Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 132 svör fundust
Þekkið þið vísu sem hefst svona: "Hvað á að gera við strákaling"?
Vísan sem hefst á orðunum "það á að strýkja strákaling" er úr gömlu þjóðkvæði sem venjulega var sungið við íslenskt þjóðlag. Venjan er að syngja að minnsta kosti þrjú erindi og er texti og röð þeirra eftirfarandi:Tíminn líður, trúðu mér, taktu maður vara á þér, heimurinn er sem hála gler, hugsaðu um hvað á eft...
Eru hnúfubakar í hættu við Ísland?
Í hvalatalningum sem Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í á hafsvæðunum umhverfis Ísland hefur tekist að skrá og fylgjast vel með þeim breytingum sem hafa orðið á stofnum hvala á þessum svæðum. Hnúfubakar teljast ekki í útrýmingarhættu við Ísland. Talning var fyrst framkvæmd árið 1987 og þá reyndust vera um...
Hvað er bundið mál?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er munurinn á bundnu og óbundnu máli? Ég finn ekki svar á Vísindavefnum um muninn á þessu tvennu. Er það eitthvað sem væri hægt að fá svar við með góðum dæmum. Það er stundum að vefjast fyrir syni mínum sem er í leiklist, sérstaklega ef bundið mál er á ljóðformi en ekk...
Hvað er fornyrðislag?
Kvæði lík eddukvæðum eru til á ýmsum germönskum tungumálum, svo sem fornensku og fornháþýsku. Enn er deilt um aldur hinnar fornensku Bjólfskviðu og fornháþýsku Hildibrandskviðu en bæði kvæðin eru þó bersýnilega undir sama samgermanska bragarhættinum og norræn kvæði á borð við Völuspá og Atlakviðu. Þannig eru edduk...
Ég sá tvo stara fara á hreiðurstæðið sitt í nóvember, hvaða erindi eiga þeir þangað á þeim árstíma?
Starinn (Sturnus vulgaris) helgar sér óðal og verpir þar á hverju ári. Í byggð eru óðulin hans í húsum en upprunalega er starinn klettafugl. Hann hefur þó aðlagast furðuvel nánu sambýli við manninn. Nokkur varpsvæði starans í klettum hér á landi eru þekkt, eitt slíkt varp er í Reykjadal við Hveragerði. Langflest s...
Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?
Orðið bústólpi merkir ‘stoð og stytta búsins’ og er þá bæði átt við menn og skepnur. Orðið stólpi merkir ‘stoð, stöpull’, stólpinn er það sem heldur einhverju uppi. Bóndinn stýrir búinu, er stoðin sem allt hvílir á. Þannig er hann stólpi búsins. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans frá síðari hluta 18. aldar er það sa...
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir. ...
Hvers konar bókmenntaverk er Búnaðarbálkur eftir Eggert Ólafsson?
Hjarðljóð (e. pastoral poetry) hafa frá fornu fari birt eins konar óskamynd af lífinu í formi náttúrulýsinga en boðið um leið upp á gagnrýni á það sem þykir ámælisvert í heiminum. Þar mátti einnig koma að ábendingum um búskaparhætti og hagnýt efni. Rómverska skáldið Virgill (70-19 f.Kr.) orti Georgica eða Búnaðarb...
Hvað er mansöngur í rímum?
Talið er líklegt að rímnaskáld hafi snemma tekið upp á því að yrkja mansöng í upphafi hvers rímnaflokks en fljótlega fór þó að bera á því að mansöngur væri ortur á undan hverri rímu og þá nokkrir innan hvers flokks. Ýmislegt bendir til þess að mansöngvar hafi verið ortir að kröfu kvenna. Í Skáld-Helga rímum segir ...
Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti?
Samkvæmt nýlegum úrskurði Samkeppnisstofnunar stenst lögbundin áskrift að Ríkisútvarpinu samkeppnislög. Fyrir Samkeppnisstofnun lá erindi frá Norðurljósum samskiptafélagi hf. en þar var þess meðal annars krafist að „samkeppnisyfirvöld grípi sbr. 17. grein samkeppnislaga til annarra þeirra aðgerða, sem þau telja na...
Hvað er vikivaki?
Vikivaki er gamall íslenskur þjóðdans. Dansinn var algengur á 17. og 18. öld, til dæmis á hátíðum. Vikivakar voru hringdansar í jöfnum takti, dansaðir við vikivakakvæði. Uppruni orðsins vikivaki er óljós. Nokkrar tilgátur eru þó settar fram í Íslenskri orðsifjabók Sigfúsar Blöndals. Hugsanlega er orðið tengt sö...
Hverjir voru Frosti og Fjalar sem koma fyrir í Gunnarshólma?
„Gunnarshólmi“ er ljóð eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845). Ljóðið birtist fyrst í Fjölni árið 1838. Þriðja þríhenda ljóðsins er svona: Beljandi foss við hamrabúann hjalar á hengiflugi undir jökulrótum, þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. Frosti og Fjalar eru dvergar sem koma fyrir í svokölluðu dvergata...
Hverjar eru orðsifjar orðsins gengilbeina?
Orðið gengilbeina var upphaflega notað sem ambáttarheit. Í 10. erindi Rígsþulu, sem er eitt Eddu-kvæða, segir: Þar kom at garði gengilbeina, aurr var á iljum, armr sólbrunninn, niðrbjúgt er nef, nefndisk Þír. Þír í síðasta vísuorðinu þekktist í fornu máli í merkingunni ‘ambátt’, skylt þý og þjóna. Í nútím...
Afmælismálþing Vísindavefsins um falsfréttir og vísindi - öll erindin
Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavefs HÍ efndi skólinn til málþings um falsfréttir og vísindi föstudaginn 7. febrúar 2020. Frá afmælismálþingi Vísindavefs HÍ um falsfréttir og vísindi. Dagskrá málþingsins var þessi: Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands – setning Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ísl...
Getur vetnisperoxíð og C-vítamín losað líkamann við veiruna sem veldur COVID-19?
Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingi er gefið vetnisperoxíð (H2O2) og C-vítamín hverjar eru líkurnar á því að manneskjan losni við veiru úr líkamanum eins og t.d. COVID-19? Stutta svarið við spurningunni er að samkvæmt núverandi þekkingu eru líkurnar engar á því að vetnisperoxíð eða C-vítamín gagnist...