og rafhleðsla koma í skömmtum. Það er að segja, að það sé til einhver minnsta slík eining og alla...
Hvað gerist í líkamanum þegar manneskja tekur of stóran skammt af svefntöflum?
Svefntöflur auka áhrif efnisins GABA, en það er hamlandi taugaboðefni í heilanum sem dregur meðal annars úr öndun. Þess vegna veldur of stór skammtur af svefntöflum því að viðkomandi kafnar. GABA dregur einnig úr líkamlegri getu og er talið að árlega látist nokkur hópur fólks af völdum slysa sem tengjast svefn...
Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?
Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...
Geta bólusettir einstaklingar borið veiruna SARS-CoV-2 og smitað aðra?
Öll spurningin hljómaði svona: Í ljósi þess að bólusetning er vörn gegn sjúkdómi ekki smiti, hvað hefur verið rannsakað varðandi smithættu frá Covid bólusettum einstaklingum bólusettum með hinum ýmsu bóluefnum? Hafa verði reiknuð út tölfræðileg líkindi á smiti frá bólusettum einstaklingum (einkennalausum væntan...
Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?
Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...
Er það rétt að gulrætur geti læknað mann af náttblindu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Um „bábiljur eða blákaldar staðreyndir“ - er það rétt að borða gulrætur geti læknað mann af náttblindu? Margir kannast eflaust við þá fullyrðingu að gulrætur bæti sjón fólks, sér í lagi þegar myrkur er. Að hluta til er þetta rétt, ef vítamínskortur sem getur valdið náttblin...
Hvað er smjörsýra, undir hvaða öðrum nöfnum gengur hún og hver eru áhrifin af neyslu hennar?
Smjörsýra (gamma hydroxybutyrate eða „GHB“) er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf. Á 9. áratug síðustu aldar var GHB fáanlegt í heilsubúðum til dæmis í Bandaríkjunum og var það vinsælt meðal vaxtaræktarfólks. Í dag hefur almenn sala þess verið bönnuð vegna aukaverkana, en lyfið hefur meðal a...
Hvað er mikill sykur í kóki?
Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm. Til þess að átta sig betu...
Hvað er serótónínheilkenni og hverjar eru orsakir þess?
Serótónín er taugaboðefni í heila. Serótónínheilkenni er lífshættulegt ástand í líkamanum sem stafar af of miklu serótóníni. Þetta ástand kemur oftast fram þegar tvö lyf eru tekin samtímis sem örva losun serótóníns eða hamla endurupptöku þess. Dæmi um slíka lyfjatöku er þegar samtímis er tekið svokallað triptanlyf...
Stendur í Biblíunni að rastafarar eigi að reykja kannabis og megi ekki klippa á sér hárið eða borða kjöt?
Eins og fram kemur í öðru svari hér á Vísindavefnum byggir Rastafaritrú á ákveðinni túlkun á Biblíunni sem sögð er vera sú túlkun sem laus er undan áhrifum hvítra nýlendusinna. Rastafaritrú kveður ekki á um kannabisnotkun til skemmtunar en margir rastafarar reykja marijúana í trúarlegum tilgangi. Ekki er litið ...
Hvaða áhrif hafa berserkjasveppir á mann?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig líta berserkjasveppir út og hvaða áhrif hafa þeir á mann?Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria) tilheyrir ættkvísl reifasveppa eða Amanita. Nánari upplýsingar um útlit og líffræði berserkjasveppsins má finna í svari Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur við spurningunni Hvaða sve...
Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?
Trjónupeðla (Psilocybe semilanceata) er fremur lítill hattsveppur með mjóan og langan staf. Hann verður nokkrir sentimetrar á hæð. Trjónupeðla er ljósbrún að lit og vex í graslendi. Hún finnst í norðanverðri Evrópu og allt austur til fyrrum ríkja Sovétríkjanna auk þess sem hún vex í einhverjum mæli í Rúmeníu og ...
Hvernig lifir kakkalakki af kjarnorkusprengju?
Kakkalakkar þola margfalt meiri geislun en flestar aðrar lífverur og mun meiri geislun en spendýr. Mælingar sýna að þeir þola 130 sinnum meiri geislun en menn. Ekki er nákvæmlega vitað af hverju þeir þola alla þessa geislun en flestir vísindamenn telja að ástæðuna megi rekja til byggingar litninga kakkalakkanna, s...
Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi?
Þrefalda samhljóða er að finna í öllum orðum sem eru samsett úr fyrri lið sem endar á tvöföldum samhljóða og seinni lið sem byrjar á þeim sama samhljóða. Samsetningin þarf að vera þeirrar gerðar sem málfræðingar kalla stofnsamsetningu, þannig að engin eignarfallsending komi í milli (samanber að við segjum hvorki þ...
Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?
Rítalín er í raun aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat (enska methylphenidate). Það örvar miðtaugakerfið og svipar því til efna á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaíns. Efnasamsetning metýlfen...